Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 10
Ferðalangur 2004: Ferðahátíð í borginni FERÐAMÁL Ný ferðakynning verð- ur haldin í dag þegar aðilar inn- an ferðaþjónustunnar á höfuð- borgarsvæðinu munu kynna al- menningi hvað ferðalöngum stendur til boða á heimaslóð. Alls taka um 60 aðilar þátt í kynningunni sem hefur hlotið heitið Ferðalangur 2004 og verð- ur fjölbreytt dagskrá í boði fyr- ir unga sem aldna hvarvetna í borginni. Er það von aðstand- enda að almenningur skoði Reykjavík með augum ferða- langsins og kynnist af eigin raun hversu fjölbreytt afþrey- ing er í boði dag hvern. Hægt er að nálgast dagskrá Ferða- langs 2004 á heimasíðunni www.reykjavik.is og á Select- stöðvum. ■ 10 22. apríl 2004 FIMMTUDAGUR AFMÆLISBARN Í ÚTREIÐARTÚR Elísabet II Englandsdrottning fór í útreiðar- túr með dóttur sinni Önnu prinsessu og dótturdótturinni Zöru Phillips í nágrenni Windsor-kastala um páskana. Drottningin hélt upp á 78 ára afmæli sitt í gær. VIÐSKIPTI Ekki verður gengið frá kaupum fjárfesta á símafyrirtæki í eigu búlgarska ríkisins fyrr en í fyrsta lagi 20. júní. Til stóð að greiða 20 milljarða fyrir 65% hlut í félaginu í þessari viku. Sam- kvæmt upplýsingum íslensku fjárfestanna sem standa að kaup- unum stendur á því að gengið sé frá fjarskiptaleyfum. Björgólfur Thor Björgólfsson fer fyrir hópi fjárfesta sem hyggst kaupa síma- fyrirtækið. Einkavæðingarnefnd Búlgaríu lét fjárfestana ekki vita um seinkunina en menn bjuggust við að dagsetning viðskiptanna gæti dregist. Mat fjárfestanna er að þessi frestun hafi engin áhrif á það hvort af kaupunum verði, heldur sé markmiðið nú að ganga frá kaupunum í júní. Salan á símafyrirtækinu hefur verið pólitískt deilumál í Búlgar- íu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem málið tefst, því ákvörðun um að selja fyrirtækið var þæfð í búlg- arska þinginu. Markmið fjárfest- anna er að efla fyrirtækið til sókn- ar í Búlgaríu og nágrannalöndum á Balkanskaga. ■ Ákæruvaldið sakað um afbökun staðreynda Rannsókn lögreglunnar í stóra málverkafölsunarmálinu var harðlega gagnrýnd í Hæstarétti í gær. Bent var á óeðlileg tengsl sérfræðinga sem unnu skýrslu fyrir lögregluna. Rannsóknir leiddu í ljós að listaverkin voru fölsuð sagði ríkissaksóknari. DÓMSMÁL Málflutningi í stóra málverkafölsunarmálinu lauk í Hæstarétti í gær. Pétur Þór Gunnarsson, fyrrverandi eig- andi Gallerís Borgar, og Jónas Freydal Þorsteinsson mættu báðir í réttarsal til að fylgjast með en þeir eru ákærðir fyrir skjalafals og fjársvik og fyrir að hafa með skipulögðum hætti blekkt viðskiptavini til að kaupa myndverk eftir að hafa falsað upplýsingar um þau. Rúmlega 40 verk þekktra listmálara á borð við Jóhannes S. Kjarval og Nínu Tryggvadóttur, sem talin eru fölsuð, eru til meðferðar fyrir Hæstarétti. Ragnar Aðalsteinsson, verj- andi Péturs Þórs, gagnrýndi harðlega að rannsókn málsins hefði tekið níu ár og sagði það hafa verið dregið af ásetningi til þess að valda skjólstæðingi sín- um sem mest- um harmi. Búið væri að svipta hann mannrétt- indum og hann hefði þegar af- plánað sex mánuði í fang- elsi. Málið hefði leitt til gjaldþrots og valdið því að fjölskylda Péturs Þórs sundrað- ist. Ragnar krafðist þess að hann yrði sýknaður þar sem hann hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð og benti á dóm Hæstaréttar frá 1996 þar sem refsing var skilorðsbundin að öllu leyti vegna gríðarlegra tafa á máli. Verjandi Péturs Þórs sagði skýrslur sem sérfræðingar unnu fyrir lögregluna varhuga- verðar sem sönnunargögn og benti á hagsmunaárekstra. Vant- að hefði hlutlausa skýrslu unna af óhlutdrægum aðilum „Sérfræðingar unnu allir saman og hver vísaði á annars skýrslu. Hlutleysis var ekki gætt í þessu máli. Ef það á að reyna að sakfella skjólstæðing minn þá verður að leita dýpra. Það er óverjandi að frysta málið árum saman. Síðbúið réttlæti er ekkert réttlæti,“ sagði Ragnar. Hann bætti því við að málsmeð- ferðin sýndi tómarúm lögregl- unnar í málinu. Rannsóknarnið- urstöður væru af skornum skammti og ákæruvaldið hefði afbakað staðreyndir málsins. Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Jónasar Freydal Þor- steinssonar, krafðist sýknu og taldi málsmeðferðina óréttláta, meðal annars vegna þess hve málið hefur dregist. Hann hafn- aði því að Jónas hefði tekið þátt í skipulagðri brotastarfsemi og sagði það ósannað, enda hefðu hann og Pétur Þór ekki verið viðskiptafélagar, heldur verið í raun í samkeppni. Þeir hefðu báðir verið áhugamenn um ís- lenska myndlist og höndlað með listaverk. Verjandi Jónasar benti á að skjólstæðingur sinn hefði selt öll sín verk í gegnum uppboðs- hús í Danmörku og hefði með því keypt þjónustu uppboðs- haldara, sem skoðaði verkin ít- arlega. Hann hefði talið sig standa fullkomlega eðlilega að viðskiptunum og engar bóta- kröfur væru af hálfu uppboðs- haldara á hendur honum. Karl Georg sagði að rannsakendur hefðu gefið sér fyrir fram að mennirnir væru sekir og að tengsl milli sérfræðinga lög- reglunnar væru óeðlileg. Þeir hefðu bæði skoðað og keypt verk, unnið skýrslu fyrir ákæru- valdið og kært. Sumir sérfræð- inganna hefðu jafnvel verið í vinnu hjá Ólafi Inga Jónssyni forverði sem kærði falsanirnar. Karl Georg gaf lítið fyrir full- yrðingar ríkissaksóknara um að alkýð-bindiefni í verkunum benti eindregið til fölsunar og minnti á að forvörður Listasafns Íslands hefði sagt fyrir héraðs- dómi að óvéfengjanleg verk væru til eftir þekkta höfunda sem notuðu alkýð. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði að vissu- lega hefði málið tekið langan tíma en rannsóknin væri viða- mikil og kærur hefðu borist á löngu tímabili. Hann sagði allar rannsóknirnar hafa leitt í ljós að verkin væru fölsuð. Búist er við að dómur verði kveðinn upp í málinu eftir tvær til þrjár vikur. bryndis@frettabladid.is „Það er óverjandi að frysta málið árum saman. Síðbúið rétt- læti er ekkert réttlæti.“ KAUPUM SEINKAR Björgólfur Thor Björgólfsson fer fyrir hópi fjárfesta sem hyggst kaupa búlgarskt símafyrirtæki. Tafir verða á að gengið verði frá viðskiptum en ekki er talið að tafirnar hafi áhrif á hvort af viðskiptunum verður. Kaupum í Búlgaríu seinkar: Breytir litlu um hvort af kaupunum verður Mexíkóskur veitinga- maður handtekinn: Sundurskor- ið lík í eld- húsinu MEXÍKÓ, AP Mexíkóskur veitinga- maður var handtekinn eftir að lögreglan fann sundurskorið lík á heimili hans. Grunur leikur á því að veitingamaðurinn hafi selt við- skiptavinum sínum mannakjöt. Maðurinn, sem sérhæfir sig í vinsælum mexíkóskum skyndibita, var handtekinn eftir að lögreglunni bárust nafnlausar ábendingar um að hann geymdi lík í íbúð sinni. Við húsleit hjá manninum fannst sund- urskorið lík og nokkrir líkamshlut- ar sem höfðu verið soðnir í potti með jurtum. Veitingamaðurinn ját- aði að hafa drepið mann í áflogum en neitaði að hafa notað kjöt af manninum sem hráefni í skyndi- bita. ■ JÓNAS FREYDAL ÞORSTEINSSON Hann er ásamt Pétri Þór Gunnarssyni ákærður fyrir að hafa blekkt viðskiptavini til að kaupa fölsuð listaverk. Verjandi Jónasar segir það fjarstæðu að hann hafi tekið þátt í skipulagðri brotastarfsemi, enda hafi hann og Pétur Þór í raun verið í samkeppni hvor við annan. HÆSTIRÉTTUR Málflutningi í stóra málverkafölsunarmálinu lauk í Hæstarétti í gær. Búist er við að dómur verði kveðinn upp eftir tvær til þrjár vikur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.