Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 20. apríl 2004 3 CAMBRIDGE KÚRINN. Nýtt á Íslandi! Bæði til megrunar og uppbyggingar. Hefur öll vítamín að geyma sem líkaminn þarfnast. Verndar innri líffæri og vöðva. Viltu vita meira ? Heimsæktu þá heimasíðu okkar www.vaxtamotun.is eða í síma 894 1505 Karolína. eða 894 1507 Þóranna Vanafesta vegna hugsunarleysis Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM HEILSU LÍKAMA OG SÁLAR. Flest erum við að einhverju leyti föst í viðjum vanans. Eitt- hvað höfum við vanið okkur á sjálf, annað höfum við apað upp eftir öðrum án þess að hugsa. Slíkt hugsunarleysi getur gert það að verkum að við fram- kvæmum ýmislegt án þess að fyrir því liggi rökrétt ástæða. Gott dæmi um þetta er sagan af konunni sem skar alltaf báða endana af sunnudagssteikinni. Að- spurð sagðist hún ekki vita hvers vegna, mamma hennar hefði alltaf gert slíkt hið sama. Hún spurði mömmu sína og mamman sagðist hafa apað það upp frá ömmunni. Aðspurð sagði amman að fatið hefði á sínum tíma verið of lítið, þess vegna hafi hún skorið endana af steikinni. Önnur saga segir frá munkum sem urðu fyrir mikilli truflun frá ketti einum þegar þeir settust við morgunhugleiðslu. Ábótinn tók upp á því að gefa kettinum mjólk og mat og loka hann inni í herbergi meðan á hugleiðslunni stóð. Kötturinn vandist á þetta og kom alltaf þegar að bjallan hringdi. Ábótinn dó ári síðar en kötturinn hélt áfram að venja komur sínar í klaustrið í nokkur ár. Þegar kötturinn dó varð uppi fótur og fit. Munkarnir vissu ekki hvernig þeir ættu að geta hugleitt án kattarins. Þeir reyndu að finna annan kött og eyddu miklum tíma í að fá hann til að venja komur sínar í klaustrið án árangurs. Truflunin var allt í einu orðin að aðalatriði hugleiðsl- unnar. Næst þegar þú gerir eitthvað af gömlum vana, jafnvel í hugs- unarleysi, skaltu spyrja þig að því hvaðan hegðunin kemur og hvaða rökrétta hugsun liggi þar að baki. Ef þú finnur enga góða ástæðu, getur verið sniðugt að breyta um hegðun. gbergmann@gbergmann.is Ræktun erfðabreyttra afurða: Frestað um óákveðinn tíma Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að hefja megi ræktun erfða- breyttra maísplantna í landinu, með miklum fyrirvörum. Meðal annars yfirlýsingum um hugsan- legar skaðabótagreiðslur til breskra bænda sem orðið hafa fyrir mengun af völdum erfða- breyttrar ræktunar. Allri slíkri ræktun hefur hins vegar verið frestað um óákveðinn tíma. Þýska fyrirtækið Bayer CropScience hafði fyrirætlanir um að rækta maís sem væri ónæmur fyrir skordýraeitri. Fyrirtækið sakar bresk stjórnvöld um að gera rækt- un erfðabreyttra matvæla óarð- bæra þar sem undirbúningsferlið undir framleiðsluna yrði of langt. Þá hafi reglugerðir verið of óljós- ar og erfitt að átta sig á hvað þær fælu í sér. Nú þykir fyrirsjáanlegt að erfðabreytt bresk matvæli komist ekki á markað fyrr en í fyrsta lagi árið 2008. Umhverfisráðherrann Elliot Morley segir bresk stjórnvöld að- eins fylgja stefnu Evrópusam- bandsins í þessum málum, en rannsóknir hafa sýnt að 90% bresks almennings eru á móti erfðabreyttum afurðum og hafa stjórnvöld því farið mjög varlega í sakirnar. Neytendasamtökin hér á landi telja að ótti líftæknifyrirtækj- anna við skaðabótakröfur varpi skugga á staðhæfingar þeirra um að erfðatæknin sé örugg og ná- kvæm. Nýjar reglugerðir ESB, sem taka til merkinga, rekjan- leika, ábyrgðar, skaðabótaskyldu og afmörkunar hafi slegið veru- lega á metnaðarfull áform líf- tæknifyrirtækja í Evrópu. Ræktun erfðabreyttra afurða á erfitt uppdráttar í Evrópu Neytendasamtökin telja ótta líftæknifyrirtækjanna við skaðabótakröfur varpa skugga á stað- hæfingar um að erfðatæknin sé örugg og nákvæm. Klifurveggir á höfuðborgarsvæðinu Íþróttamiðstöðin Björk Haukahrauni 1, 220 Hafnarfirði Opnunartími Mánudaga til föstudaga kl. 9–23 Laugardaga og sunnudaga kl. 9–19 Opnir tímar með þjálfara Fimmtudaga kl. 18–20 Laugardaga kl. 13–15 Klifurhúsið Skútuvogi 1G, 104 Reykjavík Opnunartími Mánudaga til fimmtudaga kl. 17–22 Föstudaga kl. 17–21 Laugardaga og sunnudaga kl. 12–16 Tilsögn alla daga á fyrrgreindum opnunartíma Nánari upplýsingar er að finna á klifurhusid.is Kanadísk rannsókn: Hægt að minnka líkur á astma Hættan á langvarandi astma hjá tveggja ára börnum virðist minnka ef foreldrarnir reyna markvisst að forðast ýmsa áhættuþætti. Þetta kemur fram í skýrslu kanadískra vísindamanna frá Manitoba-há- skóla. 545 börn sem talin voru í áhættuhóp tóku þátt í könnuninni. Þeim var skipt í tvennt og hjá öðr- um hópnum var lagt upp úr því að forðast ryk, óbeinar reykingar og gæludýr. Börnin voru einnig látin vera lengur á brjósti og biðu for- eldrar lengur með að gefa þeim fasta fæðu. Um tveggja ára aldur var langvarandi astmi mun óalgengari hjá börnunum sem tóku þátt í átakinu heldur en hjá samanburð- arhópnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.