Fréttablaðið - 21.04.2004, Side 1

Fréttablaðið - 21.04.2004, Side 1
● kveður eftir 30 ár á skjánum ▲ SÍÐA 43 Nýjasta tækni og vísindi ● spilar í norræna húsinu í hádeginu Dimitri Þór Ashkenazy: ▲ SÍÐA 28 Flakkar á milli heimshorna Vignir Guðjónsson: ▲SÍÐA 26 Allt morandi í Íslendingum LYFJAMÁL „Þetta er ekki svo einfalt, að menn geti bent á eitt lyf og sagt að það henti öllum, því miður,“ sagði Eggert Skúlason hjá Landssam- bandi hjartasjúklinga. Hækkanir á greiðsluhlutfalli sjúklinga í einstaka lyfjum mun hækka umtalsvert. „Hvernig geta einhverjir menn í heilbrigðisráðuneytinu verið til þess bærir að ákvarða hvaða lyf séu jafngóð handa sjúklingum með lífs- hættulega sjúkdóma?“ bætti hann við. „Við sættum okkur ekki við það hlutskipti að verða fórnarlömb í verðstríði milli ríkis og heildsala, því þetta er ekkert annað,“ sagði Eggert. „Við sættum okkur ekki við þetta lyfjaviðmið, að taka upp ríkis- lyf í algengum flokkum. Það er hvergi verið að nota þetta kerfi í ná- grannalöndunum, sem segir sína sögu. Það var lagt af í Noregi og tal- að um í Danmörku að taka það upp þar, en það var aldrei gert.“ Eggert sagði, að margir sjúk- lingar hefðu þurft að ganga í gegn- um langan feril meðan fundin hefði verið út lyfjablanda, sem hentaði hverjum og einum. Þar væru mörg lyf að vinna saman. Fólk væri að taka þrjú til fimmtán lyf á dag. Með aðstoð hjartasér- fræðinga fyndi hver og einn út þá blöndu sem hentaði best. Eggert kvaðst vilja vona að þeir sem stæðu í verðstríðinu veltu þeirri spurningu fyrir sér hvort aðgerðir af þessu tagi gætu haft alvarlegar afleiðingar. „Ég treysti mér ekki til að svara henni, en ótt- ast að þetta geti þýtt minni lífs- gæði fyrir einhverja.“ sjá nánar bls. 2 jss@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MIÐVIKUDAGUR BESTA PLATA Í HEIMI „THE BEACH BOYS - Útsetningar, upptökur og besta plata í heimi“ er yfirskriftin á fyrsta hlust- unarkvöldi Tíma, miðstöðvar fyrir tímalist- ir. Daníel Þorsteinsson, trommari í Maus, spilar tóndæmi og ræðir um Brian Wil- son, Pet Sounds, Good Vibrations og Smile. Hlustunarkvöldið verður í fundar- herbergi Klink og Bank, Stakkholti 2 og hefst klukkan 21. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VETUR KVEÐUR MEÐ HLÝINDUM Og það á öllu landinu. Hæglætisveður verður í dag og úrkomulítið eða jafnvel úr- komulaust, síst þó suðaustan til. Sjá síðu 6. 21. apríl 2004 – 108. tölublað – 4. árgangur ● fjármál Verslar í lágvöruverslunum Björgvin G. Sigurðsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS KÚVENDING Forsætisráðherra Bretlands, hefur lát- ið undan þrýstingi stjórnarandstæðinga og ákveðið að boða til þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stjórnarskrá ESB. Leiðtogi Íhalds- flokksins hæðist að þessari óvæntu stefnu- breytingu stjórnarinnar. Sjá síðu 2 BORGIN VILL SELJA Borgarstjóri telur raunhæft að ríkið kaup hlut Reykjavíkur- borgar í Landsvirkjun. Hluturinn er metinn á 20 milljarða króna í dag. Hreinar skuldir borgarsjóðs eru sex milljarðar. Sjá síðu 4 MÁLVERKAFÖLSUN Ríkissaksóknari sagði fyrir Hæstarétti að sakborningar í stóra málverkafölsunarmálinu, hefðu mátt vita að tugir málverka sem þeir létu selja væru fölsuð. Verjendur kröfðust frávísunar og sögðu brotið á mannréttindum sakborn- inga. Sjá síðu 8 15 MILLJÓNIR Bónus veitti í gær sext- án styrki til góðgerðamála í tilefni fimmtán ára afmælis verslanakeðjunnar. Styrkþegar voru líknarfélög, félagasamtök og einstak- lingar víðs vegar um landið. Sjá síðu 10 Hjartasjúklingar segjast fórnarlömb verðstríðs Mikið notað lyf sem lækkar blóðfitu mun hækka um 799 prósent til lífeyrisþega og allt að 222 prósentum til almennra sjúklinga eftir að viðmiðunarverð verður tekið upp um næstu mánaða- mót. Hjartasjúklingar segjast vera fórnarlömb verðstríðs milli stjórnvalda og lyfjaheildsala. Kvikmyndir 36 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 30 Sjónvarp 40 Þrjú frönsk herskip í Reykjavík: Almenningi gefst kostur á að skoða HEIMSÓKN Þrjú frönsk orrustuskip komu til hafnar í Reykjavík í gær og mun almenningi gefast kostur á að skoða eitt þeirra á fimmtudag, föstudag og laugardag. Um er að ræða þyrluskipið Jóhönnu af Örk og freigáturnar Georges Leygues og Primauget. Til að eiga kost á því verður að skrá sig með tveggja daga fyrirvara í franska sendiráð- inu og framvísa skilríkjum þegar gengið verður um borð. Einnig gefst áhugasömum tækifæri til að taka á móti liðsforingjaefnum í kvöldverð eða skoðunarferð um höfuðborgina og verður einnig að hafa samband við sendiráðið til þess. ■ ATVINNUMÁL Á annan tug íslenskra starfsmanna varnarliðsins verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót vegna minnkandi eftir- spurnar í þjónustustofnun flota- stöðvarinnar. Friðþór Eydal, upp- lýsingafulltrúi varnarliðsins, segir að búast megi við frekari hagræð- ingu á starfsmannafjölda á næstu mánuðum. 105 starfsmönnum hjá varnarliðinu var sagt upp störfum 1. desember. Friðþór segir að ekki sé hægt að segja nákvæmlega við hvað þeir starfa sem missa vinnuna þar sem uppsagnarbréfin verði ekki send út fyrr en rétt fyrir mánaðamót. Upp- sagnarfrestur starfsmannanna er frá einum og upp í sex mánuði. Í fréttatilkynningu frá varnarliðinu segir að þeir sem missi vinnuna verði veitt aðstoð við aðlögun og atvinnuleit. Veitt verði ráðgjöf vinnusálfræðings og aðstoð ráðn- ingarþjónustu starfsmönnunum að kostnaðarlausu. „Þetta er bara sárt. Fækkunin verður í þjónustustöðvum flota- stöðvarinnar vegna minnkandi umsvifa á vellinum,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir fulltrúa stéttarfélaganna koma fram sín- um sjónarmiðum í samráðsferli við varnarliðið en sá ferill er á trúnaðarstigi. Kristján segir at- vinnuleysi á Suðurnesjum vera rúm fjögur prósent og að þeir eigi og hafi átt Íslandsmet í atvinnu- leysi síðustu þrjú ár. „Atvinnuleysi hefur verið að minnka á svæðinu síðustu misseri og eru uppsagnirnar mjög slæmar fyrir þá þróun.“ ■ Íslandsmet í atvinnuleysi á Suðurnesjum: Enn uppsagnir á Vellinum Sigurður H. Richter: Réttarhöld yfir Saddam: Dómstóll skipaður ÍRAK Írakskir leiðtogar skipuðu í gær dómara og saksóknara sem ætlað er að rétta yfir Saddam Hussein, fyrrum forseta Íraks, og embættismönnum úr stjórn lands- ins. Salem Chalabi lögmaður, mennt- aður í Bandaríkjunum og frændi Ahmeds Chalabi, helsta leiðtoga Íraka, verður dómstjóri. Chalabi hefur tilnefnt sjö dómara og fjóra saksóknara. Dómstóllinn fær 75 milljónir dala eða sem nemur tæp- um 5,5 milljörðum króna til umráða fyrsta starfsárið. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær réttarhöld yfir Saddam hefjast, en hann var handtekinn í desember síðastliðn- um. ■ ● í fjölmiðlahönnun í danmörku FRAKKARNIR KOMNIR Rammíslenskt aprílveður tók á móti frönskum liðsforingjaefnum sem gengu á land í Sundahöfn í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.