Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 28
BÍLDUDALUR: SJÁVARÞORP VIÐ ARNARFJÖRÐ Á SUNNANVERÐUM VESTFJÖRÐUM. ÍBÚAFJÖLDI: 233 ÞEKKTASTA DÓTTIR: Vala Flosadóttir stangarstökkvari. VEÐURFAR: Svokallað „Bíldu- dalslogn“ er rómað um allan Arnar- fjörð. NAFN Á FJALLVEGI: Hálfdán 510 m yfir sjávarmáli liggur milli Bíldudals og Tálknafjarðar. TILKALL TIL FRÆGÐAR: Bíldudals grænar baunir og handsteiktar kjöt- bollur í dósum var vinsæll matur á sjötta áratugnum. FYRIR INNVÍGÐA: Þekktasta lag komið frá Bíldudal er „Ég er frjáls eins og fuglinn“ með hljómsveitinni Facon og Jóni Ólafssyni. 20. apríl 2004 Þriðjudagur8 Vissir þú ...að sakamálahöfundurinn Agatha Christie hét fullu nafni Agatha May Clarissa Miller Christie Mallowan ...að algengasta nafn á krám í Englandi er The Red Lion eða Rauða ljónið ...að Emily Dickinson skrifaði meira en 900 ljóð en aðeins fjögur fengust birt meðan hún lifði ...að kóngarnir í venjulegum spilastokki eru kenndir við kon- unga úr sögunni, spaðakóngurinn er Davíð konungur, laufkóngurinn er Alexander mikli, hjartakóngur- inn er Karlamagnús og laufkóng- urinn Júlíus Cesar ...að aðeins hjartakóngurinn er ekki með yfirskegg ...að engar klukkur eru í spila- vítum í Las Vegas ...að augun í okkur stækka ekk- ert frá fæðingu, en nefið og eyrun hætta aldrei að vaxa ...að maurar falla alltaf á hægri hliðina þegar eitrað er fyrir þeim ...að flugfélagið American Arlines sparaði 40.000 dollara árið 1987 með því einu að sleppa einni ólívu í salatinu á fyrsta farrými ...að þú ert líklegri til að deyja vegna þess að þú færð kampavín- stappa í höfuðið en af banvænu skordýrabiti ...að bara menn og höfrungar stunda kynlíf sér til ánægju. Þú getur fengið allar nánari upplýsingar á www.sph.is eða hjá þjónustufulltrúum okkar Ánægðustu viðskiptavinirnir! Viðskiptavinir Sparisjóðsins eru þeir ánægðustu í bankakerfinu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni * Lánið skal vera á 1. veðrétti ** Gildir til 1.6.2004. Samkvæmt verðskrá SPH er lántökugjald 2,0% á lánum til allt að 5 ára, annars 2,5% af lánsupphæð Hjá SPH geturðu fengið sumarhúsalán til kaupa eða endurbóta á sumarhúsinu þínu • Lánið er til allt að 15 ára • Lánshlutfall getur verið allt að 60% af markaðsvirði sumarhússins • Lánið er tryggt með veði í sumarhúsinu* • Við bjóðum þér að velja um breytilega eða fasta vexti • 50% afsláttur af lántökugjaldi** SUMARHÚSALÁN SPH ar gu s – 0 4- 01 76 – með ánægju! Hvar vinnurðu? Ég vinn á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í Ráðhúsi Reykjavíkur og starfstitill minn er jafnréttisráðgjafi Reykjavík- urborgar. Í hverju felst starfið? Í stuttu máli má segja að í því felist að hafa yfirumsjón með framkvæmd stefnu Reykjavíkur- borgar um jafnrétti kvenna og karla, sinna framkvæmdastjórn fyrir jafnréttisnefnd Reykjavík- ur og veita borgarkerfinu öllu ráðgjöf um jafnréttismál. En við höfum víða sýn á þennan mála- flokk þannig að starfið mitt ber mig inn í ólíklegustu verkefni með innlendum eða erlendum samstarfsaðilum. Hvenær vaknarðu á morgnana? Í morgun vaknaði ég um sexleyt- ið, minnug fagurra fyrirheita frá því í gærkvöldi um að taka mér hressilega morgungöngu í blæð- andi morgunsárið, en ég lagðist á hina þegar ég heyrði vindinn gnauða í glugganum og fór ekki fram úr fyrr en sjöfréttirnar hljómuðu í útvarpinu. Hvað vinnurðu lengi? Ég keyri af stað upp úr átta, enda bý ég á Selfossi, og er oftast í vinnunni þangað til rúmlega fimm á daginn. Ef eitthvað mikið stendur til getur teygst úr því. Svo bætast oft við einhverjir við- burðir, sérstaklega um helgar, málþing eða ráðstefnur sem ég reyni að vera dugleg að sækja. Hvað er skemmtilegast við vinn- una? Allt, en þó sérstaklega að við því er búist af mér af mínum yfir- boðurum að í starfinu eigi sér stað nýsköpun, lærdómur og frumkvæði. Ég lít á starf mitt sem mikil forréttindi þar sem maður fær svigrúm og hvatningu til að þróa starfið og læra. Allt það góða samstarf sem ég hef átt við fólk úr öllum geirum samfé- lagsins er líka ákaflega dýrmætt. En erfiðast? Að átta sig á að sumir hlutir ger- ast hægt, og margt er óþolandi flókið. Maður þarf að kunna að láta tímann vinna með sér án þess nokkurn tíma að missa sjón- ar á markmiðunum. Hvað gerirðu eftir vinnu? Ég er yfirleitt með lengri vinnu- dag en maðurinn minn og keyrsl- urnar að auki svo það kemur í hans hlut að sækja yngri strákinn okkar á leikskóla og taka til kvöldmatinn, en hann er reyndar miklu betri kokkur en ég og hef- ur aldrei kvartað. En við reynum líka að nota þennan tíma til að fara yfir daginn með strákunum okkar og spjalla. Hvað gerirðu um kvöldið? Ég er heimsins latasta manneskja á kvöldin og ekki til stórræðanna eftir að synir okkar, 6 og 15 ára eru komnir í ró. Er að reyna að taka mig á og plata manninn minn með mér í gönguferðir á síðkvöldum, en það lukkast alltof sjaldan. Hvenær ferðu að sofa? Ég fer snemma í rúmið og er yf- irleitt steinsofnuð áður en klukk- an slær ellefu. Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar Vinnudagurinn Svipmynd LJ Ó SM YN D : H IL M AR G U Ð M U N D SS O N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.