Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 22
Í gær var því spáð að í dag yrðihægur norðaustan á höfuð- borgarsvæðinu, skýjað með köflum og tíu stiga hiti – jafnvel allt að 13 stiga hita. Sem sagt fallegt vorveður á sumardaginn fyrsta. Svona veður er besta veðrið. Ef það yrði aðeins hlýrra gætum við ekki verið í jakka ut- andyra og lentum í vandræðum með hvar við ættum að geyma veskið og bíllyklana. Ættum á hættu að enda með magabelti með tuðru framan á okkur eins og túristar í löndum sem búa ekki við sömu veðursæld og við. Nei, þá er betra að halda hitan- um nálægt 13 gráðunum og stilla vindinn örlítið að norðri svo við getum gengið í þrjú korter án þess að svitna eða setjast til að kasta mæðinni. Ég hef áður skrifað um það hér hvað veðrið er að verða gott. Og ég undra mig á því enn hvað við sem fæddumst um 1960 vorum óheppin að lifa fyrstu 40 árin í kuldakasti. Þegar veturnir voru slabb; eitthvert undarlegt sam- bland af regni og snjó – rigning sem rann ekki burt eða vatnssósa snjór sem hvorki var hægt að hnoða eða renna sér á. Vorin, strekkingur og lárétt rigning. Góðviðrisdagar að sumri, örlítil sólarglæta milli skúra. Þeir sem ferðuðust innanlands og vildu elta veðrið þurftu að eiga hraðskreiða bíla. Haustin komu með fögur og kyrrlát kvöld en kolbrjálaða daga með suðaustan báli sem sóðaði öll lauf af trjám á dagsparti og nokkrar þakplötur í leiðinni. Haustið kom einn daginn; kvaddi sumarið við sólarupprás og heilsaði vetrinum um kvöldmatar- leytið. Framundan var sjö mánaða vetur. Er það furða þótt við skiljum ekki í landnámsmönnunum að setjast hér að. Það var ekki eins og þeir hefðu um fátt annað að velja. Þetta voru menn og konur sem áttu Norður-Atlantshafið; sigldu upp ár að hjarta Rússlands, langt suður eftir Spánarströndum og hefðu örugglega getað náð í veðursældina á Kanaríeyjum ef þeir hefðu kært sig um. Þær eyjar voru svo til óbyggðar á þessum árum og hefðu ágætlega borið eitt stykki íslenska þjóð. En þetta fólk valdi Ísland – þeim fannst það best; landkostir góðir og veðrið fínt. Og þannig var það. Og það eru til fróðir menn sem segja að þannig sé það aftur að verða. Og hvílík breyting fyrir okkur, ef það er rétt. Hvað eigum við þá að gera við öll harmkvæðin um klakann eða hugmyndir okkar um fólkið sem var hert við óblíða náttúru og afleitt veður? Það mun verða erfitt fyrir okkur að venja okkur við nýtt Ísland og blíðara – en það er örugglega þess virði. Og enginn dagur er betur til þess fall- inn en þessi; sumardagurinn fyrsti. ■ Það verður að viðurkennast aðstundum finnst manni Vinstri hreyfingin grænt framboð vera hálf utanveltu í íslenskum stjórn- málum. Flokkurinn er allur ein- hvernveginn úr takti við þjóðfé- lagið. Einhverskonar furðulegt samansafn af últra kommum úr hinu allra villtasta vinstri og svo handfylli af öfgafullum þjóðern- issinnum. Hóparnir virðast eiga það eitt sameiginlegt að vera á móti allri framþróun. Sérstaklega virðist flokksmönnum uppsigað við nútímann. Sjálft hugtakið nú- tími er meira að segja skammar- yrði þar á bæ ef marka má skrif margra pótintáta flokksins. Gagnrýni frá vinstri Fyrirfram hefði maður haldið að allra vinstrisinnuðustu sósí- alistarnir væru hvað ánægðastir með flokkinn sinn. En það er ekki svo, - þótt Steingrímur J. vilji meina að VG sé eini sanni vinstri flokkur landsins. Tengslaleysi VG við nútímann, það er að segja þann raunveruleika sem fólk lifir í frá degi til dag, kom bersýnilega í ljós síðastliðinn laugardag þegar vinstri sósíalistarnir í flokknum, með Óla komma í broddi fylking- ar, gagnrýndu forystu flokksins harðlega fyrir að láta stjórnast af sjónarmiðum háskólamenntaðs fólks og kvenna í efri millistétt en að alþýðan – salt jarðar – hafi ekki lengur neina rödd í flokki almúg- ans. Þótti brýnt að halda sérstak- an fund almúgafólks til að reyna að reyra forystuna aftur við jörð- ina. Fílabeinsturn Katrínar Þótt þetta sé að sönnu dálítið skrítið þá kemur þessa óánægja kannski ekki svo ýkja á óvart. Staðreyndin er nefnilega sú að VG er alls ekki flokkur hinna vinnandi stétta. Tengslaleysi flokksforyst- unnar við verkafólk kristallaðist kannski einna best í sjónvarpsvið- tali sem tekið var við hina annars stórefnilegu Katrínu Jakobsdóttur þegar hún var kosin varaformaður flokksins fyrir nokkru. Katrín var spurð að því hvað henni þættu brýnustu verkefnin framundan í íslenskri pólitík. Hún svaraði spurningu fréttamannsins ekki á þann hátt að brýnast af öllu væri að rétta hlut alþýðunnar í landinu. Hún hélt ekki innblásna ræðu um bág kjör verkalýðsins eða bænda eða einstæðra mæðra. Hún ætlaði ekki að berjast gegn óréttlæti heimsins, ekki að berjast gegn misskiptinu gæðanna í samfélag- inu eða gegn valdníðslu valda- stéttarinnra. Nei, nýbökuðum varaformanni flokks alþýðunnar, arftaka Kommúnistaflokksins, Sósíalistaflokksins og Alþýðu- bandalagsins þótti ekkert af þessu þess vert að setja á oddinn. En hvað þótti henni þá brýnast af öllu: Jú, að breyta orðræðunni í íslensk- um stjórnmálum. Orðræðunni! Það var brýnast. Að breyta orð- ræðunni. Ég skil vel að Óla komma og félögum þyki forysta flokks síns komin ansi hátt upp í fíla- beinsturninn. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um sumardaginn fyrsta. 22 22. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Afríku hefur ekki vegnað vel,þegar á heildina er litið. Ástandið þarna suður frá er samt ekki alveg svart. Skin og skúrir skiptast á, en skúrirnar verða stundum að skýfalli. Skoðum efnahaginn fyrst. Meðaltekjur á mann í Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar hafa aukizt um fimmtung síðan 1960, en það er næstum ekki neitt á svo löngum tíma. Til við- miðunar hafa tekjur á mann í há- tekjulöndum heimsins þrefald- azt síðan 1960. Afríka hefur því verið að dragast aftur úr. Að réttu lagi hefðu Afríkuþjóðirnar þó e.t.v. heldur átt að draga á okkur hin. Hvers vegna? Fátæk lönd eru fátæk m.a. vegna þess, að þau eiga eftir að nýta sér ýmis hagvaxtarfæri, sem ríku löndin hafa þegar fært sér í nyt. Hagvaxt- argeta fátækra- ríkja þriðja heims- ins er að því skapi meiri en í hátekju- löndum. Eftir því ætti bilið milli ríkra landa og fá- tækra að fara minnkandi, þótt fleira hangi á spýt- unni. Fátækralönd- in eiga t.d. eftir að finna færa leið til að senda öll börn og unglinga í skóla til að afla sér menntunar. Þau eiga eftir að byggja upp fjármagn og fram- leiðslutæki, sem duga til að knýja efnahagslífið áfram af fullum krafti. Og þau eiga eftir að opna hagkerfi sín nógsamlega fyrir viðskiptum og áhrifum er- lendis frá, en þar stendur eigin- gjörn búverndarstefna hátekju- landanna í veginum, því að þau girða fyrir innflutning á land- búnaðarafurðum frá þróunar- löndum. Á hinn bóginn hefur stjórnarfarið í mörgum Afríku- löndum batnað til muna undan- gengin ár: einræði hefur þurft að víkja fyrir lýðræði í hverju land- inu á eftir öðru. Þessi þróun í átt til aukins lýðfrelsis og mannrétt- inda skapar að sínu leyti betri skilyrði en áður til framsóknar á öðrum sviðum. Þetta hangir sam- an. Tvö lönd, Nígería og Suður- Afríka, standa á bak við röskan helming allrar framleiðslu í Afr- íku, og þau eru nú bæði undir lýðræðisstjórn. Bara það endist. Brostnar vonir Samt eru til lönd í Afríku, þar sem ýmislegt hefur gengið vel við erfiðar aðstæður. En þróun- in er býsna skrykkjótt. Löndum gengur stundum vel í nokkur ár, jafnvel áratugi, og þá fer allt úr skorðum. Þannig var Fílabeins- ströndin að ýmsu leyti til fyrir- myndar í 20-30 ár eftir sjálf- stæðistökuna 1960. Sjálfstæðis- hetjan Houphouët-Boigny sat á forsetastóli frá 1960 til dauða- dags 1993 og stóð sig nokkuð vel framan af ferlinum, stjórnarfar- ið var stöðugt, og efnahagurinn blómstraði, en forsetinn tók þá að lýjast (menn eiga helzt ekki að sitja of lengi í svona embætt- um) og byrjaði að byggja sér minnismerki, m.a. nákvæma eftirlíkingu af Péturskirkjunni í Róm langt frá mannabyggðum í miðri eyðimörkinni. Friðurinn slitnaði í sundur. Herinn rændi völdum um jólin 1999, og landið hefur logað í ófriði æ síðan. Kenía er annað dæmi. Þetta forkunnarfallega miðbaugsland býr við milt loftslag nema með- fram ströndinni, því að landið liggur annars hátt yfir sjávar- máli. Að fengnu sjálfstæði 1964 tók Kenía miklum framförum næstu 20-25 árin. Efnahagurinn vænkaðist ár fram af ári. Kenía bar af grannlöndunum, Úgöndu og Tansaníu, og þurfti reyndar ekki mikið til. Ídí Amín ruddist til valda í Úgöndu 1971 og lagði það fallega land í rúst á fáum árum með morðum og öðru of- beldi (hann lét t.d. myrða há- skólarektor, þar eð heiðursnafn- bót handa forsetanum lét á sér standa), og hann linnti ekki lát- um fyrr en Tansaníuher bolaði honum frá völdum 1979, en þá tók ekki betra við: 400.000 manns voru myrt þessi ár. Það byrjaði ekki að rofa til í Úgöndu fyrr en 1985-86, þegar friður komst á og landið fékk nýjan forseta, uppreisnarmanninn og fyrrum marxistann Yoweri Museveni, sem situr enn við völd og hefur staðið sig nokkuð vel þrátt fyrir þrásetuna. Ástandið var friðsælla í Tansan- íu alla tíð, en þó afleitt, þar eð landsfaðirinn og ljóðaþýðandinn Júlíus Nyerere, sem var forseti 1962-85, sótti fyrirmyndir sínar um hagskipulag o.fl. til Sovét- ríkjanna og lagði með því móti sára fátækt á fólkið sitt. Betri stjórn Nú er öllum löndunum þrem betur stjórnað en áður. Lýðræði hefur eflzt, þótt því sé enn ábótavant, og markaðsbúskapur er reglan, svo að von er á frek- ari framförum næstu ár. Blöðin eru frjáls. En þetta er ekki nóg. Stjórnmálastéttin er sérdræg þrátt fyrir sára fátækt almúg- ans. Þingmenn og ríkisforstjór- ar í Keníu taka sér t.d. hærri laun og meiri hlunnindi en tíðkast hér heima. Skefjalaus sjálftaka forréttinda er ekki til þess fallin að efla sátt og sam- lyndi og auka almannahag. Skálmöldin í Naíróbí, höfuðborg Keníu, er nú orðin slík, að það væri nánast óðs manns æði að taka sér leigubíl milli húsa eftir myrkur með ókunnum bílstjóra, hvað þá að fara fótgangandi. Mannfólkið er stundum örugg- ara innan um villidýrin úti á sléttunum. ■ Umræðan EIRÍKUR BERG- MANN EINARS- SON ■ skrifar um Vinstri hreyfinguna grænt framboð. Breytileg átt ■ Af netinu Að breyta orðræðunni Gleðilegt sumar ■ Þingmenn og ríkisforstjórar í Keníu taka sér t.d. hærri laun og meiri hlunn- indi en tíðkast hér heima. Skefjalaus sjálftaka for- réttinda er ekki til þess fallin að efla sátt og samlyndi og auka almanna- hag. Sérfræðingar ráði dómara Nú er svo komið að við virðumst vera að horfa upp á það sama varðandi ráðningu hæstaréttardómara og varð til þess að reglum um ráðningu há- skólakennara var breytt; ráðherra felur vini sínum stöðuna, og hæsti- réttur hefur aðeins formlegt umsagn- arvald, líkt og Háskólinn hafði áður fyrr. Hæstaréttardómarar gegna ekki síður mikilvægu starfi en háskóla- kennarar, og því er að mínu mati eðlilegast að komin verði upp nefnd sérfræðinga til að fjalla og sjá um ráðningu hæstaréttardómara, til að sporna við „einkavinavæðingu“ ríkis- stjórnarinnar. HLYNUR ORRI STEFÁNSSON Á POLITIK.IS Allir alltaf að klúðra Merkilegt nokk þá eru allir alltaf að klúðra. Þrátt fyrir alla þessa ráðgjöf, sem vafalaust veltir miklum fjárhæð- um hér á landi sem annars staðar, eru ótrúlega margir með appelsínu- húð, ótrúlega margir lifa á kaffi og bjór, hreyfa sig aldrei neitt og kaupa sér frekar twix en tómat. Ótrúlega margir eru í fötum sem eru ekki í tísku og ótrúlega margir skulda miklu meira en þeir geta nokkurn tíma borgað. Ráðgjafarnir, sem eru ábyggilega flestir gott fólk, virðast lítil áhrif hafa. Hver og einn þarf bara að fíaskóast eins og honum hentar. En markaðssetning ráðgjafar- innar er eigi að síður glæsilegt afrek miðað við árangur. KJ Á MURINN.IS Ekki gert ráð fyrir kostnaði Kynningin á hugmyndinni um lengstu neðansjávargöng út í lítið íslenskt sjávarþorp var með miklum ólíkind- um. Þeir sem sáu frétt Morgunblaðs- ins um þessa áróðursbrellu Ægisdyra þurftu til dæmis virkilega að leggja sig fram til að átta sig á því að inni í þessum meinta „þjóðhagslega ávinn- ingi“ var ekki gert ráð fyrir kostnaði við gangagerðina. Og sú staðreynd að göngin eiga að skila „ávinningi“ þeg- ar undan er skilinn kostnaðurinn verður félagsmönnum í Ægisdyrum til að óska þess að hið opinbera leggi fram tugi milljóna króna í rannsóknir á því hvort að göngin geti verið hag- kvæm. Þó liggja fyrir útreikningar á kostnaði við göngin og þeir útreikn- ingar sýna að jafnvel þessi meinti þjóðhagslegi ávinningur, sem er auð- vitað enginn ávinningur nema í besta falli fyrir þá sem fengju niðurgreidd göng, yrði minni en enginn. VEFÞJÓÐVILJINN Á ANDRIKI.IS ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um Afríku. Um daginnog veginn VINSTRI GRÆNIR Frá kosningavöku VG í fyrra. Greinarhöfundi finnst flokkurinn hálf utanveltu í íslenskum stjórnmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.