Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 45
33MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2004 Mónakó tók Chelsea í nefið Sneri jafntefli í unninn leik á lokasprettinum þrátt fyrir að vera einum manni færri. FÓTBOLTI Mónakó er komið með annan fótinn í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu eftir að hafa lagt Chelsea að velli, 3–1, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum á heimavelli í gærkvöld. Það var Króatinn Dado Prso sem kom Mónakó yfir á 17. mín- útu en argentínski framherjinn Hernan Crespo jafnaði metin fyrir Chelsea fimm mínútum síðar þegar hann setti boltann auðveldlega í netið eftir ágætan undirbúning hjá Eiði Smára Guðjohnsen. Hvorugt liðið náði að bæta við marki fyrir hlé en það dró til tíðinda á 53. mínútu. Þá fékk Grikkinn Vassilis Zikos í liði Mónakó að líta rauða spjaldið eftir viðskipti sín við Frakkann Claude Makelele og þótti mörgum það ansi strangur dómur. Leikmenn Mónakó féllu aftar á völlinn eftir að þeir voru orðnir einum manni færri og náði Chelsea yfirhöndinni. Þeim gekk þó illa að skapa sér almennilega marktækifæri þótt þeir væru miklu meira með boltann. Eiður Smári Guðjohnsen var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins í síðari hálfleik en honum tókst ekki frekar en félögum hans að skora. Þegar stórsókn Chelsea buldi sem hæst á marki Mónakó tólf mínútum fyrir leikslok náðu heimamenn skyndisókn, Fern- ando Morientes, sem er í láni hjá Mónakó frá Real Madrid, komst þá framhjá John Terry, varnar- manni Chelsea, og þrumaði boltanum glæsilega í nærhornið án þess að Marco Ambrosio, markvörður Chelsea, kæmi nokkrum vörnum við. Hafi það ekki verið nógu slæmt fyrir Chelsea þá kórónaði varamaðurinn Shabani Nonda kvöldið þegar hann skoraði þriðja mark Mónakó fjórum mínútum síðar eftir að hafa komið inn á nokkrum sekúndum áður. Mónakó fer því með tveggja marka forystu í í seinni leikinn á Stamford Bridge eftir tvær vikur og verður erfitt fyrir Chelsea að vinna upp þann mun. Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, vill sennilega gleyma þessum leik sem fyrst því að hann gerði tvær skiptingar í síðari hálfleik sem skiluðu engu. Hann setti hollenska framherjann Jimmy Floyd Hasselbaink inn á fyrir bakvörðinn Mario Melchiot og Robert Huth fyrir Scott Parker. Þessar skiptingar gerðu það að verkum að Chelsea missti tökin á leiknum og kannski möguleikann á því að komast í úrslitaleikinn. ■ Við eigum 5 ára afmæli á sumardaginn fyrsta Af því tilefni bjóðum við nokkur góð tilboð ADIDAS SUPERSTAR 10% afmælisafsláttur Pretador æfingafatnaður Eins og BECKHAM notar 10% afmælisafsláttur Öllum fótboltaskóm fylgir minifótbolti EM æfingatreyjur ENGLAND ÍTALÍA HOLLAND FRAKKLAND SPÁNN FJÖLDI GÓÐRA TILBOÐA “EKTA” leðurbolti Kr. 1.000.- st. 3 – 4 – 5 Landsliðstreyjur - Nú fer EM að byrja Tilboðin gilda til 24 apríl eða meðan birgðir endast. Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36, Reykjavík, sími 588 1560 www.joiutherji.is - sendum í póstkröfu Undanúrslit RE/MAX-deildar kvenna í handbolta í gær: Berglind lokaði Valsmarkinu í lokin HANDBOLTI Berglind Íris Hansdótt- ir var hetjan á Hlíðarenda í gær þegar hún varði sex síðustu skot Stjörnunnar í 23-22 sigri Vals í fyrsta leik liðanna í undanúrslita- einvígi RE/MAX-deildar kvenna í handbolta. Jelena Jovanovic varði alls 27 skot í marki Stjörnunnar en það dugði þó ekki til sigurs. Berglind Íris varði 18 skot í leiknum þar af sex á síðustu fimm mínútum leiksins. Önnur hetja Valsliðsins var fyrirliðinn Sigur- laug Rúnarsdóttir sem kom inn á, í stöðunni 7-9 fyrir Stjörnuna, eft- ir 20 mínútna leik og gjörbylti sóknarleik Vals til hins betra. Sig- urlaug skoraði alls 7 lagleg mörk úr 9 skotum en næst henni kom Árný Ísberg með 4 mörk og þær Gerður Beta Jóhannsdóttir og Elfa Björk Hreggviðsdóttir skor- uðu 3 mörk hvor. Elfa kom inn á eftir hlé og nýtti öll sín skot, það þriðja kom Val í 23-21 þegar 2:30 voru eftir og það var munurinn á liðunum í lokin. Hjá Stjörnunni átti Jelena frá- bæran dag í markinu, Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 7 mörk og átti 6 stoðsendingar að auki. Elísabet Gunnarsdóttir var illviðráðanleg framan af leik og skoraði öll mörkin sín 5 á fyrstu 36 mínútun- um og Sólveig Lára Kjærnsted skoraði síðan 4 mörk. ■ MÓNAKÓ FAGNAR MARKI Króatinn Dado Prso fagnar hér fyrsta markinu fyrir Mónakó í leiknum gegn Chelsea í gær. HART BARIST Á HLÍÐARENDA Mikil barátta einkenndi leik Vals og Stjörnunnar í gær eins og sjá má að ofan. Enska úrvalsdeildin: Dýrmætur sigur hjá United FÓTBOLTI Manchester United vann dýrmætan sigur, 2–0, á Charlton á Old Trafford í ensku úrvals- deildinni í gærkvöld. Það var franski framherjinn Louis Saha sem skoraði fyrra mark Manchester United á 28. mínútu og bakvörðurinn Gary Neville gulltryggði sigurinn með marki á 65. mínútu. Manchester United er enn í þriðja sæti deildarinnar með 71 stig, einu stigi á eftir Chelsea þegar fjórar umferðir eru eftir en Charlton er í sjöunda sæti með 48 stig, tveimur stigum frá fjórða sætinu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.