Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 36
16 20. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Snóker ■ Fótbolti BOLTINN SLEGINN Þjóðverjinn Rainer Schuettler slær boltann af miklu afli gegn Gustavo Kuerten frá Brasilíu í viðureign þeirra í fyrstu umferð á Monte Carlo mótinu í Mónakó. Schuettler vann leikinn í tveimur settum, 7-6 og 6-3. Tennis Vandræði hjá Scholes: Í þriggja leikja bann FÓTBOLTI Paul Scholes, leikmaður Manchester United, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir óíþróttamannslega fram- komu í leik gegn Middlesbrough í febrúar. Fyrir vikið mun Scholes missa af leikjum United gegn Charlton, Liverpool og Blackburn en liðið á í harðri baráttu um annað sætið í úr- valsdeildinni. Scholes, sem var rek- inn út af eftir að hafa ýtt Doriva hjá Middlesbrough, ætlar ekki að áfrýja banninu. Næsti leikur hans verður því væntanlega stórleikur gegn Chelsea 8. maí sem gæti ráðið úrslitum um annað sætið. ■ FÓTBOLTI „Draumur okkar er að komast áfram í þessari keppni,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna í fótbolta. „Engum hefur tekist að komast í úrslit í Evrópukeppni. Það er í boði hér og við ætlum að gera okkar besta til að komast alla leið.“ U19 kvennalandsliðið í fótbolta leikur í vikunni við Ungverja, Pól- verja og Þjóðverja í milliriðli Evr- ópukeppninnar. Keppnin fer fram í Póllandi og hefst í dag með leik Íslendinga og Ungverja í bænum Stróze. Á fimmtudag leikur kven- nalandsliðið við Pólverja í Gorlice og Þjóðverja á sama stað á laugar- dag. Sigurvegararnir í milliriðl- unum fimm komast í lokakeppn- ina í Finnlandi um mánaðamót júlí og ágúst auk tveggja þjóða sem ná bestum árangri þeirra sem lenda í öðru sæti riðlanna. Ólafur segir annað sætið gefa smá möguleika en það sé ekki það sem íslenska liðið spilar upp á. U19 kvennalandsliðið sigraði í sínum undanriðli í september. Þær unnu Letta 4-0, Slóvaka 5-3 og Tékka 1-0. Þjóðverjar, þrefald- ir Evrópumeistarar í þessum ald- ursflokki, sátu hjá í undanriðlum en Ungverjar unnu Ísraela og Búlgari en töpuðu fyrir Svisslend- ingum. Pólverjar unnu Slóvena og Tyrki en steinlágu, 7-1, fyrir Sví- um. „Þetta eru allt góð lið finnst þau eru komin í aðra umferð,“ sagði Ólafur. „Þjóðverjar sátu hjá vegna þess að þeir voru með stigahæsta liðið í þessu móti og tóku ekki þátt í fyrri umferðinni. Það er engin spurning að þeir eru virkilega sterkir og eitt sterkasta liðið í Evrópu. Við spiluðum við Pólverja 2002 og töpuðum fyrir þeim þá í leik sem við vorum ekki sátt við að tapa. Við eigum harma að hefna þar og ætlum að svara fyrir okkur. Við höfum spilað tvisvar við Ungverja og unnið í bæði skiptin og ætlum að taka þriðja skiptið núna. Sénsinn er alveg fyrir hendi og við eigum að vera af svipuðum styrkleika og þeir og svo er spurning hvernig Þjóðverjarnir eru.“ Í íslenska hópnum eru þær sex sem hafa leikið með A-landsliði. Björg Ásta Þórðardóttir og Dóra Stefánsdóttir léku sinn fyrsta A- landsleik árið 2002, Dóra María Lárusdóttir og Margrét Lára Við- arsdóttir í fyrra og Guðbjörg Gunnarsdóttir og Nína Ósk Krist- insdóttir léku gegn Skotum í síð- asta mánuði. „Það er svolítið síðan við höf- um átt svona reynt lið og þessar stelpur hafa líka leikið marga unglingalandsleiki,“ sagði Ólafur. „Við eru með mjög gott lið hérna og það gerir vonir okkar enn meiri um að markmið okkar náist. Þetta er góð reynsla og við ætlum að gera okkar besta til þess að komast eins langt í þessari keppni en svo verður bara að skýrast hvað við náum langt.“ „Við megum passa okkur á að gleyma okkur ekki. Við verðum að vinna fyrri leikina tvo til þess að eiga einhvern séns í lokaleiknum. Þetta er ekki auðvelt en ef við gerum þetta almennilega þá eig- um við séns,“ sagði Ólafur. „Þetta er bara skemmitlegt og mann- skapurinn er hress og sprækur. Við erum hér í 18 stiga hita og allt í góðum málum.“ ■ JAKOB OG ÓSKAR MEISTARAR Jakob Hrafnsson og Óskar Kemp sigruðu á Íslandsmótinu í tvímenningi í snóker sem háð var um helgina. Í öðru sæti lentu þeir Jóhannes B. Jóhann- esson og Jóhannes R. Jóhann- esson. Kristján Helgason og Konráð Ómarsson enduðu í því þriðja. PENNANT ÁFRAM HJÁ LEEDS Kantmaðurinn Jermaine Pennant verður hjá Leeds út þessa leiktíð en hann er í láni frá Arsenal. Penn- ant, sem er 21 árs, hefur verið í herbúðum Leeds síðan í ágúst. Kappinn hefur spilað 32 leiki með Leeds og staðið sig vel. Arsene Wenger hefur hrifist af frammi- stöðu hans og vill víst fá hann aft- ur á Higbury eftir þessa leiktíð. FÓTBOLTI Celtic varð skoskur meistari í 39. sinn eftir 1-0 sigur á Kilmarnock á sunnudag. Celtic varð jafnframt fyrst fé- laga til að tryggja sér þátttöku- rétt í riðlakeppni meistaradeild- ar UEFA á næstu leiktíð en skosku meistararnir sleppa í fyrsta sinn við að taka þátt í und- ankeppninni. Celtic varð fyrst skoskur meistari árið 1893. Félagið sigraði 29 sinnum í 1. deildinni og hefur tíu sinnum sigraði í úrvalsdeild- inni sem stofnuð var árið 1975. Sigurganga Celtic í vetur á sér ekki hliðstæðu í skosku úrvals- deildinni. Félagið hefur sigraði í 29 af 32 leikjum sínum, gert þrjú jafntefli, skorað 98 mörk en að- eins fengið á sig átján. ■ ■ Tala dagsins 39 PAUL SCHOLES Missir af næstu þremur leikjum Manchest- er United í ensku úrvalsdeildinni. MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR Markahæst með U19-liðinu með tíu mörk í tólf leikjum. Hún hefur einnig skorað átta mörk í sex leikjum með A-landsliðinu. LEIKIR ÍSLANDS 20. apríl Ísland - Ungverjaland 22. apríl Pólland - Ísland 24. apríl Ísland - Þýskaland Markverðir Sandra Sigurðardóttir (KS) Guðbjörg Gunnarsdóttir (Val) Aðrir leikmenn Björg Ásta Þórðardóttir (Breiðabliki) Dagmar Ýr Arnardóttir (Breiðabliki) Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiðabliki) Guðríður Hannesdóttir (Breiðabliki) Inga Lára Jónsdóttir (Breiðabliki) Sif Atladóttir (FH) Hallbera Guðný Gísladóttir (ÍA) Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (ÍA) Margrét Lára Viðarsdóttir (ÍBV) Sara Sigurlásdóttir (ÍBV) Katrín Ómarsdóttir (KR) Harpa Þorsteinsdóttir (Stjörnunni) Dóra María Lárusdóttir (Val) Dóra Stefánsdóttir (Val) Nína Ósk Kristinsdóttir (Val) Regína María Árnadóttir (Val) FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Draumur okkar að komast áfram U19 landslið kvenna leikur við Ungverja, Pólverja og Þjóðverja í milli- riðli Evrópukeppninnar í vikunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.