Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 18
18 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR MÓTMÆLAAÐGERÐIR Í JAKARTA Indónesískur háskólanemi heldur á mynd af Ahmed Yassin, stofnanda og andlegum leiðtoga Hamas-samtakanna, sem skotinn var til bana af ísraelskum hersveitum í mars. Tugir háskólanema komu saman í miðborg Jakarta í gær til að fordæma vígið á Abdel Aziz Rantisi, eftirmanni Yassins. Ný reglugerð um kattahald á næstu vikum: Sektir fyrir óskráða ketti GÆLUDÝR „Með því að setja skrán- ingaskyldu á ketti ætti að nást utan um kattahald í borginni,“ sagði Kol- beinn Proppé, formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur- borgar. „Ef óskráður köttur næst, verður eigandinn að leysa hann út og borga sekt, rétt eins og gerist hjá hundaeigendum.“ Nefnd vinnur nú að setningu nýrra reglna um kattahald í Reykja- vík, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Er gert ráð fyrir að þær verði afgreiddar á allar næstu vikum frá borgarráði, en vinnu við þær lýkur líklega nú í vikunni. Kolbeinn sagði að vegna breyttr- ar reglugerðar um búfjárhald þyrftu sveitarfélögin að setja sér samþykktir um kattahald. Þær þyrftu að innihalda ákvæði um skylduskráningu, ábyrgðartrygg- ingu og ormahreinsun. „Ég tel persónulega, að ekki sé tilefni til að setja í reglugerð um kattahald bann við lausagöngu katta,“ sagði Kolbeinn. „Það er ekki allt slæmt við ketti og mér finnst að við eigum að hafa þannig umhverfi að allir geti lifað í sátt og samlyndi; dýrin og fólkið í borginni,“ bætti hann við. ■ FÉLAGSMÁL „Ég er mjög ánægð með niðurstöðu fundarins,“ sagði Kristín Róbertsdóttir, formaður Húsfélags Alþýðu, en vísaði ann- ars á lögmann félagsins. Styr hefur staðið um Húsfélag alþýðu, sem á sínum tíma varð til upp úr Byggingafélagi alþýðu, sem aftur hafði verið stofnað utan um byggingu verkamannabústaða í fimm fjölbýlishúsum. Stjórn húsfélagsins vildi fá samþykktar nýjar samþykktir fyrir félagið á aðalfundi í fyrradag. Það gekk þó ekki eftir þar sem fundurinn, sem var fjölmennur, samþykkti að þær skyldu lagðar fyrir kærunefnd fjöleignarhúsamála. Á fundinum kom fram nokkur gagnrýni á stjórn húsfélagsins. Meðal annars að húsfélagsgjöldin væru of há og skýringar vantaði á ýmsum atriðum fjármálalegs eðl- is. Þá kom fram, að félagið hefði tapað 400 þúsundum króna í húsa- leigu sem afskrifuð hefði verið á síðasta ári. Sú leiga átti að koma af einhverjum eigna húsfélagsins sem eru umtalsverðar. Um er að ræða íbúðir, sameignir og fyrrum verslunar- og þjónustuhúsnæði. Eitt af því sem gagnrýnt hefur verið er, að húsfélag sé jafnframt eignarhaldsfélag, sem eigi ríka eigin hagsmuni sem gengið geti þvert á hagsmuni húsfélagsins sem slíks. Í máli Sigurðar Helga Guðjóns- sonar, formanns Húseigenda- félagsins, á fundinum kom fram, að skylduaðild að húsfélagi væri bundin þröngt við viðkomandi hús. Það væri ekkert í lögum, samþykktum eða reglum sem skyldaði húseigendur til að hlekkja sig saman í svo stóru „holli“. Húsfélagið væri arfur frá gamalli tíð, „langt fram á horfinni öld“. Það væri barn síns tíma. Hann líkti því við „nátttröll, sem dagað hefði uppi, en gerði sér ekki grein fyrir því að tilvistartími þess væri löngu liðinn, þótt for- sendur félagsins og grundvöllur þess væri löngu horfinn“. Þó það ætti eignir þá þýddi það ekki að íbúðareigendur í hús ættu ein- hverja sögu sameiginlega til að hægt væri að skylda eigendur til að vera í einu félagi. Spurður hvað það þýddi að vísa samþykktum stjórnarinnar til kærunefndar, sagði Sigurður Helgi að allir félagsmenn ættu þess nú kost að koma athugasemdum og sjónarmiðum sínum á framfæri við nefndina. „Þá fjallar nefndin um að hvort þörf sé á að vera með svona stórt félag og hvort samþykktirnar haldi að öðru leyti,“ sagði hann. „Þetta var óskaniðurstaða, því í stað þess að keyra samþykktirnar í gegn eins og fyrirhugað var, er málið bremsað og fenginn opinber álitsgjafi til að leggja mat á samþykktirnar og grundvöll félagsins.“ jss@frettabladid.is Gölluð þurrmjólk: Tugir ung- barna létust KÍNA Tugir kínverskra ungbarna hafa látist af völdum vannæringar á undanförnum mánuðum eftir að hafa fengið gallaða þurrmjólk. For- sætisráðherra Kína, hefur fyrir- skipað opinbera rannsókn og heitið því að refsa framleiðendum þurr- mjólkurinnar. Hátt í 200 börn í Anhui-héraði veiktust eftir að hafa neytt vítamínssnauðrar þurrmjólkur og hafa að minnsta kosti sextíu þeirra látist. Rannsókn á einni tegundinni leiddi í ljós að hún innihélt aðeins um einn sjötta hluta þess magns af næringarefnum sem talið er nauð- synlegt ungbörnum. ■ ÓTRÚLEGT VERÐ! Bæjardekk Langatanga 1A 270 Mosfellsbæ Dekkið sf. Reykjavíkurvegi 56 220 Hafnarfirði Gúmmívinnustofan Réttarhálsi 2 110 Reykjavík Gúmmívinnustofan Skipholti 35 105 Reykjavík Hjólbarðastöðin ehf. Bíldshöfða 8 110 Reykjavík Hjólkó ehf. Smiðjuvegi 26 200 Kópavogi Höfðadekk ehf. Tangarhöfða 15 110 Reykjavík Hjólbarðaviðgerðin sf. Dalbraut 14 300 Akranes Hjólbarðaþjónusta Magnúsar Gagnheiði 25 800 Selfoss Réttingarverkstæði Sveins Magnússonar Eyrargötu 9 740 Neskaupstað Vélsmiðja Hornafjarðar hf. Áslaugarvegi 2 780 Höfn Bílaþjónustan hf. Garðarsbraut 52 640 Húsavík Bílaþjónustan hf. Dynskálum 24 850 Hellu WILD COUNTRY WILDCAT DURANGO POWER KING NORÐDEKK ROADSTONE WANLI MONTANA EUROWIN HJÓLBARÐAR ERU EITT VEIGAMESTA ÖRYGGISTÆKI BÍLSINS VERSLAÐU HJÁ FAGMÖNNUM VERÐDÆMI STÆRÐ VERÐ/STGR.155/80 R13 175/70 R13 175/65 R14 215/45 R17 225/45 R17 31x10,5 R15 33x12,5 R15 35x12,5 R15 3.980 kr. 4.687 kr. 5.173 kr. 11.800 kr. 13.800 kr. 13.900 kr. 14.500 kr. 14.900 kr. Eitt símanúmer! 580 1500 HRYÐJUVERKAMENN HANDTEKN- IR Í SVÍÞJÓÐ Sænska öryggislög- reglan, SAPO, hefur handtekið fjóra menn sem grunaðir eru um tengsl við íslömsk hryðjuverka- samtök. Að sögn talsmanns SAPO eru ekkert sem bendir til þess að fjórmenningarnir hafi verið að skipuleggja árásir í Svíþjóð. Mennirnir voru handteknir í Stokkhólmi og Malmö aðfaranótt þriðjudags. KRÓNPRINS NOREGS HEIMSÆKIR TANSANÍU Hákon, krónprins Nor- egs, fór í fjögurra daga opinbera heimsókn til Tansaníu. Prins- inn, sem er þrí- tugur, er heiðurs- sendiherra hjá Sameinuðu þjóð- unum. Hann mun fara á fund hátt- settra embættis- manna til að ræða um þróunar- verkefni. ■ Norðurlönd Hækkun hlutabréfa: Upp um fjórðung MARKAÐUR Úrvalsvísitala aðallista hefur hækkað um 25% frá ára- mótum í kjölfar 56% hækkunar á síðasta ári. Hækkunin hefur verið drifin áfram af bönkunum og fjár- festingarfélögunum sem öll hafa hækkað á bilinu 30–50% frá ára- mótum. Hlutabréfamarkaðurinn hefur nú hækkað nær stöðugt frá því haustið 2001. Hækkun hefur verið sérstaklega mikil frá síðasta hausti og hefur verið leidd áfram af stærstu félögunum. Greining Íslandsbanka segir markaðinn hafa tekið flugið eftir hálfsárs- uppgjör, sem voru betri en búist var við og gáfu góð fyrirheit um rekstur nokkurra af stærstu félögunum. ■ MESTA HÆKKUN FRÁ ÁRAMÓTUM Jarðboranir 76% Burðarás 51% KB banki 46% Landsbankinn 41% Kaldbakur 40% Íslandsbanki 33% SKYLDUSKRÁNING Nýjar reglur um kattahald í Reykjavík eru að líta dagsins ljós. Samkvæmt þeim ber að skrá alla ketti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FASTEIGNIR Húsfélag alþýðu á allmiklar fasteignir, þar á meðal á Hofsvallagötu 16, þar sem skrifstofan er staðsett, svo og á Bræðraborgarstíg og Ásvallagötu. Völd og umboð hússtjórnar í biðstöðu Völd og umboð stjórnar Húsfélags alþýðu eru í biðstöðu eftir að aðalfundur samþykkti einróma að vísa nýjum samþykktum til kærunefndar fjöleignahúsamála. Niðurstaða kærunefndar markar annaðhvort nýtt upphaf eða endalok félagsins í núverandi mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.