Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 48
KVIKMYNDIR Brúðurin blóðuga á þrjá eftir á dauðalistanum sem hún gerði í fyrri hluta Kill Bill. Hún er búin að kála tveimur af fyrrum samstarfsmönnum sínum og á tvo eftir, áður en hún snýr sér endanlega að fyrrum yfirmanni sínum, elskhuga og barnsföður... Bill. Þær O-Ren Ishii og Vernita Green fengu að kenna á því að taka þátt í svikum glæpaforingj- ans sem réðst inn í giftingarveislu brúðarinnar og drap alla við- stadda. Bill skaut svo ófríska brúðurina í höfuðið. Einhvern veginn lifði hún það af og vaknaði sex árum síðar og barnið horfið. Hún dró þá ályktun að það hefði látist, en eins og þeir sem hafa séð fyrri myndina muna greindi Bill frá því í lok hennar að dóttir henn- ar væri á lífi. Næstir á dauðalistanum eru Budd (leikinn af Michael Madsen) og Elle Driver, eineygða og morð- óða kvendið sem komst næst því að kála brúðinni með banvænni sprautu í fyrri myndinni. Eftir að þau fá sitt snýr brúð- urin sverðsoddi sínum að Bill og hann er ekkert lamb að leika sér við. Seinni hluti Kill Bill er sagður minna blóðugri en sá fyrri. Einnig virðist myndin ætla að fá betri dóma gagnrýnenda, í heildina litið, en mörgum ofbauð blóðbað síðustu myndar. Í þessari mynd er meiri áhersla lögð á persónu- sköpun og lífleg samtöl. Þannig fá áhorfendur að kynnast mýkri hlið á brúðinni en sást í fyrri myndinni. Hún er nefnilega víst ekki alltaf jafn kaldrifjuð tík og kom fram síð- ast. Myndin rauk beint í efsta sæti í Bandaríkjunum þeg- ar hún var frumsýnd um síðustu helgi. Kannski ekki við öðru að búast miðað við gæði fyrri mynd- arinnar. Sjálfur hefur Quentin Tar- antino leikstjóri lýst fyrri mynd- inni sem „sínum austra“ og þeirri seinni sem „sínum vestra“. Það er því meira sameiginlegt með Clint Eastwood og brúðinni en margir halda. ■ Þótt ótrúlegt megi virðast erþað ekki sjálfsagt mál að sýna tilfinningar sínar úti á götu í Malasíu. Þessu komst ungt kín- verskt par að á dögunum þegar það var handtekið fyrir „ósæmi- lega hegðun“ eftir að hafa verið að kyssast á bekk í einum af görð- um höfuðborgarinnar Kuala Lumpur. Atvikið átti sér stað í fyrra og nú þarf parið að mæta fyrir dóm- ara til þess að svara fyrir sakir sínar. Verði þau fundin sek þurfa þau annaðhvort að borga sekt upp á 40 þúsund krónur eða dúsa bak við lás og slá í heilt ár. Þau Ooi Kean Thong og Siow Ai Wei gerðu sér ekki grein fyrir þessum ströngu siðareglum landsins. Lögreglumennirnir sem handtóku þau segja að þau hafi „misst stjórn á sér“ og faðmast ítrekað og kysst. Þau segjast þó aðeins hafa verið að lesa en viðurkenna að hafa haldist í hendur þegar lög- reglan handtók þau. Þau segja að sakirnar gegn þeim hafa verið ýktar eftir að þau neituðu að múta lögreglu- mönnunum. Lögmenn parsins hafa kært lög- reglumennina fyrir spillingu. ■ 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR KOSSAFLENS Vill einhver gjöra svo vel og kalla á lögregluna? Kærð fyrir að knúsast og kyssast Frumsýnd í dag: Bill deyr í dag Skrýtnafréttin ■ Kínverskt par þarf að mæta fyrir dómara og svara til þeirra saka að hafa verið að knúsast og kyssast á almannafæri. KILL BILL VOL. 2 Brúðurin á þrjá eftir af lista sínum, en þarf að berjast við fleiri áður en hefnd hennar verður fullkomnuð. QUENTIN OG DARYL Quentin átti það víst til að breyta fyrirfram æfðum bardagasenum á síðustu sekúndu. Dar- yl Hannah lærði heilmörg brögð í bardagalistinni, sem hún notaði svo aldrei. DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM KILL BILL VOL. 2 Internet Movie Database - 8,4 /10 (123. sæti - bestu myndir allra tíma) Rottentomatoes.com - 87% = Fersk Metacritic.com - 80 /100 Entertainment Weekly - A Los Angeles Times - 4 stjörnur (af fimm)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.