Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 6
6 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.15 0.77% Sterlingspund 131.34 0.02% Dönsk króna 11.72 -0.36% Evra 87.22 -0.33% Gengisvísitala krónu 122,85 0,03% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 300 Velta 6.069 milljónir ICEX-15 2.655 0,16% Mestu viðskiptin Össur hf . 609.116 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 98.172 Pharmaco hf. 86.429 Mesta hækkun Hampiðjan hf. 8,77% Sæplast hf. 2,80% Síldarvinnslan hf. 1,50% Mesta lækkun Medcare Flaga -1,77% AFL fjárfestingarfélag hf. -1,28% Jarðboranir hf. -1,15% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.450,2 0,1% Nasdaq * 2.017,7 -0,1% FTSE 4.569,0 0,5% DAX 4.061,1 0,9% NK50 1.498,9 0,3% S&P * 1.134,7 -0,1% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hvaða skýring er á því að atvinnu-lausum hér á landi hefur fækkað tals- vert milli ára? 2Hvaða fyrrum heimsfrægi knatt-spyrnumaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi? 3Ein þjóð hefur ákveðið að draga her-lið sitt til baka frá Írak. Hvaða þjóð er það? Svörin eru á bls. 43 Kvennaathvarfið: Fleiri konur dvelja lengur KVENNAATHVARF Fjöldi dvalardaga kvenna og barna í Kvennaathvarfinu á síðasta ári tvöfaldaðist frá því árið áður samkvæmt ársskýrslu Kvenna- athvarfsins er gefin var út í gær. Fleiri konur og börn dvöldu einnig í athvarfinu 2003 en árið á undan. Dvalardögum fjölgði úr 741 í 1501 milli ára því konur dvöldu að meðal- tali lengur í athvarfinu á síðasta ári en árið á undan. Alls dvöldu sjötíu og þrjár konur í athvarfinu og fimmtíu og níu börn. Tvö hundruð og þrjátíu konur leit- uðu sér aðstoðar í athvarfinu á síð- asta ári og komu margar þeirra oftar en einu sinni. Flestar nefna andlegt ofbeldi og leit að stuðningi sem ástæðu fyrir komu sinni. Fleiri konur en árið áður fengu aðstoð vegna lík- amlegs ofbeldis, ofsókna og morðhót- ana. Einnig var aukning á komum vegna kynferðislegs ofbeldis. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að oftast sé það núverandi maki sem beiti ofbeldinu en það hafi þó færst í vöxt undanfarin ár að konur leiti aðstoðar vegna ofbeldis fyrrver- andi maka. Að meðaltali dvöldust á degi hverjum tvær konur og tvö börn í athvarfinu. Elsta konan sem leitaði til athvarfsins á síðasta ári var 86 ára og sú yngsta var 13 ára. Samkvæmt upplýsingum frá Kvennaathvarfinu er ávallt haft samband við barna- verndaryfirvöld þegar um svo unga konu er að ræða. Rúmlega átta af hverjum tíu kon- um sem leita til athvarfsins eru af höfuðborgarsvæðinu. ■ Kvarta undan Íbúða- lánasjóði við ESA Bankarnir telja að Íbúðalánasjóður skekkji lánamarkaðinn hér á landi. Niðurstöður Rannsóknarstofnunar í fjármálarétti benda til þess að al- menn íbúðalán Íbúðalánasjóðs stangist á við ákvæði EES-samningsins. LÁNAKERFIÐ Samtök banka og verð- bréfafyrirtækja hafa sent form- lega kvörtun til ESA, Eftirlits- stofnunar EFTA, vegna starfsskil- yrða Íbúðalánasjóðs sem samtök- in segja raska eðlilegri sam- keppni á lánamarkaði. Kvörtunin er send á grundvelli álitsgerðar sem Rannsóknarstofnun í fjár- málarétti við Háskólann í Reykja- vík vann fyrir samtökin. Í álitsgerðinni var tekin til skoðunar staða Íbúðarlánasjóðs gagnvart regl- um EES samn- ingsins. Jóhann- es Sigurðsson, forstöðumaður R a n n s ó k n a r - stofnunarinnar segir niðurstöðu skýrslunnar þá, að ýmis ákvæði reglna Íbúða- lánasjóðs fari í bága við EES- s a m n i n g i n n . „Þetta á einkum við um almennu lánin. Við teljum einnig að áform um hækkun láns- hlutfalls sé brot á skuldbinding- um EES.“ Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir að íbúðalán séu hluti kjarnastarf- semi fjármálafyrirtækja í ná- grannalöndunum. „Noregur er eina landið þar sem ríkið er á íbúðalánamarkaði. Þeim lánum er mun þrengri stakkur skorinn en almennum lánum Íbúðalána- sjóðs.“ Hann segir að raunvextir fari lækkandi hér á landi og inn- koma íbúðalána í bankakerfið myndi hafa áhrif til frekari lækk- unar raunvaxta. „Við teljum því að fjármálastofnanir muni geta boðið lán á sambærilegum kjörum og nú eru.“ Hann segir bankana ekki fetta fingur út í félagsleg lán til þeirra sem verst hafa efnin, eða sérstakar ráðstafanir vegna tiltekinna byggða. „Við teljum hins vegar að lán til almennra lán- takenda eigi að vera í höndum fjármálafyrirtækja.“ Markaðs- hlutdeild Íbúðalánasjóðs í lánum til einstaklinga var 53 prósent í fyrra og segir Guðjón að með hækkun lána í 90 prósent muni þessi hlutdeild vaxa enn frekar. Ríkisstjórnin beindi hækkun íbúðalána í 90 prósent til ESA. Guðjón segir kvörtunina innlegg í þá umræðu. „Við teljum að al- menn lán sjóðsins byggi ekki á undanþágum um félagsleg úr- ræði. Sjóðurinn hefur ekki þau einkenni og getur meðal annars veitt þeim meiri lán sem meiri efni hafa.“ Hann segir ríkis- ábyrgð íbúðalánasjóðs á almenn- um lánum skekkja samkeppnis- stöðu á íbúðalánamarkaði og úti- loka innkomu annarra. Það sé að mati samtakanna brot á EES- samningnum. haflidi@frettabladid.is 670 MILLJÓNIR Á KJÖRSKRÁ Alls tvær milljónir manna starfa einungis við eftirlitsstörf í kosningunum á Indlandi. Kosningar á Indlandi: Gengu nær snurðulaust INDLAND, AP Tugmilljónir Indverja gengu til kosninga í gær í fyrstu rafrænu kosningum sem fram fara í þessu stærsta lýðræðisríki heims. Munu um 670 milljónir greiða atkvæði sitt á þann máta næstu þrjár vikur en þörf var á þeim tíma til að löggiltir eftirlits- aðilar gætu fylgst með framvindu mála. Allt fór rólega fram að þessu sinni og var lítið um óeirð- ir eins og óttast var nema á stöku stað í norðausturhluta landsins. Tilkynnt var um alls fimmtán látna sem er langur vegur frá þeim rúmlega hundrað sem létust við síðustu kosningar á Indlandi. ■ FIMM PALESTÍNUMENN SKOTNIR TIL BANA Ísraelskar hersveitir skutu til bana fimm Palestínu- menn og særðu 33 í átökum sem brutust út eftir að palestínskir vígamenn skutu heima- gerðum eld- flaugum og sprengjum á landnema- byggðir gyð- inga á Gaza- ströndinni til að hefna fyrir víg Abdel Aziz Rantisi, leiðtoga Hamas-samtakanna. Palestínumenn dæmdir: Bætur vegna sjálfsmorðs- árásar JERÚSALEM, AP Dómstólar í Ísrael hafa skipað palestínskum yfirvöld- um að greiða sex ættingjum tveggja Ísraela sem létust í sjálfsmorðsárás Palestínumanns í maí 2002 sem svar- ar yfir 1,1 milljarði íslenskra króna í bætur. Þetta er í fyrsta sinn sem palestínskum stjórnvöldum er gert að greiða bætur vegna sjálfs- morðsárásar en talið er að úrskurð- urinn geti haft fordæmisgildi. Palestínsk stjórnvöld héldu ekki uppi vörnum þar sem þau líta svo á að ísraelskir dómstólar hafi ekki lög- sögu yfir Palestínumönnum. ■ OFBELDIÐ EYKST / SVIÐSETT MYND Í fyrra leituðu fleiri konur aðstoðar í kvennaathvarfinu vegna líkamlegs ofbeldis en árið áður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R VILJA ÍBÚÐALÁNIN Almenn íbúðalán í húsnæðiskerfinu stangast á við EES-samninginn. Þetta er niðurstaða álitsgerðar Jóhannesar Sigurðssonar, forstöðumanns Rannsóknarstofnunar í fjármálarétti við Háskólann í Reykjavík. „Noregur er eina landið þar sem ríkið er á íbúða- lánamarkaði. Þeim lánum er mun þren- gri stakkur skorinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R M YN D /A P ■ Ísrael
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.