Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 31
Bækur fyrir alla - allt árið FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA Kuggur flytur í nýtt hverfi þar sem hann kynnist Málfríði og mömmu hennar og ævintýrin taka að gerast. Fjórar skemmtilegar bækur um ævintýri Kuggs með nýjum myndskreytingum Sigrúnar Eldjárn. Á UPPHÁUM STRIGASKÓM Sigrún Eldjárn og ævintýri Kuggs Það er ýmislegt á döfinni hjá Sigrúnu Eldjárn, rithöfundi og myndlistarmanni, um þessar mundir. Hún er að senda frá sér fjórar bækur um Kugg og vini hans og af því tilefni verður haldin sýning á nýjum myndum og dagskrá um bækurnar hennar í Norræna húsinu á sumardaginn fyrsta kl. 14. Hún er líka tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna fyrir höfund- arverk sitt og svo verður hún fimmtug í byrjun maímánaðar. Í haust er svo væntanlegt framhald af Týndu augunum sem kom út fyrir síðustu jól og naut mikilla vinsælda. Fyrsta bók Sigrúnar, Allt í plati, kom út árið 1980. Hún segist ekki hafa skrifað mikið áður en hún byrjaði að gefa út, teiknað miklu meira, en þó man hún vel eftir fyrstu sögunni sinni sem enn er varðveitt: „Það er saga sem ég gerði þegar ég var sjö ára og tekur alveg hálfa stílabók. Hún heitir „Ennþá snjóar úti fyrir“. Ég held að það hafi aðallega verið titillinn sem þótti flottur, stuðlaður og allt.“ Fyrstu bækur Sigrúnar kynntu til sögunnar glænýja rödd í íslenskum barnabókum, var hún til dæmis ekki fyrst til að nota talblöðrur í barnabók? Um það er hún ekki alveg viss sjálf en finnst tilhugsunin greinilega skemmtileg. Hún segist hafa lesið mikið sem krakki og farið margar ferðir á gamla Borgarbókasafnið til að sækja sér bækur. Skyldi leynast áhrifavaldur í einhverju sem hún las? „Nei, enginn sérstakur, held ég. En ég gerðist áskrifandi að Andrési önd þegar ég var átta ára og las hann, og það hafði heilmikil áhrif á mig.“ Að lokum brennur bara ein spurning á spyrlinum, og því sama hafa lesendur Sigrúnar sjálfsagt stundum velt fyrir sér líka: Hvers vegna eru allir í alveg eins skóm í bókunum hennar? „Nokkrum árum áður en ég gerði fyrstu bókina mína var svolítil endurvakning á þessum gamaldags strigaskóm sem eru nokkurn veginn eins og þeir sem ég hafði á fótunum öll sumur sem krakki,“ segir hún. „Ég fékk mér eina eldrauða og notaði þá mikið og svo tóku fleiri pör við í öðrum litum. Krakkarnir í fyrstu bókinn eru í strigaskóm og allflestar persónur sem á eftir koma líka. Það má segja að þetta sé orðin nokkurs konar vinnuhagræðing, ég þarf þá ekkert að vera að hugsa um hvernig skórnir eiga að vera. Svo eru þeir líka svo fallegir.“ Sýningin í Norræna húsinu stendur frá 22. apríl til 2. maí. ÓÐHALARINGLA Systkinin Þórarinn og Sigrún Eldjárn sömdu saman bækurnar Óðfluga, Halastjarna og Heimskringla. Nú eru þær endurútgefnar í einni bók sem heitir því magnaða nafni Óðhalaringla. Þórarinn og Sigrún hlutu Barnabókaverð- laun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir tvær af þessum bókum 1992 og 1998. Galdrastelpurnar eru þær Will, Irma, Tanaee, Cornelia og Hay Lin. Fyrir ári síðan setti Vaka-Helgafell á fót Galdrastelpuklúbbinn þar sem áskrifendur fá send ævintýri þessara seiðmögnuðu stelpna í hverjum mánuði, eitt blað í senn. En upphafið að ævintýrum þeirra hefur aldrei verið gefið út á íslensku og nú kemur það út í bókarformi bæði fyrir áskrifendur og aðra. Eldforn íslenskur galdur, galdramenn og nornir er umfjöllunarefni Kristínar Helgu Gunnarsdóttur í Strandanornum, einni vinsæl- ustu íslensku barnabókinnni fyrir síðustu jól. Í viku bókarinnar kemur hún út í kilju – en það er nýmæli að fylgja vinsælum barnabókum eftir með kiljuútgáfu og er það ósk útgáf- unnar að framtakið falli í góðan jarðveg. En af hverju skyldi Kristín Helga hafa látið heillast af galdrinum? „Ég nærðist á íslenskum þjóðsögum sem barn og galdramenn, útilegumenn, huldufólk, álfar og tröll hafa sennilega alltaf verið heimilisvinir hjá mér. Áhugi á galdrasögum hérna heima og út um víða veröld varð svo kannski til þess að ég fór að huga aftur að gömlu galdrasögunum á Íslandi,“ segir Kristín Helga sem segist helst ekki láta Þjóðsögur Jóns Árnasonar fara úr sjónmáli. „Við eigum líka mýgrút af alvöru, íslenskum galdrastöfum sem voru bara í daglegri notkun og komu sér vel til ótal verka hér heima. Við eigum svo magnaðar sögur úr fortíðinni sem gera jafnvel skáldskapinn hversdagslegan.“ Í framhaldi af þessu liggur beinast við að spyrja hana hvort hún trúi á þessa galdra. Um það er hún ekki í neinum vafa: „Ég held að það hljóti allir að vera göldróttir. Að minnsta kosti hefur maður séð fólk framkvæma lygilegustu hluti sem því datt jafnvel aldrei sjálfu í hug að það gæti gert.“ FJÓRAR NÝJAR KUGGSBÆKUR Óðfluga, Heimskringla, Halastjarna heilög ritning allra barna, yrkingar sem engan sviku, ein á viku. Þær eru engu líkar, Galdrastelpurnar geta notað krafta sína til að takast á við alls kyns vanda. Hörkuspennandi sögur um kraftmiklar stelpur. WITCH – SKÓLADAGBÓK Nú er ekkert mál að halda utan um lærdóminn og tómstundirnar. Einstaklega flott bók fyrir hressar galdrastelpur, stútfull af alls kyns skemmtilegu efni og dagbók frá 1. júlí 2004 til 30. júní 2005. SPENNUKILJA FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Strandanornir Kristínar Helgu Gunnarsdóttur í kilju KOMDU NÚ KÓDA Teiknimyndin Björn bróðir hefur slegið í gegn í kvikmyndahúsum. Þessi bók fyrir yngstu lesendurna segir frá því hvað birnirnir eru að bralla. Norrænu barnabókaverðlaunin 2003 Kristín Steinsdóttir: Engill í Vesturbænum Verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 2003 Kristín Steinsdóttir: Engill í Vesturbænum Louis Sachar: Milljón holur (Anna Heiða Pálsdóttir þýddi) Verðlaun starfsfólks í bókabúðum 2003 Besta barnabókin 1. Sigrún Eldjárn: Týndu augun 2. Felix Bergsson: Ævintýrið um Augastein 3. Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Björgvinsson: Blóðregn IBBY-verðlaunin 2003 Brynhildur Þórarinsdóttir: Njála Bókaverðlaun barnanna 2003 Gerður Kristný: Marta Smarta Dimmalimm 2003 Brian Pilkington: Mánasteinar í vasanum VERÐLAUNABÆKUR Barnabækur Máls og menningar og Vöku-Helgafells hafa unnið til ótaldra verðlauna á síðustu árum. Hér eru aðeins talin þau verðlaun sem þeim hlotnuðust á síðasta ári. Fyrir þau allra yngstu KUGGUR 1 - N ÝIR VINIR KUGGUR 2 - Í SVEITINNI KUGGUR 3 – GEIMFERÐ KUGGUR 4 - P RINSINN OG DREKINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.