Fréttablaðið - 22.04.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 22.04.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FIMMTUDAGUR SUMARDAGURINN FYRSTI Hátíðarhöld verða víðs vegar um land í tilefni af sumardeginum fyrsta. Mikið verður að gerast í Reykjavík í tengslum við hátíð ferðaþjónustunnar Ferðalang 2004. Meðal annars verður boðið upp á skoðunarferðir um höfuðborgarsvæðið með hópferðabílum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG MEIRA AF HLÝJU LOFTI Á LEIÐINNI Heldur svalara í dag en í gær en síðan hlýnar á ný í kvöld eða á morgun. Hætt við stöku skúrum hér og hvar einkum síðdegis. Sjá síðu 6. 22. apríl 2004 – 109. tölublað – 4. árgangur ● lokkar til sín gesti Ilmur Stefánsdóttir: ▲ SÍÐA 26 Fagnar sumri með pönnukökum ● frumsýnir Latabæ í dag Tveir sætir Siggar: ▲ SÍÐA 36 Leikfélag Sólheima ● nýr forstjóri fangelsismálastofnunar Valtýr Sigurðsson: ▲ SÍÐA xx Úr dómarasætinu í fangelsi VATNSBERINN DÆMDUR Vatnsber- inn var í gær dæmdur fyrir skjalafals. Brotin framdi hann á Litla-Hrauni en hann situr inni fyrir morðið á Agnari W. Agnarssyni. Hluti dómsins var fyrir fölsun á skuldabréf- um í nafni hins myrta. Sjá síðu 4 HARÐIR Á MÓTI Lyfjaheildsalar til- kynntu heilbrigðisráðherra á fundi í gær að þeir væru eindregið á móti ákvörðun stjórnvalda um viðmiðunarverð á saman- burðarlyfjum. Sjá síðu 2 SPRENGINGAR Í BASRA Tugir manna fórust og yfir 200 særðust í sjálfs- morðsárásum uppreisnarmanna í Basra í gærmorgun. Á meðal fórnarlambanna var fjöldi skólabarna. Sjá síðu 6 UNGLÆKNAR LÆKKA Í LAUNUM Laun unglækna á skurðsviði Landspítala hafa hrunið í kjölfar sparnaðaraðgerða. Launalækkun getur numið á annað hundr- að þúsund krónum. Sjá síðu 8 GLEÐILEGT SUMAR Veðurblíðan í gær var forskot á sumarsæluna. Það hentaði dimmitendum í Menntaskólanum í Reykjavík vel, sér- staklega þeim sem klæddust búningum bandaríska hafnaboltaliðsins New York Yankees og spreyttu sig í sportinu á Austurvelli í gær- morgun. Fréttablaðið óskar lesendum sínum gleðilegs sumars. STJÓRNMÁL Ekki er sátt um drög að frumvarpi um eignarhald á fjöl- miðlum sem Davíð Oddsson lagði fyrir ríkisstjórn á þriðjudaginn. Framsóknarmenn telja að fara beri eftir niðurstöðum nefndar menntamálaráðherra um eignar- hald á fjölmiðlum. Nefnd menntamálaráðherra hafði það hlutverk að kanna hvort setja þyrfti sérstök lög um eignarhald á fjölmiðlum í ljósi stöðunnar á þeim markaði. Henni var falið að skila drögum að slíku frumvarpi ef hún teldi ástæðu til. Nefndin taldi að ekki væri ástæða til sérstakrar lagasetningar. Ríkisstjórninni var kynnt efni skýrslunnar á þriðjudaginn og samtímis lagði forsætisráðherra fram frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. Heimildir herma að óánægja sé innan Framsóknar- flokksins með þessa tilhögun mála. Halldór Ásgrímsson hafði einn ráðherra Framsóknarflokks fengið að kynna sér innihald skýrslunnar. Ekki var annað vitað, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en að skýrslan yrði kynnt og rædd. Flest- um ráðherranna kom frumvarp for- sætisráðherra að óvörum. Heimildir herma að í frumvarpi forsætisráðherra sé gengið lengra í að takmarka eignarhald á fjölmiðl- um en nefndin gerði ráð fyrir í skýrslunni. Samkvæmt fréttum ríkisútvarpsins í gær er frumvarps- drögunum einkum beint að stöðu Norðurljósa, sem eiga Fréttablaðið, DV og Íslenska útvarpsfélagið. Heimildir herma einnig að Hall- dór Ásgrímsson hafi verið sáttur við niðurstöðu nefndarinnar og hann sé ekki tilbúinn að kyngja frumvarp- inu eins og það er nú. Þá taka þing- menn Framsóknarflokksins ekki í mál að niðurstöður nefndar mennta- málaráðherra séu virtar að vettugi. Vitað er að innan Framsóknar- flokksins er unnið að því að finna sáttaleið en ekki fékkst staðfest með hvaða hætti. Fréttablaðið leitaði til þing- manna Framsóknarflokksins í gær sem og annarra flokksmanna. Allir sem rætt var við voru á einu máli um að ekki væri vilji innan flokks- ins til að ganga lengra en nefndin leggur til. Áhersla er lögð á að málið sé enn á umræðustigi. Sjá nánar síðum 2 og 4 thkjart@frettabladid.is trausti@frettabladid.is Fjölmiðlafrumvarp veldur ágreiningi Ekki er sátt innan ríkisstjórnarinnar um drög að lögum um eignarhald á fjölmiðlum. Framsóknarmenn vilja að farið verði eftir niðurstöðu nefndar um málið en ekki gengið lengra. Kvikmyndir 38 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 30 Sjónvarp 40 ● ferðir ● neytendur Heldur upp á Lyon Gunnar Guðbjörnsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS SUMARDAGURINN FYRSTI Allt útlit er fyrir að veður verði prýðilegt víð- ast hvar um landið í dag, sumar- daginn fyrsta. Best er útlitið á suðvesturhorni landsins. Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræð- ings hjá Veðurstofu Íslands, verð- ur hitinn á bilinu fimm til þrettán stig í dag og hlýjast á Suðurlandi og Vesturlandi; frá Suður- landsundirlendinu til Snæfells- ness. Vindur verður svipaður og í gær en gert er ráð fyrir að hann lægi síðdegis og með kvöldinu. Óli Þór segir að veður á höfuðborgar- svæðinu geti orðið mjög gott síð- degis og í kvöld. Gert er ráð fyrir rigningu á Austfjörðum fyrir hádegi í dag og mun rigningin færa sig vestur meðfram norðurströnd landsins. Helgin verður hins vegar ekki eins sælleg fyrir íbúa á suðvestur- horninu. „Þá bætir í vind sunnan og vestan til á landinu og hann verður smátt og smátt suðlægari sem þýðir bleytu sérstaklega á sunnanverðu landinu,“ segir Óli Þór. Það er hins vegar útlit fyrir sannkallaða rjómablíðu á austan- verðu Norðurlandi um helgina og gerir Veðurstofan ráð fyrir að þar verði lítil úrkoma og hitinn fari í allt að sautján til átján gráður. ■ Sumarið er komið: Heilsar með brosi um mestallt land Voðaskotsmálið: Rannsóknin gagnrýnd RANNSÓKN Rannsókn lögreglunnar á Selfossi, vegna ungs drengs sem lést af völdum skotsárs mánudag- inn 15. mars, hefur sætt gagnrýni innan lögreglunnar. Þetta segja heimildir Fréttablaðsins en lögregla hefur ekki staðfest þessar fullyrð- ingar. Rannsókn á byssunni er lokið. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, segist ekki hafa kynnt sér niðurstöðu rannsóknar- innar og geti þar af leiðandi ekki tjáð sig um hana. Ýmislegt í rann- sókn Selfosslögreglu hefur sætt gagnrýni. Heimildir herma að það hvernig staðið var að henni geti gert lögreglu erfiðara fyrir að upp- lýsa með hvaða hætti skot hljóp úr byssunni en ella hefði verið. Ekki er vitað til að formlegar athugasemdir hafi verið gerðar en þegar þetta er borið undir þá sem þekkja til er sagt að vissulega geti einstaka lögreglu- menn fundið að einu og öðru. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.