Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 46
Hrósið 26 20. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR Rocky ... fær Þórunn Sigurðardóttir fyrir röggsama listræna stjórnun Listahátíðar í Reykjavík sem hef- ur skilað sér í endurráðningu hennar til fjögurra ára. Leitin að Sigurskáldinu færistnær takmarki sínu. Þjóðin hefur kosið og nú standa fjögur ungskáld eftir af átta sem hófu leik í keppni Fréttablaðsins og Eddu útgáfu síðastliðinn föstu- dag. Keppnisfyrirkomulagið var þannig að tvö ljóð hafa verið lögð fyrir dóm lesenda dag hvern síðastliðna fjóra daga og annað þeirra kosið áfram í sms- kosningu. Í fyrri umferð undanúrslita eigast við Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Kristín Ei- ríksdóttir og það er ykkar, les- endur góðir, að velja ljóðið sem þið viljið sjá í úrslitum á fimmtudag. Á morgun fer fram seinni undanúrslitaviðureignin en sjálft Sigurskáldið verður krýnt föstudaginn 23. apríl sem er dagur bókarinnar. ■ HVERNIG VELUR ÞÚ LJÓÐ? Til að kjósa þitt ljóð sendir þú einfaldlega SMS-skeyti, eitt eða fleiri Ef þú kýst ljóð Benedikts sendir þú SMS-skeytið JA L2 í númerið 1900* Ef þú kýst ljóð Kristínar sendir þú SMS-skeytið JA L4 í númerið 1900* Dregið verður úr innsendum SMS-skeytum á hverjum degi. Vinningshafi dagsins fær bók- ina Storm eftir Einar Kárason. * Hvert skeyti kostar 99 krónur Hringurinn þrengist ÁSTARGYÐJAN Tveir kynþokkafullir kettir drógu vagninn með fallegu brjóstin á flugi um himininn í leit að hinum fullkomnu höndum Þorvaldur Þorsteinsson: Agnarsmár snóker sem felur í sér und- urstóra mynd. Kristján B. Jónasson: Snarpt, flott ljóð með einfaldri mynd sem virkar eins og bein innspýting. Kolbrún Bergþórsdóttir: Myndin sem þarna er dregin upp er svo skemmilega samansett að maður getur ekki annað en lesið ljóðið aftur og aftur. Maður gefur ekki ókunnugum draumana sína perlurnar sínar maður eyðileggur ekki perlufestina sína til þess að gefa með sér maður hefur hana um hálsinn og vonar að hún slitni aldrei. Maður stingur ekki rýting í bök vina sinna maður stingur þá í hjörtun horfir djúpt í augu þeirra og lætur vaða. Maður elskar ekki fólk í alvörunni alvaran er að vera einn í myrkrinu drekka Tab og fróa sér maður elskar fólk í þykjustunni í stuttan tíma og forðar sér svo. Maður gerir ekki innkaupin sín í Hagkaup eða 10-11 maður verslar í Bónus kaupir sér horaðan kjúkling borðar hann hráan og vonast til að fá salmónellu til að þurfa ekki að vinna þurfa ekki að lifa. KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR (JA L4) Myndlistarkona og námsmaður í Berlín, fædd 1981. SÁLIN ER RAKKI SEM Á SKILIÐ AÐ ÞJÁST BENEDIKT NIKULÁS ANES KETILSSON (JA L2) Dagskrárgerðarmaður, fæddur 1974. Kristján B. Jónasson: Sadómasókískt viðbragð við miðstéttarruglinu. Tær snilld. Kolbrún Bergþórsdóttir: Það er svo grimm og sársaukafull tilfinning í þessu ljóði að manni stendur hreinlega ekki á sama. Þorvaldur Þorsteinsson: Maður gerir ekki svona ljóð nema hafa eitthvað að segja. Eins og Kristín. Upp með stuðið, Rocky! Það verður fullt af gellum í þessu partíi! Ég er hættur að spá í stelpur! Þessar skræku raddir þeirra, litlu föt og allt þetta vesen! Vá! Ætlarðu að verða hommi? Nei, ég er bara að þroskast! Þegar maður kemst á vissan aldur sér maður að kynlíf er ekkert til að leggja svona mikið upp úr! Hæ, Rocky! Ertu að fara í partíið hjá Írisi? VOFF! VOFF! VOFF! www.nanathaistore.com Sími: 896 3536 · 5881818

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.