Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 46
kemur en líðan hans er betri en nokkur þorði að vona og lifir hann frekar eðlilegu lífi í dag. Réttar- höldin verða í desember. Út á við virðast Beckham-hjón-in enn mjög hamingjusöm jafnvel þó David hafi viðurkennt fyrir Victoriu að hafa sofið hjá Rebeccu Loos, spænskri aðstoðar- stúlku þeirra. Vict- oria hélt upp á 30 ára afmæli sitt á laugardag og hjónin hlógu og létu vel hvort að öðru. Þeir sem sáu til þeirra sögðust vera viss um að þau ætl- uðu ekki að skilja. Victoria minntist víst einu sinni á Rebeccu og sagðist ekki ætla að „láta þessa dræsu eyðileggja hjónaband sitt“. Til handalögmála kom á dögun-um á milli bræðranna Noel og Liam Gallagher er þeir lentu upp á kant í hljóðveri um daginn. Þar er Oasis að vinna að sinni sjöttu plötu og fóru þeir að rífast um upptökustjóra plötunnar. Vitni segjast ekki vera hissa ef þetta hafi verið kornið sem fyllti mæl- inn og að hljómsveitin hætti í kjöl- farið. Noel er víst kominn með hundleið á líferni litla bróður og vill ekki vinna með honum lengur. Leikkonan Lucy Liu hefur trú-lofast kærasta sínum til eins árs. Hann heitir Zach Helm og er rithöf- undur. Þau hafa ákveðið að halda litla brúðkaupsveislu þar sem bara vinum og vandamönnum verð- ur boðið. Liu segist vilja að brúðkaup þeirra verði róleg og persónu- leg stund og vill ekki líða eins og hún sé á tökustað bíómyndar. 34 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR KILL BILL VOL. 1 Bill: Do you find me sadistic? Yah know, I bet I could fry an egg on your head right now, if I wanted to. Now Kiddo, I’d like to believe that you’re aware enough even now to know there’s nothing sadistic in my actions, maybe towards those other... jokers, but not you. No Kiddo, this moment, this me at my most... masochistic. - Ræða illmennisins Bills rétt áður en hann skýtur byssu- kúlu í höfuð brúðarinnar, sem Uma Thurman leikur, í upphafi myndarinnar Kill Bill vol. 1 frá því í fyrra. Bíófrasinn Kjóll með ljósleiðara og ullargarni dýft í lím TÍSKA Athyglisverð tískusýning verður haldin í hátíðarsal Fjöl- brautaskólans í Garðabæ í kvöld klukkan átta. Sýningin, sem er hluti af lokaáfanga í fata- og textílhönnun á listnámsbraut skólans, er að sögn Bryndísar Sveinbjarnardóttur, eins nemend- anna, afrakstur þemavinnu sem unnið hefur verið að í allan vetur. „Þemað er „Veisla og veislu- höld“ með íslenskt landslag að leiðarljósi og var virkilega skemmtilegt að vinna að þessu,“ segir Bryndís og bætir við að „þótt sýningin sé partur af loka- áfanganum er tilefnið þó aðallega það að skólinn á 20 ára starfs- afmæli í ár og tilvalið að halda upp á það með þessum hætti. Sýn- ingin verður því með veglegasta móti í ár þar sem sýndur verður glæsilegur fatnaður, veggspjöld með tískuteikningum, borð- skreytingar í samræmi við hönn- un á fatnaði og myndasýning, auk þess sem veitingar verða á boðstólum.“ Bryndís segir að nemendurnir, sem eru þrettán talsins, verði að minnsta kosti með þrjá alklæðn- aði hver og sé hönnunin mjög fjölbreytt þótt unnið sé út frá sama grunnþema. „Sem dæmi má nefna kjól með ljósleiðara og heila fatalínu sem byggð er upp á ullargarni sem er dýft í lím og lát- ið harðna í ákveðnum formum og útkoman er mjög skemmtileg og óvenjuleg,“ segir hún, og nokkuð ljóst af þessari upptalningu að hugmyndaflugi nemenda eru lítil takmörk sett. „Ég hvet bara alla til að kíkja á sýninguna og sjá hvað ungir hönnuðir eru að gera í dag og við lofum skemmtilegri og upplífgandi sýningu,“ sagði Bryn- dís Sveinbjörnsdótir að lokum. ■ Besta plata í heimi TÓNLIST „Ólíkt málverki sem hef- ur enga framvindu eru hljóð- verk, kvikmyndaverk og tón- smíðar öll háð tíma á sinn ein- staka hátt,“ segir Birgir Örn Thoroddsen fjöllistamaður, einn þriggja stofnenda áhugafélagsins Tímans; miðstöðvar fyrir tíma- listir sem setur nú upp í samvinnu við Alex- ander McNeil og Birgi Örn Steinars- son viðburðaröð sem þeir félagar nefna tímakvöld. „Með þessum uppákomum reynir félagið að skapa heil- steyptan umræðu- grunn áhuga- samra um tímalistir. Í r a u n f ja l la kvöldin um allar þær listgrein- ar sem ganga út á tímann í einu eða öðru formi. Hvert kvöld hefur á sér ákveðinn brag, en ekkert þeirra er öðru líkt þrátt fyrir skyldleika umfjöll- unarinnar.“ H u g - myndafræð- in að baki tímakvöld- um byggir á m e ð f e r ð lista í formi tíma og rúms, en ís- lenska hug- t a k i ð sprettur af enska orðinu Time Based Art, regnhlíf- arnafni allra þeirra listgreina sem eru háðar t í m a . Þannig er tímakvöldun- um, sem verða átta talsins, skipt upp í þrjá meg- inþætti; h l u s t - u n , fyrir- lestra og tímabíó. Fyrsta tímakvöldið verður haldið nú í kvöld og ber yfirskriftina „The Beach Boys - Útsetningar, upptökur og besta plata í heimi“. Leikin verða meðal annars áður óútkomin tóndæmi af væntanlegri breið- skífu sveitarinnar, SMILE, sem hefur verið í smíðum í ein 38 ár og kemur út nú í haust. Þá verð- ur næsta kvöld Tímans, sem haldið verður miðvikudaginn 28. apríl, tileinkað plötuklóri, plötuspilaralist og kvikmynd- inni Scratch, sem var m.a. til- nefnd til verðlauna á Sundance- kvikmyndahátíð- inni fyrir skemmstu. B i r g i r s e g i r dægurmenn- ingu síður en svo lág- s t e m m d a og þannig kristallist að- d á u n a r v e r ð tækni oft í upptöku- tækni og hljóðútsetningu. „Ólíkt því sem áður var, vinna ólíkir miðlar náið saman í dag, allt fyrir tilstilli tölvuvæð- ingarinnar. Ákveðin eliment innan listarinnar innihalda þannig oftar en ekki, flókna fléttu mynd- og hljóðlistar. Á vettvangi sem þessum tekst okkur vonandi að kryfja til mergjar hvernig þessir ólíku miðlar skarast.“ Aðgangur er ókeypis, en kvöldin eru opin öllum áhuga- sömum og eru haldin í skrif- stofuhúsnæði KlinK & BanK, að Stakkholti 2. ■ BIRGIR ÖRN THORODDSEN FJÖLLISTAMAÐUR Dægurmenning er síður en svo lágstemmd. af fólkiFréttir Krabbameinssjúki strákurinnsem sakað hefur Michael Jackson um kynferðislega áreitni er og verður nægilega heilsu- hraustur til þess að bera vitni gegn popparanum í komandi rétt- arhöldum. Saksóknarar í málinu óttuðust að hann myndi jafnvel deyja áður til réttarhaldanna BRYNDÍS SVEIN- BJARNARDÓTTIR Er ein þeirra þrettán nemenda sem sýna hönnun sína í hátíðar- sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.