Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 24
FRAMTÍÐARREIKNINGAR Fyrir þá sem vilja huga að fjárhagslegri framtíð barna sinna eru bankabækur sem bundnar eru til átján ára aldurs vænlegur kostur. Á þessum reikningum er yfirleitt hámarksávöxtun sem bankinn býður en misjafnt er hvort krafist er lág- marksinnborgunar á mánuði. Slíka reikninga er yfirleitt hægt að stofna strax við fæðingu og allt að fimmtán ára aldri. Gjaldþrot einstaklinga: Geta kostað þá vini, heill og hamingju Hildur Friðleifsdóttir hdl. „Gullna reglan á að vera sú að ábyrgjast aldrei neitt nema maður treysti sér til að greiða það,“ segir hún. Allmargir Íslendingar lenda í því árlega að vera lýstir gjaldþrota. Það felur í sér að þeir hafa tapað öllum eignum sínum en skuldir þeirra eru líka af- skrifaðar. Þeir mega ekki eiga neitt næstu tíu árin og fyrirgreiðsla hjá fjármálastofnunum stendur þeim ekki til boða. Þeir eru í raun úr leik. Það eina sem þeir halda er réttur til launa fyrir vinnu sína á þessu tíu ára tímabili. Ættingjar hins gjaldþrota einstaklings missa oft mikið líka, jafnvel aleiguna ef þeir hafa skrifað upp á lánin hans. Því getur gjaldþrot kostað fólk vini, heill og hamingju. Það staðfestir Hildur Friðleifsdóttir, yfirmaður lög- fræðiinnheimtu Landsbanka Íslands. Hún segir reyndar suma taka þessu létt en aðrir nærri sér. Í öllum tilfellum leysi gjaldþrot þó fólk úr viðjum skulda við stofnanir og fyrirtæki. Ástæðurnar fyrir skuldunum segir hún margar og mismunandi. Fólk hafi kannski misst vinnuna eða heilsuna eða skrifað upp á fyrir einhvern sem hafi lent í því. Óhófleg eyðsla og ónóg fyrirhyggja sé nokkuð rík í okkur Íslendingum. Stundum sogist menn inn í eitthvað sem erfitt var að sjá fyrir. Ábyrgist kannski lán fyrir vini og fjölskyldu. „Gullna reglan á samt að vera sú að ábyrgjast aldrei neitt nema maður treysti sér til að greiða það,“ segir hún. En hvaða ferli fer af stað þegar einstaklingur verður gjaldþrota? Er þá búið að fara heim til hans og athuga hvað hann á? „Nei, þetta byrjar þannig að einhver sem hann skuldar sendir beiðni til sýslumanns um fjárnám. Ef engin eign er til að tryggja skuldina er gerðinni lokið með árangurslausu fjárnámi. Oft skuldar ein- staklingurinn víða og þegar árangurslaust fjárnám hefur verið bókað inn á vanskilaskrár getur hvaða kröfuhafi sem er óskað eftir gjaldþrotaskiptum.“ Hildur segir það matsatriði í hvert sinn hvaða upphæðir sé miðað við þegar óskað sé gjaldþrota- skipta. „Margt er skoðað og ekki bara fjárhæðin heldur einnig viðskiptasagan,“ segir hún. „Oft fara menn alltof seint af stað í að semja við lánardrottna því kostnaður hleðst fljótt á kröfuna og dráttar- vextir eru mjög háir á Íslandi. Þeir eru reiknaðir daglega. Þegar einstaklingurinn hefur fengið fjög- urra vikna frest og ekki tekist að semja á þeim tíma þá er hann úrskurðaður gjaldþrota í héraðs- dómi. Dómurinn skipar skiptastjóra sem er einhver lögmaður úti í bæ. Hann eignaleitar, líka aftur í tímann með hugsanlega riftun í huga því stundum hafa menn reynt að koma eignum undan og skrifa á ættingja eða vini og kunningja. Með tilkynningu í Lögbirtingarblaðinu skorar skiptastjóri á alla sem einstaklingurinn skuldar að senda sér kröfulýsing- ar, tekur kröfurnar saman og boðar til skiptafund- ar. Lýkur síðan sínu verki og auglýsir að skiptum sé lokið, lýstar kröfur í búið hafi verið X milljónir og svo og svo mikið hafi fengist upp í þær. Allur ferill- inn er skráður og fyrirtækið Lánstraust heldur utan um upplýsingarnar.“ Fr ét ta bl að ið /P je tu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.