Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 55
Fréttiraf fólki 43MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2004 www.nanathaistore.com Sími: 896 3536 · 5881818 Pondus eftir Frode Øverli Gamli kántríjaxlinn og leikar-inn Kris Kristofferson mun sem kunnugt er heiðra landann með nærveru sinni í júní og treð- ur upp á tónleikum í Laugardals- höllinni þann 14. þess mán- aðar. Að- standendur tónleikanna eru nú á fullu við að undirbúa miðasöluna, sem hefst um mánaða- mótin, en stefnt er að því að allir landsmenn hafi greiðan aðgang að miðum. Eingöngu verður selt í sæti og miðinn mun kosta 4.500 krónur. Kristofferson er ekki vanur því að hafa upphit- unarhljómsveitir þegar hann heldur tónleika og tók því frekar fálega í upphafi þegar þess var farið á leit við hann að KK og Ríó tríóið myndu hita upp. Kappinn skipti hins vegar um skoðun eftir að hafa hlustað á Íslendingana en hann fékk senda geisladiska til Havaí þar sem hann er búsettur. Kristofferson hlustaði á her-legheitin með eiginkonu sinni til margra ára, Lisu, og sendi síð- an tónleikahöldurum á Íslandi tölvupóst þar sem hann sagði: „This sounds like a great even- ing... we look forward to both ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Margir ákváðu að mennta sig. Diego Armando Maradona. Spánn. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt: 1 pár, 5 tré, 6 skóli, 7 tveir eins, 8 ambátt, 9 þung byrði, 10 bardagi, 12 gruni, 13 bugt, 15 keyr, 16 helgimynd, 18 atlas. Lóðrétt: 1 staður á Reykjanesi, 2 bein, 3 jökull, 4 matur, 6 ískra, 8 kínverji, 11 kven- dýr, 14 í hálsi, 17 enskt smáorð. Lausn Lárétt: 1krot,5eik,6ma,7ff, 8man,9 farg,10at,12óri,13vík,15ak,16íkon, 18kort. Lóðrétt: 1keflavík,2rif, 3ok,4hangiket, 6marra,8maó,11tík,14kok,17no. „Þátturinn verður ekki lengri að sinni, verið þið sæl“ Í dag eru líklega til heilu kyn-slóðirnar hér á landi sem eru vanar því að sjá andlit Sigurðar H. Richter á mánudagskvöldum í Sjónvarpinu. Hann hefur stýrt þættinum Nýjasta tækni og vís- indi í 30 ár en ákvað á dögunum að segja starfi sínu lausu. Það er þó ekki eins og Sigurður hafi ekkert að gera, þó að hann hafi yfirgefið skjáinn. „Þetta var bara aukastarf,“ segir Sigurður sem er dýra- fræðingur að mennt. „Ég hef verið sérfræðingur á tilrauna- stofu Háskólans í meinafræði á Keldum í 33 ár. Byrjaði þar árið 1971 og svo kenni ég uppi í Há- skóla. Mér fannst 30 ár í sjón- varpi vera orðinn dágóður tími og þetta bara orðið nokkuð gott.“ Í dagstarfi sínu vinnur Sigurður meðal annars við það að rannsaka sníkjudýrasýkingar í búfé. Forveri Sigurðar í sjónvarp- inu var Örnólfur Thorlacius. „Hann var með útvarpsþátt um vísindi og rannsóknir. Á öðru starfsári Sjónvarpsins, árið 1967, var hann svo beðinn um að taka að sér þáttinn sem hlaut strax þetta nafn. Örnólfur sá einn um þáttinn til ársins 1974 en þá gekk ég til liðs við hann. Árið 1980 tók hann við stöðu rektors í Hamrahlíð og ég tók við,“ segir Sigurður fræðilega. Þátturinn hefur síðustu ár bara verið í vetrardagskrá og var þátturinn á mánudagskvöld- ið síðasti þáttur vetrarins. Sjónvarpið hefur ekki tekið ákvörðun um það ennþá hvort þátturinn eigi sér eitthvað fram- haldslíf eftir fráhvarf Sigurðar en sjálfur vonast hann til þess að Sjónvarpið haldi áfram að sinna vísindaumfjöllun á ein- hvern hátt. Athygli vakti að Sigurður lauk ekki síðasta þættinum með frægum lokaorðum sínum. Við reynum að bæta úr því hér: „Þátturinn verður ekki lengri að sinni, verið þið sæl“. ■ Hvernig gengur svo með gelluna? Ég dömpaði henni í síðustu viku! En hjá þér? Ég er ennþá með Gulla... en það gengur ekkert alltof vel hjá okkur núna... Nú, er það? Hann er svo afbrýðisamur að hann treystir mér ekki fyrir fimm aura! Hann heldur að ég ætli að sofa hjá öllum körlum sem ég tala eitthvað við! Ertu að segja að ég hafi staðið hérna á svölunum og hlustað á þig í klukkutíma í algjöru tilgangsleysi?? Það er lágmark að fá að minnsta kosti að þukla svolítið á þér! SIGURÐUR H. RICHTER Á mánudaginn var haldið partí til heiðurs Nýjastu tækni og vísindum. „Ég hafði nú gaman af því og líka að fá kveðju frá Spaugstofunni,“ segir Sigurður, en flestir fjölmiðlar landsins hafa fjallað um fráhvarf hans af skjánum. „Ég hef fengið fullt af tölvupóstum og það hafa verið mikli viðbrögð.“ Sjónvarp SIGURÐUR H. RICHTER ■ ákvað að hætta sem umsjónamaður Nýjastu tækni og vísinda eftir 30 ára starf. acts then! Cheers, Kris and Lisa,“ sem þýðir: þetta hljómar vel og við bíðum spennt eftir báðum at- riðunum. Bestu kveðjur, Kris og Lisa. Svo mörg voru þau orð en við þetta má bæta að Kristoffer- son er óvenju hlédrægur þegar það kemur að sérþörfum en eins og alþjóð veit á fræga fólkið það til að vera með allskonar tiktúrur og sérþarfir en það eina sem Kristofferson fer fram á er að ávaxtakarfa verði á hótelher- bergi hans. DANSARI Í LYON OPERA BALLET Óperuballettinn í Lyon sýnir nú Tricodex í New York. 25 dansarar taka þátt í sýningunni sem þurfa á 90 mínútum að klæðast 150 búningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.