Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 36
Nýlega hafa dómstjóri Héraðs-dóms Reykjavíkur og for- stjóri Barnaverndarstofu tekist á um það opinberlega hvernig best verði staðið að skýrslutökum af börnum sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðisbroti. Málið er fjölþætt en meðal annars er tekist á um staðsetningu skýrslutökunnar þannig að hags- munir barnsins séu í fyrirrúmi. Bæði hefur Héraðsdómur Reykja- víkur á að skipa sérútbúinni að- stöðu fyrir skýrslutöku af börnum en slík aðstaða er jafnframt fyrir hendi í Barnahúsi. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast mætti ætla að eingöngu væri tekist á um staðsetningu skýrslutökunnar en svo er ekki. Forstjóri Barna- verndarstofu hefur bent á að ekki væri síður mikilvægt að hafa í huga framkvæmd hennar, eða hvernig eigi að tala við börn vegna ætlaðs brots gegn þeim. Dómarar við Héraðsdóm Reykja- víkur hafa nýtt sér aðstoð lögregl- unnar í þessu samhengi og telur dómstjóri árangur af þeim skýrslutökum vera góðan. For- stjóri Barnaverndarstofu hefur hinsvegar bent á að starfsmenn Barnahúss séu sérþjálfaðir í skýrslutökum af börnum og dreg- ur í efa að þjálfun lögreglunnar sé nægjanlega sérhæfð til slíkra verka. Lagalegur grundvöllur skýrslutöku Jónas Jóhannesson, héraðsdóm- ari við Héraðsdóm Reykjaness, hefur nýlega lagt orð í umæðuna og ritað grein undir heitinu „Gleym mér ei“. Þar fjallar hann um þann lagalega grundvöll sem býr að baki framkvæmd skýrslu- tökunnar. Með breytingu á lögum um meðferð opinberra mála sem tóku gildi 1. maí 1999 færðist framkvæmd skýrslutöku í hendur dómara en var áður í höndum lög- reglu. Með þeirri lagasetningu var það sett í hendur dómara að velja staðsetningu skýrslutökunnar, ennfremur að nýta sér heimild sem hann hefur um að kveðja sér kunnáttumann til að framkvæma skýrslutökuna. Dómara er því í sjálfvald sett að ákveða hvar skýrslutakan fari fram og hann hefur einnig um það val hvort hann tali sjálfur við barnið eða kveðji kunnáttumann til þess. Þeg- ar kunnáttumaður tekur skýrslu af barni er það sem áður segir undir stjórn dómara sem getur beint til hans spurningum meðan á skýrslu- töku stendur. Markmið með þess- ari lagabreytingu var margþætt en eitt þeirra var að draga úr líkum á að börnum væri íþyngt með endur- teknum yfirheyrslum. Með því að færa skýrslutöku undir stjórn dómara, er gengið út frá því að að- eins einu sinni sé rætt við barnið. Framburður þess er tekinn upp á myndband og má leggja mynd- bandið fram fyrir dóminn við aðal- meðferð málsins í stað þess að kalla barn aftur fyrir, þótt for- dæmi séu fyrir því að slíkt hafi verið gert. Vegna þessa fyrir- komulags er mjög mikilvægt að rétt sé staðið að skýrslutökunni þannig að frjáls frásögn barnsins af eigin reynslu komi fram, skýr og ómenguð. Rannsóknir sýna að skýrslutaka af barni er einn vand- meðfarnasti og viðkvæmasti hluti hvers máls þegar kynferðisbrot eru rannsökuð. Er það ekki síst vegna þess að framburður barns er oft það eina sem hægt er að byggja framhald máls og lyktir á og sjaldan er annarri sönnun fyrir að fara. Rannsóknarviðtalið Sálfræði er vísindagrein sem byggir á ríkri rannsóknarhefð. Ein undirgreina hennar er réttarsál- fræði en rannsóknir sem snúa að börnum og réttarkerfinu fjalla meðal annars um getu barna til að bera vitni frammi fyrir dómi og hvað þurfi að hafa í huga þegar tekin er af þeim skýrsla. Sú aðferð sem sérfræðingar Barnahúss nota við skýrslutökur af börnum og hafa hlotið mikla þjálfun í kallast „rannsóknarviðtal“ og er þýðing á enska heitinu „forensic intervi- ew“. Þetta er viðtalstækni sem nota má hvort sem barn er álitið vera þolandi brots eða hefur orðið vitni að refsiverðu athæfi. Þess má geta að sérfræðingar Barnahúss eru þeir einu hér á landi sem hafa fengið þjálfun í notkun viðtalsins. Rannsóknarviðtal er annars eðlis en meðferðarviðtal. Með rann- sóknarviðtali er upplýsinga aflað í lagalegum tilgangi. Markmið þess er að afla áreiðanlegra og ná- kvæmra upplýsinga frá barni um staðreyndir málsins. Spyrjandinn á að vera hlutlaus og aðferðirnar sem notaðar eru byggja á fjölda rannsókna á atriðum sem stuðla að áreiðanleika vitnisburðar barna. Þær taka meðal annars mið af áhrifum spyrjanda á börn, er þá átt við þóknunaráhrif og áhrif leið- andi spurninga og er viðtalið hann- að með það í huga að koma í veg fyrir það. Uppbygging viðtalsins Í byrjun viðtals byrjar spyrj- andi á að kynna sig og kannar hvort barn geri greinarmun á sannleika og ósannindum. Það er beðið um að skilgreina hvað felist í því að segja satt og í framhaldi af því gerir spyrjandi samning við barn um að það segi einungis satt og rétt frá. Í rannsóknarviðtali gilda ákveðnar reglur og eru þær kynntar barni. Börn hafa tilhneig- ingu til að svara öllum spurningum fullorðinna jafnvel þótt þau viti ekki svarið. Það er því látið vita að „ég veit ekki“ er gilt svar. Einnig ef spyrjanda verður á að endur- taka spurningu þá er barni sagt að það sé vegna gleymsku en ekki vegna þess að hann sé að krefja barnið um annað svar en það gaf í upphafi. Að síðustu er barnið beðið um að leiðrétta spyrjandann hafi hann rangt eftir því. Rannsóknir sýna að hafi reglur viðtals verið kynntar barni, hjálpar það því að sporna gegn misvísandi og leið- andi spurningum. Að þessu loknu er farið fljótt í gegnum atriði sem kanna þros- ka og hugtakaskilning barnsins. Þetta er nauðsynlegt til að hægt sé að átta sig á hvar barn er staðsett í þroska með tilliti til reynslu og þekkingar. Það er spurt um litina, um röð daga og mánuða, árstíðir og hvort það kunni á klukku svo dæmi séu tekin. Þegar hugtakaskilningur er kannaður er spurt um eigin- leika og afstöðu hluta. Þetta eru hugtök á borð við þurrt/blautt, hart/mjúkt, fyrir framan/fyrir aftan og utan á/innan í. Eins og gefur að skilja er mikilvægt að kanna skilning barns á þessum hugtökum áður en lengra er haldið því skýri barn frá að brotið hafi verið gegn því eru miklar líkur á að einhver þessara hugtaka komi við sögu síðar í viðtalinu. Áður en umræða um hugsanlegt kynferðis- brot er opnuð er mikilvægt að kanna getu barns til að koma með frjálsa frásögn og minni þess af liðnum atburðum er kannað. Er það beðið að segja frá hlutlausum atburði svo sem venjulegum skóla- degi, afmælisdegi sínum og þess háttar. Þegar umræðan er færð að hugsanlegu broti er barnið spurt hvort það viti af hverju það sé mætt til skýrslutökunnar. Ef það veit það ekki er nauðsynlegt að gefa vísbendingar. Dæmi um það er að segja: “...sum börn koma hingað vegna þess að eitthvað hef- ur komið fyrir þau, viltu segja mér frá því?“ Er það gert án þess að um leiðandi spurningar sé að ræða, en með leiðandi spurningu er átt við spurningu sem felur í sér væntingar um eitthvert ákveðið svar. Frjáls frásögn Framvinda viðtals veltur á getu barnsins til að koma með frjálsa frásögn. Rannsóknir sýna að best sé að nota opnar spurningar í stað sérhæfðra til að fá fram frjálsa frá- sögn barnsins. Dæmi um það er: „...getur þú sagt mér betur frá því, ...hvað gerðist svo“ og svo framveg- is. Sérhæfðar spurningar eru not- aðar í kjölfar opinna spurninga í því skyni að fá fram nánari upplýs- ingar um atriði sem þegar hafa komið fram. Rannsóknir sýna að frásögn barna sem orðið hafa fyrir kynferðisbroti er oft og tíðum brotakennd og er það með aðstoð spyrjanda sem skýr og heildstæð mynd fæst. Má þar nefna atriði eins og tímasetning, tímaröð, staðsetn- ing og ekki síst eðli brots. Þegar spyrja þarf nánar um at- riði er það gert án þess að um leið- andi spurningar sé að ræða og reynir á þjálfun spyrjandans hér. Eins og alltaf þegar ræða á við börn þarf að ganga úr skugga um að þau skilji hverja spurningu og að ein- ungis sé spurt einnar spurningar í einu. Einnig er mikilvægt að barni sé gefinn nægur tími til að koma með frásögn sína. Algeng mistök spyrjanda eru að spyrja sérhæfðra spurninga fyrr en æskilegt er og áður en fullreynt hefur verið að fá fram frásögn barnsins með eigin orðum þess í kjölfar opinna spurn- inga. Þekking á rannsóknum nauðsynleg Titill þessarar greinar er „Það geta allir talað við börn“. Víst er það svo en mikilvægt er að hafa í huga í hvaða samhengi það er gert. Ef taka þarf skýrslu af barni í þeim tilgangi að fá fram rétt- mætar upplýsingar um ætlað kyn- ferðisbrot gegn því, er farsælast að aðilar sem til þess hafa fengið sérhæfða þjálfun sjái um fram- kvæmdina. Sú þjálfun felur ekki aðeins í sér þekkingu á viðtals- tækninni sem slíkri heldur einnig þekkingu á þeim kenningarlega bakgrunni sem aðferðirnar bygg- ja á og þeim aragrúa rannsókna sem til er um börn í réttarkerfinu. Þær gefa ljósa mynd af getu barna til að skýra frá reynslu sinni frammi fyrir dómi, út frá aldri, almennum þroska, þroskun minnis, frásagnarhæfni og al- mennri þekkingu svo fátt eitt sé nefnt. Þekking á ofantöldum at- riðum ásamt þjálfun í aðferðum viðtalsins, veitir spyrjanda nauð- synlegar forsendur til að mæta sérhverju barni sem boðað er til skýrslutöku af fagmennsku og hlutleysi, ásamt því næmi sem nauðsynlegt er þegar börn eiga í hlut. ■ 24 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN www.bilanaust.is Alkahólmælir 2.990 Alkahól- mælir þessi á alltaf að vera með í bílnum Dalvegi 16b • 201 Kópavogur • Sími 544 5570 • Fax 544 5573 • www.rsh.is • rsh@rsh.is Radíóþjónusta Sigga Harðar RSH.is VERSLUN • VERKSTÆÐI Taktu enga áhættu 1 6 0 8 /T A K T IK BARNAHÚS Í TEXAS Greinarhöfundur segir að sérfræðingar Barnahúss séu þeir einu hér á landi sem hafi feng- ið þjálfun í notkun rannsóknarviðtals við börn sem hafa orðið þolendur kynferðisbrots. Umræðan JÓHANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR ■ framhaldsnemi í sálfræði við HÍ sem hefur stundað rannsóknir á framburði barna í rannsóknarviðtali – skrifar: „Það geta allir talað við börn“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.