Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 10
10 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR ÓLÍKIR HEIMAR Indversk hjón hvíla lúin bein fyrir utan nú- tímalega verslunarmiðstöð í Nýju Delí. Samið um orkuflutning vegna stækkunar Norðuráls: Landsvirkjun fjárfestir fyrir 6,6 milljarða ORKUMÁL Landsvirkjun þarf að fjár- festa í mannvirkjum fyrir 6,6 millj- arða króna til að geta flutt rafmagn til Norðuráls. Það er Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja sem sjá Norð- uráli fyrir rafmagni vegna stækk- unar álversins en flutningssvið Landsvirkjunar sér um flutninginn á því til Norðuráls. Samningur þar að lútandi var undirritaður í gær. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að samning- urinn marki tímamót. Hann sé sá fyrsti sinnar tegundar sem gerður sé á Íslandi eftir að ný raforkulög tóku gildi. Samkvæmt lögunum ber að skilja að flutningssvið og fram- leiðslusvið orkufyrirtækja og það var því Þórður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri flutningssviðs Landsvirkjunar, sem undirritaði samninginn fyrir hönd fyrirtækis- ins en ekki forstjórinn. Til þess að geta flutt raforkuna til Norðuráls þarf Landsvirkjun að fara út í milljarða fjárfestinu eins og áður sagði. Sú stærsta liggur í lagningu Sultartangalínu 3 sem mun liggja frá Sandfelli við Sultartanga að Brennimel í Hvalfirði.Undirbún- ingur framkvæmda er þegar hafinn og er gert ráð fyrir framkvæmdun- um verði lokið áður en uppkeyrsla Norðuráls hefst í byrjun ársins 2006. Reiknað er með að þörf skap- ist fyrir 270 ársverk meðan á fram- kvæmdunum stendur. ■ Fimmtán milljónir til góðgerðamála Bónus veitti sextán styrki til góðgerðamála í tilefni fimmtán ára afmælis verslanakeðjunnar. Styrkþegar voru líknarfélög, félagasamtök og einstaklingar víðs vegar um landið. Í tilefni af fimmtán ára afmæliBónuss gaf Jóhannes Jónsson fimmtán milljónir til sextán líkn- arfélaga, félagasamtaka og ein- staklinga víðs vegar um landið í gær. Meðal styrkþega var átröskun- arteymi Landspítala - háskóla- sjúkrahúss og tók Guðlaug Þor- steinsdóttir geðlæknir á móti einni milljón króna. Í samtali við Fréttablaðið sagði Guðlaug að styrkurinn yrði nýttur til kaupa á nýju tölvuforriti sem reynst hafi vel í meðferð við sjúkdómnum í Svíþjóð. Forritið er gagnvirt og hjálpar til við að leiðrétta hugsun- arvillur sjúklinga varðandi neyslu matar. Að sögn Guðlaugar skapast oft mikill vandi þegar átröskunar- sjúklingum er gefið að borða. Matur er veginn áður en hans er neytt og verja sjúklingar oft löng- um tíma í þrætur vegna þess að þeir telji að skammturinn sé stærri en þeim hefur verið skýrt frá. Tölvuforritið geri það meðal annars að verkum að sjúklingar geti ekki lengur véfengt þyngd skammtsins því tölvuvog sem tengd er við forritið sýni það svart á hvítu. Guðlaug sagði að enn fremur gerði styrkurinn starfsfólki átröskunardeildarinnar kleift að kynna sér meðferðarúrræði sem reynst hafi vel erlendis og heim- færa þau á íslenskar aðstæður. Hún benti jafnframt á að stefnt væri á að opna dagdeild átröskun- arsjúklinga á árinu og því kæmi styrkurinn sér vel við fjármögnun hennar. Barnageð, félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga, tóku einnig á móti einnar milljónar króna styrk. Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir, sálfræðingur og formaður Barna- geðs, sagði að styrknum yrði var- ið í að gefa út kynningarbækling og upplýsingablöð fyrir foreldra og almenning. Hún sagðist afar þakklát fyrir styrkinn og hann hefði mikið að segja fyrir starf Barnageðs. „Við lifum í samfélagi þar sem geðsjúkdómar eru að koma út úr skápnum og umræða er mikið að aukast. Geðsjúkdómar barna eru lítt þekktir og því er það afar mik- ilvægt að geta staðið að fræðslu um þá,“ sagði hún í samtali við Fréttablaðið. Jóhannes í Bónus sagði að styrkveitingin væri nokkurs kon- ar þakklætisvottur um hversu vel fyrirtækinu hafi verið tekið af almenningi. „Ef við fáum sömu móttökur og hingað til er engin spurning að við munum halda áfram að veita styrki til góðgerða- mála,“ sagði Jóhannes. Aðspurður sagði hann að styrkþegar hefðu verið valdir með tilliti til stað- setningu verslana víðs vegar um landið en fyrst og fremst hafi ver- ið kannað hvar þörfin væri fyrir hendi. sda@frettabladid.is BÓNUS VEITIR STYRKI TIL GÓÐGERÐAMÁLA Bónus veitti fimmtán milljónir til sextán einstaklinga, líknarfélaga og félagasamtaka í tilefni fimmtán ára afmælis verslanakeðjunnar. LEGA NÝRRAR SULTARTANGALÍNU Sultartangalínu 3 mun liggja frá Sandfelli við Sultartanga að Brennimel í Hvalfirði. Undirbúningur framkvæmda er þegar hafinn. Styrki hlutu Seltjarnarneskirkja Hrókurinn Átröskunarteymi Landspítala - háskólasjúkrahúss Einstök börn Barnageð - félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga Lauf - Landssamband áhugafólks um flogaveiki Umhyggja Minningarsjóður um Ásgeir Jónsteinsson Sigurvon á Ísafirði Hæfingarstöðin á Akureyri Hæfingarstöð í Kópavogi Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit Torfi Lárus Karlsson í Borgarnesi Þroskahjálp á Vesturlandi Brunavarnir á Héraði Þroskahjálp á Suðurnesjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.