Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 38
18 20. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Fótbolti Á SEXTÁNDU HOLU Írinn Padraig Harrington slær annað högg sitt á sextándu holu á írska PGA-mótinu sem haldið var á St. Margaret-vellinum um helgina. Harrington sigraði á mótinu. Golf Petter Solberg, heimsmeistari í ralli: Bara ég og Marcus nógu klikkaðir RALL „Ég var á taugum á lokasprett- inum,“ sagði heimsmeistarinn Petter Solberg við norska dagblaðið VG eft- ir sigurinn í nýsjálenska rallinu. „Ég verð að viðurkenna að ég var stress- aður. Ég átti í vandræðum vegna dekkjanna en tók mið af tímunum hans. Ég hafði ágæt tök á þessu þó svo að Grönholm sé harður nagli.“ Solberg sigraði í fyrsta sinn á þessu ári eftir æsispennandi keppni við Marcus Grönholm. Solberg varð að lokum 5,9 sekúndum á undan Finnanum. Fjórir ökuþórar hafa skorið sig úr hópnum þegar fjórum keppnum er lokið en Solberg telur að slagur- inn standi milli sín og Grönholm. „Þetta verður mjög spennandi en ég held að bara ég og Marcus séum nógu klikkaðir, þegar til lengdar lætur,“ sagði Solberg. Blaðið spurði á móti hvort Märtin og Loeb væru ekki nógu harðir af sér. „Märtin hef- ur ekki drápseðlið sem til þarf,“ svaraði Solberg. „Loeb er fullkom- inn, gerir aldrei mistök en er ekki nógu kjarkmikill.“■ Monaco leikur kampavínsfótbolta Monaco og Chelsea leika í undanúrslitum meistaradeildarinnar í kvöld. Monaco skorar jafnan mikið á heimavelli en Chelsea hefur sigrað í öllum sex leikjum sínum á útivelli í vetur. REIÐSKÓLINN ÞYRILL REIÐSKÓLINN ÞYRILL Byrjendaflokkar barna og fullorðinna og pínulítið hræddra. Skráning í síma 896 1248 og 899 4600 Síðasta reiðnámskeið vetrarins hefst 20. apríl. FÓTBOLTI „Ef þeir eru í undanúrslit- um þýðir það að þeir eru gríðar- lega öflugir,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Monaco sem leikur við Chelsea í undanúrslit- um meistaradeildarinnar í kvöld. „Þetta félag hefur sigraði í öllum útileikjum sínum í meistaradeild- inni, hefur aðeins fengið á sig fimm mörk og hefur 25 eða 30 landsliðsmenn. Það getur verið að það sé ekki sami ljómi yfir þeim og Real Madrid en þeir verða okk- ur örugglega jafn erfiðir.“ Leikirnir við Chelsea verða á margan hátt endurfundir fyrir Deschamps. Hann lék með Chel- sea veturinn 1999 til 2000 og varð bikarmeistari með félaginu eftir 1-0 sigur á Aston Villa. Hjá Chelsea hittir hann einnig fyrir Marcel Desailly, gamlan vopnabróður með franska lands- liðinu og frönskum félagsliðum. Saman urðu þeir Evrópumeistar- ar með Marseille árið 1993, heimsmeistarar árið 1998 og Evr- ópumeistarar árið 2000 með fran- ska landsliðinu. Í kvöld leikur leikur eitt besta sóknarlið meistaradeildarinnar á heimavelli gegn besta varnarlið- inu. Monaco hefur skorað sautján mörk á heimavelli en Chelsea hef- ur aðeins fengið á sig eitt mark í sex útileikjum. Virðing þjálfara félaganna fyrir mótherjunum er gagnkvæm. „Þeir eiga gott lið, góða leikmenn og fjóra frábæra framherja,“ sagði Claudio Ranieri, framkvæmda- stjóri Chelsea. „Vinstra megin er Jérôme Rothen, frábær kantmaður, með frábæran vinstri fót. Hægra megin er Ludovic Giuly, töframað- ur eins Gianfranco Zola. Þetta er mjög gott lið sem spilar kampa- vínsfótbolta,“ sagði Ranieri. Eins og jafnan fyrir svona stór- leiki eru meiðsli og leikbönn hels- ta umræðuefnið. Miðvörðurinn Sébastien Squillaci leikur ekki með Monaco í kvöld en Shabani Nonda, markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar í fyrra, er leikfær að nýju. John Terry á við meiðsli í ökkla að stríða og var hvíldur í leiknum gegn Everton á laugardag. Chelsea verður hins vegar án Damien Duff, William Gallas og Celestine Babayaro en Claude Makelele verður líklega búinn að ná sér af hnémeiðslum. Makelele og Adrian Mutu eru hins vegar á hættusvæði vegna gulra spjalda. Fái þeir spjald í kvöld verða þeir í leikbanni í seinni leiknum. Markvörðurinn Carlo Cudicini er einnig einu spjaldi frá leikbanni en hann er enn meiddur á hönd og leikur ekki í kvöld. Eng- inn leikmanna Monaco á leikbann á hættu vegna gulra spjalda.■ PETTER SOLBERG Fagnar eftir sigurinn á Nýja Sjálandi. STAÐAN Í KEPPNI ÖKUÞÓRA Markko Martin (Ford) 26 Sébastien Loeb (Citroën) 25 Marcus Grönholm (Peugeot) 24 Petter Solberg (Subaru) 23 Francois Duval (Ford) 14 Carlos Sainz (Citroën) 13 LEIÐIN Í UNDANÚRSLIT Monaco C-riðill PSV Eindhoven ú 2-1 Fernando Morientes, Edouard Cissé AEK Aþenu h 4-0 Ludovic Giuly, Fernando Morientes 2, Dado Prso Deportivo La Coruña ú 0-1 Deportivo La Coruña h 8-3 Jérôme Rothen, Ludovic Giuly, Dado Prso 4, Jaorslav Plasil, Edouard Cissé PSV Eindhoven h 1-1 Fernando Morientes AEK Aþenu ú 0-0 2. sæti - betri árangur í innb við. v. PSV Sextán liða úrslit Lokomotiv Moskvu ú 1-2 Fernando Morientes Lokomotiv Moskvu h 1-0 Dado Prso Átta liða úrslit Real Madrid ú 2-4 Sébastien Squillaci, Fernando Morientes Real Madrid h 3-1 Ludovic Giuly 2, Fernando Morientes Mörkin (22): Fernando Morientes 7, Dado Prso 6, Ludovic Giuly 4, Edouard Cissé 2, Jaorslav Plasil, Jérôme Rothen, Sébastien Squillaci. Chelsea G-riðill MSK Zilina ú 2-0 Eiður Smári Guðjohnsen, Michal Drahno (sm) MSK Zilina h 3-0 Glen Johnson, Robert Huth, Jimmy Floyd Hasselbaink Sparta Prag ú 1-0 William Gallas Besiktas h 0-2 Lazio Roma h 2-1 Frank Lampard, Adrian Mutu Lazio Roma ú 4-0 Hernan Crespo, Eiður Smári Guðjohn- sen, Damien Duff, Frank Lampard Sparta Prag h 0-0 Besiktas ú 2-0 Jimmy Floyd Hasselbaink, Wayne Bridge Sextán liða úrslit Stuttgart ú 1-0 Fernando Meira (sm) Stuttgart h 0-0 Átta liða úrslit Arsenal h 1-1 Eiður Smári Guðjohnsen Arsenal ú 2-1 Frank Lampard, Wayne Bridge Mörkin (18): Eiður Smári Guðjohnsen 3, Frank Lampard 3, Wayne Bridge 2, Jim- my Floyd Hasselbaink 2, Hernan Crespo, Damien Duff, William Gallas, Robert Huth, Glen Johnson, Adrian Mutu, tvö sjálfsmörk mótherja. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Eiður Smári fagnar marki sínu gegn Arsenal í átta liða úrslitum ásamt Damien Duff. Eiður Smári og Frank Lampard eru markahæstir leik- manna Chelsea í Meistaradeildinni. MARKALAUST HJÁ GAUTABORG Hjálmar Jónsson lék allan leik- inn með IFK Gautaborg sem gerði markalaust jafntefli við Halmstad á heimavellli í þriðju umferð sænsku úrvalsdeildar- innar í gær. Í öðrum leikjum vann Malmö lið Elfsborg 5-1 á útivelli og Helsingborg og Djurgården gerðu 1-1 jafntefli. Gautaborg er í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Malmö.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.