Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 12
12 22. apríl 2004 FIMMTUDAGUR ÞUNGAFLUTNINGAR Í KÍNA Gamall kínverskur maður flytur timbur og ýmislegt annað á þríhjóli um götur Peking í Kína. Þríhjól eru enn vinsæl flutningatæki í Kína. LYFJAMÁL Landssamtök hjartasjúk- linga líta á aðgerðir ríkisstjórnar- innar til sparnaðar í lyfjamálum séu fjandsamlegar við þá heil- brigðis- og mannúðarstefnu sem boðuð hefur verið, að því er segir í yfirlýsingu frá stjórn félagsins. „Þessi sparnaðaráform birtast hjartasjúklingum sem stórfelldar hækkanir á algengum hjartalyfj- um,“ segir í yfirlýsingunni. „Mörg dæmi eru um að lyf hækki langt yfir 100%. Hluti af stefnu- breytingu stjórnvalda er að taka upp svokallað „analog“-kerfi. Þar er eitt lyf valið úr til verðviðmið- unar fyrir önnur sambærileg lyf.“ LHS bendir líka á að lyfja- fyrirtækin verði að axla ábyrgð í þessu máli. Hér sé um að ræða verðstríð milli lyfjaheildsala og ríkisins. Sjúklingar eigi ekki að verða fórnarlömb þessara átaka. Það sé afdráttarlaus krafa Lands- samtakanna að þessum ákvörðun- um verði frestað og fulltrúum sjúklinga verði boðið til viðræðna um lyfjaverð og þær ákvarðanir sem liggi til grundvallar. Af þessu tilefni boða Lands- samtökin til málþings um þetta mál á laugardag í Súlnasal í Reykjavík. Þingið hefst klukkan 10 árdegis og stendur fram til klukkan 12. Öllum áhugamönnum um þetta mál er boðin þátttaka á meðan að húsrúm er nægilegt. ■ Óvissa ríkir um þyrluvakt lækna Engin varaáætlun er til staðar ef ekki tekst að framlengja samning við lækna um þyrluvakt hjá Landhelgisgæslunni. Ekkert hefur enn verið rætt við lækna en aðeins eru níu dagar til stefnu. LÆKNISÞJÓNUSTA „Við erum ekki beinir aðilar að þessum samning- um svo það eina sem við getum gert er að vonast eftir samkomu- lagi hið fyrsta,“ segir Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelg- isgæslunnar, en samningur ríkis- ins og Landspít- alans um þyrlu- vakt lækna rennur út um mánaðamótin. Hafsteinn segir stöðuna vissu- lega óþægilega en hann á fulla von á að landi verði náð. „Þetta er tiltölulega ný- komið til að reyna eigi að fram- lengja núverandi samning og það hlýtur fullt kapp að verða lagt á að ná saman fyrir mánaðamótin.“ Hafsteinn segir enga varaáætlun í gangi innan stofnunarinnar ef það tekst ekki. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra hefur margoft lýst yfir að engin hætta sé fyrir höndum þrátt fyrir að samningar við lækna séu lausir en fáir aðrir fall- ast á þá skoðun hans. Ekkert hef- ur enn verið rætt við lækna og segir Hlynur Þorsteinsson, for- maður félags slysa- og bráða- lækna með ólíkindum að enginn viti hvar málið er statt níu dögum áður en núverandi samningur fell- ur úr gildi. Hlynur hefur sjálfur starfað lengi sem þyrlulæknir. „Við höfum af þessu talsverðar áhyggjur enda ekkert heyrt ennþá varðandi framhaldið. Spítalinn hefur ekki sett sig í samband við okkur en með uppsögn við okkur lokaði spítalinn fyrir þann mögu- leika að við gætum mögulega ver- ið til taks lengur en samningurinn við ríkið kveður á um. Það þýðir að um mánaðamótin verður annað hvort læknislaust um borð í þyrl- um Gæslunnar eða til starfsins verða fengnir aðrir læknar.“ Hlynur lýsir þungum áhyggjum verði það gert enda sé starf lækna um borð í björgunarþyrlum mjög sérhæft og annað og meira þurfi til en lækniskunnáttu. Er það mat hans og annarra lækna sem Fréttablaðið talaði við að enginn efi sé á því að læknar um borð í þyrlum Landhelg- isgæslunnar hafi margoft bjargað mannslífum. Því sé með öllu óskilj- anlegt hvernig hægt sé að láta mál sem þetta hanga í lausu lofti nokkrum dögum áður en samning- urinn rennur út. Dómsmálaráðherra svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna þessa máls en Björn hefur látið hafa eftir sér að búið verði um hnúta þannig að engin óvissa skapist en óvissa ríkir nú víða, bæði hjá læknum sem þjónust- unni hafi sinnt sem og starfs- mönnum Landhelgisgæslunnar. albert@frettabladid.is „Björn hef- ur látið hafa eftir sér að búið verði um hnúta þannig að engin óvissa skapist en óvissa ríkir nú víða. M arg fald a›u punktana flína Punkta›u fla› hjá flér! Gæ›aflís frá Catmandoo Ver› mi›a› vi› 1000 punkta: 500 kr. Smásöluver›: 3.490 kr. Ver›gildi punkta: x3 H ám ark 1000 punktar á hvert tilbo› FLÍSPEYSA F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 7 2 Landssamtök hjartasjúklinga: Fjandsamlegar aðgerðir VERÐBREYTINGAR Sjúklingafélög funda þessa dagana um sparnaðaraðgerðir stjórnvalda í lyfjamálum. Könnun á evrópskum vinnumarkaði: Íslendingar vinna lengsta viku VINNUMARKAÐUR Íslendingar vinna að meðaltali tíu prósent lengri vinnuviku en næsta þjóð í Evrópu. Meðalvinnuvika Íslendinga er 48,5 stundir á viku. Næstir okkur koma Grikkir sem vinna um 44 stundir á viku. Bretar eru svo þriðju í röðinni. Þetta er sam- kvæmt vinnumarkaðsskýrslu Evrópsku hagstofunnar sem fjall- að er um í vefriti fjármálaráðu- neytisins. Í skýrslunni kemur fram að vinnuvikan er styst hjá Norð- mönnum og Frökkum. Þeir vinna inna við 40 stunda vinnuviku eða 39 tíma á viku að meðaltali. Vinnutími á Norðurlöndunum er almennt sjö til níu tímum styttri en hér á landi. Karlar vinna lengri vinnu- viku en konur. Sá munur er sam- eiginlegur öllum löndunum og er hlutfallslega svipaður. Hér á landi munar þó aðeins meiru á vinnutíma karla og kvenna. Karlar vinna 51,5 stundir á viku að meðaltali sem er sex tímum lengri vinnuvika en hjá grískum og breskum karlmönnum sem koma næstir. Munurinn hjá kon- um er minni í þessum löndum. Íslenskar konur vinna að meðal- tali 43,5 tíma meðan kynsystur þeirra í Grikklandi vinna 42 tíma á viku. ■ FRÁ BLÖNDUÓSI Margir vilja sameina allar heilbrigðisstofn- anir undir einn hatt. Héraðsráð Austur-Hún- vetninga: Sameining heilbrigðis- stofnana SVEITARSTJÓRNARMÁL Fram- kvæmdastjórn Heilbrigðisstofn- unarinnar á Blönduósi hefur farið þess á leit við Héraðsráð Austur-Húnvetninga að könnuð verði hugsanleg sameining allra heilbrigðisstofnana í sýslunni. Er þar um þrjár sjálfstæðar stofnanir að ræða; Heilbrigðis- stofnunina á Blönduósi og dval- ardeild hennar, auk dvalar- og hjúkrunarheimilisins Sæborgar. Mun oddviti og framkvæmda- stjóri Héraðsráðs ræða þennan möguleika nánar enda talið að sparnaður geti falist í samein- ingu. ■ ÞYRLUR LANDHELGISGÆSLUNNAR Níu dögum áður en samningar um þyrluvaktir lækna renna út er hlaupið til og reynt að framlengja núverandi samning. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ALLTAF AÐ VINNA Íslendingar eru Evrópuþjóða lengst í vinnunni. Evrópskir karlmenn komast ekki með tærn- ar þar sem íslenskir kynbræður hafa hælana sé litið til fjölda vinnustunda á viku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.