Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 88 stk. Keypt & selt 13 stk. Þjónusta 47 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 6 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 21 stk. Atvinna 20 stk. Tilkynningar 1 stk. Alsyndur á skriði BLS. 2 Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 20. apríl, 111. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.37 13.27 21.18 Akureyri 5.13 13.11 21.12 Heimild: Almanak Háskólans sólarupprás hádegi sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Engar nálar eru nauðsynlegar þegar lyfjum er sprautað í fólk, segja fræði- menn við Harvard- háskóla. Ættu þeir sem hafa óbeit á sprautum að gleðj- ast yfir niðurstöð- um nýrrar rann- sóknar sem leiddi þetta í ljós. Í stað þess að stinga nál gegnum húðina er hægt að úða mjóum straumi af gasi á yfirborð húðarinnar. Í gasinu eru ör- litlir kristallar sem fjar- lægja yfirborð húðarinnar og gera þannig örsmátt gat á hana sem lyfið kemst í gegnum. Þessu fylgir eng- inn sársauki. Þeir sem gerðu rannsóknina taka hins vegar fram að enn geti verið langt í að tækni sem þessi verði aðgengileg almenningi. Ímynd hinnar horuðu vestrænu konu er farin að hafa mikil áhrif á sálarlíf kvenna í Suður- Afríku, að sögn breskra sálfræð- inga. Viðtöl við 21 árs konur leiddu í ljós að kvenímynd- ir í sjónvarpi höfðu mikil áhrif á þær. Þær sögðust vilja ganga í augun á hinu kyninu og að grannar konur væru falleg- ar konur. Þær nefndu ein- nig að þær gætu ekki geng- ið í tískufötum nema kom- ast í þær stærðir sem eru í boði. Kannanir hafa áður sýnt að óánægja kvenna með líkama sinn og át- raskanir af þeim völdum eru vaxandi vandamál í Suður-Afríku. Jafnvel í hér- öðum þar sem hefð er fyrir því að þéttvaxnar konur þyki flottastar. Súkkulaði er eitt af því sem flestir elska og þótt ýmsir hafi eflaust heitið því nú upp úr páskum að reyna að draga úr súkkulaðiáti þá má benda á að Heilsuhúsið hef- ur hafið sölu á sérstöku súkkulaði frá framleiðand- anum Booja Booja. Það er að sjálfsögðu ljúffengt en líka meinhollt, enda hráefnið allt lífrænt. Það er laust við mjólk, hveiti og glútein og hentar því vel þeim sem hafa ofnæmi fyrir þeim fæðutegund- um. Súkkulaðið hefur hlotið 16 mismunandi verð- laun. Vinsældir veggjaklifurs hafa vaxið á undan- förnum árum – hér á landi sem annars stað- ar. Allir aldurshópar sækja klifurvegginn í salarkynnum Fimlikafélags Bjarkar í Hafn- arfirði að sögn Sjafnar Jónsdóttur klifur- kennara, sem þjálfar lipurð og áræðni áhugasamra. Veggurinn er æði ógurlegur á að líta við fyrstu sýn en auðveldari yfirferð- ar en ætla mætti. „Hugrekki er það sem við þjálfum hér,“ segir Sjöfn og bætir því við að líkams- færni og styrkur séu síður en svo undir- staða iðkunar. Sjöfn segir vegginn þannig vaxinn að fólk af öllum stærðum og gerð- um geti hæglega fundið sér áskorun við hæfi. Erfiðleikastig veggjarins, sem er sjö metrar að hæð og tuttugu metrar að breidd, eru afar mörg og þess til marks eru leiðirnar einar fjórtán talsins í bönd- um. Innan hverrar leiðar má finna þrjú erfiðleikastig, sem hægt er að velja um. Fyrstu klifurskrefin eru alltaf farin undir eftirliti og þannig eru þáttakendur „tryggðir“ í lóðréttri stöðu, en taug milli þjálfara og þátttakenda ræður hversu langt leiðin nær og svo aftur hraða á nið- urleið. Ekki allar leiðirnar ná upp til lofts, en þegar nóg er komið hóar nemi einfald- lega í þjálfara sem lætur slaka í bandið og sprangar nemandi einfaldlega niður allan erfiðleikastigann, ekki ólíkt því sem peyj- arnir gera í Vestmannaeyjum. Sjöfn segir hreyfihömluð og þroskaheft börn iðulega ganga á vegginn, en ferðir eru skipulagðar og námskeið sett upp með reglulegu milli- bili fyrir einstaklinga sem einhverra hluta vegna hafa ekki fulla hreyfigetu. „Fram- farir þeirra eru stórkostlegar og maður sér þessa krakka hreinlega fljúga áfram í hverjum tíma. Stærstu sigrarnir eru auð- vitað yfir sjálfinu og takmörkum þess.“ Meira bls. 3. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR HEILSUNA FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA O.FL. Sjöfn Jónsdóttir klifurkennari Okkar stærstu sigrar eru alltaf yfir sjálfinu og takmörkum þess Fr ét ta bl að ið /V ilh el m G un na rs so n Þjálfar hugrekki í lóðréttum halla: Gengur hiklaust á veggi Merginn burt: Ylinn leggur inn í eyrað Á nuddstofunni Umhyggju við Vesturgötu í Reykjavík er boðið upp á svokallaða eyrnakertameðferð sem er náttúrlegur valkostur við að hreinsa eyrun. Byrjað er á léttu nuddi á andliti, hálsi, höndum og iljum og síðan beinist umhyggjan að eyrunum þar sem losað er um eyrnamerg, spennu og óþægindi með svokölluðu eyrnakerti Þar er stuðst við fornar austurlenskar aðferðir. Oft vill eyrna- mergur safnast upp og harðna í eyrnagöngunum fyrir framan hljóðhimnuna og valda þar suði, eyrna- verk og skertri heyrn. Eyrnakerti eru svipuð venjulegum vaxkertum en bara hol að innan og mjókkandi í annan endann. Mjórri endanum er komið fyrir í eyrnagöngunum og síðan kveikt í hinum. Ylinn leggur inn í eyrað og hann mýkir og losar um harðn- aðan merginn, spennu og þrýsting en óhreinindin sogast upp í kertið fyrir til- stilli lofttæmingar. Fyrsta meðferð með nuddi tekur tæpa klukkustund og er sársaukalaus og mild. Hún hentar þó ekki þeim sem hafa rör í eyra eða gat á hljóðhimnu. Eyrnakerti notað Það er róandi að heyra snarkið í eldinum og finna léttan reykinn Óska eftir vinnuskúr á góðu verði, helst gefins. Get séð um flutning Vin- saml. sendið uppl. á netfangið halli@bl.is eða í síma 896 0404 (Hilmar). Ýmsar tegundir fótstiginna dráttar- véla, einnig úrval af allskonar búleik- föngum. Vélar og þjónusta. Reykja- vík, sími 5 800 200. Akureyri, sími 461 4040. Til sölu malarvagnar árg. ‘88 og ‘91. Einnig Volvo FL 12 8x4 árg. ‘96. Upplýsingar í s. 862 5702 og 862 5700. heilsa@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.