Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 22
Sundkennsla fullorðina hefur ekki hátt en reglulega eru þó haldin námskeið fyrir fullorðna í bættri sundtækni og eru sérstök nám- skeið haldin fyrir þá sem vilja ná tökum á skriðsundi. Þeir eru ófáir, sem sækja námskeiðin eftir lækn- isráði og hafa þannig betur í bar- áttu við bakverki og vöðvabólgu. Skriðsund reynir mikið á lungu og hjarta, sem byggir upp úthald og eykur brennslu, en hreyfingin er holl og reynir minna á háls sem hné en bringusundið. Matthildur Guðmundsdóttir íþróttakennari er í hópi þeirra leiðbeinenda sem sérhæfa sig í sundkennslu fullorðinna og segir hún námskeiðin afar fjölbreytt. „Ég kenni meðal annars skriðsund frá grunni,“ segir Matthildur. „Nemendur mínir búa yfir afar misjafnri sundgetu. Sumir eru ágætlega syndir og kunna að beita sér í vatninu, en aðra vantar herslumuninn upp á þessa ákveðnu tækni. Skriðsund er mik- ið tæknisund og þar af leiðandi snýst kennslan að mestu um tæknihreyfingar. Þetta eru grunn- námskeið og við förum hægt og varlega af stað en aukum síðan hraðann.“ Oft rætist langþráður draum- ur nemandans þegar viðkomandi fer að ná grunntökum á tækni- hreyfingum í skriðsundi, en Matthildur, sem einnig er kölluð Lóló, kennir jöfnum höndum hóp- um og einstaklingum. Hún bætir þó um betur og hefur þannig ein- nig haldið námskeið fyrir vatns- hrædda einstaklinga sem hafa orðið fyrir áföllum í vatni og eiga erfitt með að afmá minningar tengdri reynslunni. „Vatnsfælnir einstaklingar glíma oft við erfiða reynslu, sumum hefur verið hald- ið í kafi, öðrum verið hent út í laug ósyndum og svo koma ann- ars konar áföll til. Að hjálpa ein- stakling að yfirstíga vatns- hræðslu er afar gefandi og alveg sérþáttur. Sund er einfaldlega holl hreyfing og afar góð viðbót við aðra heilsurækt.“ ■ Brokkolí er sannkallaður gimsteinn fyrir þá sem vilja næringarríkt grænmeti. Það er afar ríkt af C vítamíni og járni, auk þess sem það inniheldur miklar trefjar. Í brokkolí eða spergilkáli fæst því mikið fyrir lítið þegar litið er til næringar. Umboðsaðili: Ýmus ehf. Arnheiður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur B.Sc IBCLC Sími 564-3607 · Fax 5643608 ymus@islandia.is · www.ymus.is Hitamælir sem sýnir örugga mælingu án þess að snerta barnið / einstaklinginn! NoTouch Hitamælir Útsölustaðir: Lyfja, Plúsapótek, Lyfjaval í Mjóddog Móðurást, Kópavogi Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur Sérhæfð í sundkennslu fullorðinna: Kennir skriðsund frá grunni Matthildur Guðmundsdóttir íþróttakennari og Þórólfur Árnason borgarstjóri Sundsprettur á dag kemur skapinu í lag Borgarstjórinn syndir í hverri viku: Er alsyndur á skriði Að loknum viðamiklum vinnudegi segir Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavíkur, enga slökun betri en hressilegan sund- sprett í góðri útilaug. „Ég syndi mikið og reyni að komast tvisvar til þrisvar í viku“ segir Þórólfur, aðspurður að leyndarmáli góðrar heilsu, en borgarstjórinn býr yfir fjölbreyttri sundtækni, sem hann segir jafn- framt hina bestu slökun og afar góða úti- veru. „Ég hef alla tíð sótt mikið í laugarnar og tók hér áður gjarnan bringusprett, en ég synti þá hratt og mikið. Bringusundið spennti upp á mér bakið og þannig var ég farinn að glíma við slæmsku í bakvöðvum. Dag einn heyrði ég svo það holla húsráð að besta andsvar við bakspennu væri hreinlega skriðsund.“ Eftir stuttlega umhugsun brá Þórólfur undir sig betri fætinum og skráði sig á námskeið í skriðsundi, sem hann segir hafa gefið sér yfirgripsmikla og skemmtilega þekkingu á þessum annars hraðskreiða stíl. „Að ná tökum á tækninni reyndist mér erfiðara en ég taldi í byrjun, en Lóló er listilega góður kennari og tókst að laða fram árangur af mikilli lipurð hjá nemum sínum.“ Þórólfur leggur þó áherslu á fjölbreytta sundtækni og þannig skiptir hann sundsprettum í bringu, bak og skriðsund. „Stundum liggur þó leiðin beint í pottana,“ segir hann jafn- framt. „Hrífandi eiginleiki sundstaðanna er sú staðreynd að þó oft ríki fjölmenni, er friður og ró allt um kring í sömu andrá. Þrátt fyrir að engin krafa liggi fyrir um rabb í pottunum, er ávallt hægt að taka upp þráðinn, ef menn vilja spjalla.“ Lengi hefur verið talið að áfeng- isdrykkja auki líkurnar á þvag- sýrugigt, og nú telja bandarískir vísindamenn sig hafa sannað það með könnun sem gerð var á tæp- lega 50 þúsund körlum á tólf ára tímabili. Þeir sem drekka mikinn bjór eru í meiri hættu en aðrir. Fólk sem drekkur hóflega af borðvíni virðist hins vegar ekki í meiri hættu en aðrir á að fá þvagsýrugigt. Talsmenn rann- sóknarinnar segja að þetta bendi til þess að fleiri efni en alkóhólið hafi þau áhrif að auka fram- leiðslu þvagsýru í líkaman- um. Einnig geti verið að fólk sem drekkur mikið af bjór borði einnig öðruvísi fæðu en þeir sem velja sér aðra drykki. Þvagsýrugigt er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi, en hún lýsir sér í bólgn- um liðum og verkjum. Þvagsýru- gigt leggst oft á einn lið í einu, oft stóru tána. Táin bólgnar þá og verður mjög aum. Sjúkdóm- urinn getur valdið þeim auka- kvilla að nýrnasteinar myndast. ■ Bjórinn hefur áhrif en hófleg léttvínsdrykkja ekki Því er ljóst að fleira en alkóhólið hefur áhrif á þvagsýrugigt. Áfengi og gigt: Bjór eykur líkur á þvagsýrugigt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.