Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 22. apríl 2004 HRYÐJUVERKAMENN KRÓAÐIR AF Jórdanskar sérsveitir umkringdu hús í austurhluta Amman þar sem meintir hryðjuverkamenn héldu til. Þrír hryðjuverkamenn felldir: Skipulögðu efnavopna- árás JÓRDANÍA, AP Jórdanska lögreglan skaut til bana þrjá menn sem grun- aðir eru um aðild að hryðjuverka- samtökum með tengsl við al-Kaída. Tveir mannanna eru útlendingar en talið er að þeir hafi ætlað að koma fyrir sprengju í höfuðborg- inni sem hefði kostað að minnsta kosti 20.000 manns lífið. Lögreglan gerði áhlaup á fylgsni hryðjuverkamannanna í austurhluta höfuðborgarinnar Amman í fyrradag eftir að hafa fengið nafnlausa ábendingu. Skot- bardagi braust út þegar lögreglan reyndi að telja mennina á að gef- ast upp. Að sögn embættismanna er talið að þremenningarnir hafi tilheyrt hryðjuverkahópi sem hafi verið að undirbúa efnavopnaárás á skrifstofur forsætisráðherra Jórdaníu. ■ Afganistan: Fótboltaliðið lagt niður AFGANISTAN, AP Knattspyrnusam- band Afganistans hefur ákveðið að leggja niður landslið landsins eftir að níu leikmenn liðsins létu sig hverfa þegar til stóð að liðið tæki þátt í góðgerðaleik á Ítalíu í síðustu viku. Einhverjir þeirra hafa skotið upp kollinum í Þýska- landi og Belgíu en nokkrir eru enn ófundnir en talsmaður knatt- spyrnusambandsins sagði að þeir hefðu smánað þjóð sína með flótt- anum. Ekkert varð úr góðgerða- leiknum en til stóð að það fé sem safnaðist þar rynni til styrktar heilbrigðiskerfinu í Afganistan. ■ Fjarðabyggð: Eskja í fararbroddi FJARÐABYGGÐ Eskja hf. á Eskifirði er fyrsta fiskimjölsverksmiðjan á Íslandi sem fær svokallaða FEMAS vottun á framleiðslu lýs- is og mjöls. Fljótlega munu allar afurðir sem notaðar eru til fóð- urgerðar í löndum Evrópusam- bandsins þurfa slíka vottun. Á vottuninni segir að Eskja megi nota FEMAS-stimpilinn fyrir „The Production and Supp- ly of Icelandic fish meal and crude fish oil for use in fish and other animal feeds“. Í tilkynningu segir að það sé mikill styrkur fyrir Eskju að vera komin með þessa vottun núna því innan skamms munu allar afurðir sem notaðar eru til fóðurgerðar í löndum Evrópu- sambandsins þurfa að hafa slíka vottun. Áður en Eskja fékk vottunina þurfti fyrirtækið, og sérstaklega mjöl- og lýsisvinnsla þess, að fara í gegnum mikla skoðun þar sem farið var yfir allt framleiðsluferl- ið, allt frá veiðum að útskipun af- urða. Verksmiðjan sjálf var grandskoðuð og var breskur út- tektaraðili í tvo daga að vinna það verk, fara yfir skráningar og vinnureglur í verksmiðjunni og einnig var farið yfir vinnureglur yfirstjórnar á málefnum tengdum vinnslunni. ■ ESKIFJÖRÐUR Fiskimjölsverksmiðja Eskju hefur fyrst íslenskra verksmiðja fengið gæðavottun á fram- leiðslu lýsis og mjöls. Innan tíðar verður öllum verksmiðjum sem selja afurðir sínar til Evrópusambandslanda gert að hafa slíka vottun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.