Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 24
Ítalskir dagar Rotini Pasta hefur aldeilis slegið í gegn á Íslandi, en þessi herramannsmatur kemur í margskonar formi á diska fólks. Eitt algengasta pastaformið er rotini, eða pastaskrúfurnar. Þær þykja henta vel með sósum af öllu tagi því þær grípa í sig litla bita af kjöti, grænmeti og osti á leiðinni af diski í munn. VÍNKYNNING fyrir mat á vegum Globus, Karls K. Karlssonar, Bakkusar, Rolfs Johansen og Austurbakka. Vínkynning, sex rétta matseðill ásamt sérvöldum vínum með og Otard VSOP með kaffinu á aðeins 12.500 kr. Borðapantanir í síma 552 5700 Franskir sælkeradagar á Hótel Holti 23. og 24. apríl. Matseðill: Lystauki Humarhalar mille feuille með tómötum, kúrbít og smjörsósu Andarlifrarterrína og króketta með ristuðum ananas og kryddsósu Steikt dúfa á trufflu salmis með grænertum, villisveppum og dúfusósu Ostur með rauðrófuvinaigrette Leikur að apríkósum: -Apríkósa og sauternsúpa með vanillujógúrtfroðu -Apríkósuís -Hvítsúkkulaði og apríkósukaka -Apríkósukrem Kaffi og konfekt Margar þeirra grænmetis- og kryddjurta sem mest eru notaðar í ítalskri matargerð er til- tölulega auðvelt að rækta. Meira að segja á Ís- landi. Það er búsældarlegt að eiga hinar ýmsu tegundir krydda tiltækar úti í garði, glerskála eða í gluggakistunni. Kryddjurtir eru þó við- kvæmari en stofublóm og þurfa birtu en þola þó ekki sólina innan við suðurgluggana þegar hún er sterkust. Þær þurfa næringarríka mold og líf- rænan áburð. Einnig þarf að lofta um þennan gróður ef hann á að þrífast vel og gefa það bragð sem sóst er eftir. Oreganojurtin þolir að vera í gluggakistunni ef henni er haldið rakri en verður enn bragð- meiri sé hún ræktuð úti. Oregano eða bergmynta eins og jurtin heitir á íslensku á heimkynni sín við Miðjarðarhaf. Hún þykir ómissandi í grískri og ítalskri matargerð og þurrkuð er hún uppistaðan í pitsukryddi sem mikið er notað. Bragðið er milt og hefur sætan keim enda fer oregano ljómandi vel með tómatsósum, hvítlauk og ólífum og ýmsum kjötréttum. Basilíka er einær kryddjurt. Hún þrífst ekki vel utan dyra hér á landi en getur staðið í glugga langt fram á vetur. Þá þarf að gæta þess að klípa af henni blómin. Basilíkan er upprunnin í Indlandi fyrir þús- undum ára, þar var hún talin helg jurt en lítið notuð í matargerð. Hún er hinsvegar undirstöðukrydd í Miðarðarhafseldamennsku. Basilíka er til í nokkrum afbrigðum og sum þeirra bera fjólublá blöð. Þau eru sérlega falleg til skreytinga. Tómatplantan er upplögð jurt til að hafa í glugga eða gróðurskála. Auðveld í ræktun og á hana sækja engin meindýr vegna lyktarinnar. Hún þarf góða birtu og mikinn raka. Kokteiltómata- plantan fer vel í glugga vegna stærðarinnar en hefðbundnir tómatar vaxa á hærri jurt og því hentar hún betur í skála. Báðar þurfa stuðning því brotgjarnar eru þær en uppskeran er ríkuleg þegar vel gengur, 7–9 tómatar í klasa og nýir og nýir spretta í stað þeirra sem tíndir eru. Gæta þarf þess að brjóta af litlar greinar sem koma í blaðaxlirnar því þær stela næringu. Tómatar voru upp- haflega kallaðir ástarepli og slíkar gersemar er gott að hafa nálægt sér. ■ Bolla Le Poiane er þurrt og kraftmikið vín frá Veneto-héraðinu á Norður Ítalíu. Héraðið er þekktast fyrir gondólaborgina Feneyjar. Le Poiane er framleitt eftir Ripasso-aðferðinni sem gefur víninu aukna dýpt og jafnvægi. Vínið hentar vel með kjötréttum eins og lambi, nauti og roast- beef, sem og grilluðum kjúklingi. Kynningarverð á ítölskum víndögum 1.390 kr. Bolla Pinot Grigio ber yfirbragð sumarsins með angan sítrusávaxta, melóna og af ferskjum. Vínið er létt með góða mýkt og hentar því vel léttari réttum eins og létt krydd- uðum kjúklingi, salati, súpum og pasta. Bolla Pinot Grigio fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar nú 990 kr. á ítölskum dögum en var áður á 1.190 kr. Bolla: Kraftmikil frá Feneyjum Kokteiltómatar Nýir spretta fram í stað þeirra sem eru tíndir. Kryddjurtir og tómatar: Gersemar í gluggakistunni Basilíka Undir- stöðukrydd í Mið- jarðarhafselda- mennsku. Oregano Ómissandi í ítalskri matargerð. Fjólublá basilíka Sér- lega falleg til skreytinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.