Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 29
Heimsferð GUNNAR OG ÞÓRIR SKRIFA FERÐAPISTLA ÚR 120 DAGA HEIMSREISU SINNI. Erum loksins komnir aftur í meiri siðmenningu eftir rúm- lega tveggja mánaða ferðalag um suðaustur Asíu. Við komum til Sydney eftir 21 tíma ferða- lag frá Balí, Indónesíu, í gegn- um Singapore. Við flugum sem sagt norður fyrir mið- baug til að fljúga aftur suður fyrir miðbaug, til Ástralíu. Það var heldur nap- ur norðan- garri sem tók á móti okkur á Kingsford Smith flug- vellinum í Sydney, nærri 20˚ kaldara en það sem við höfðum vanist und- anfarna tvo mánuði. Við höfum ekki setið auðum höndum eftir komuna hingað til Sydney, við höfum arkað bæinn á enda og meðal annars séð óperuhúsið, Hyde Park, AMP-tower og Sydney Harbour Bridge ásamt fleiri stöðum. Við urðum okkur út um Sydney-passann sem er ódýrasti kosturinn til að geta ferðast með lestum, bátum og strætó um borgina í takmark- aðan tíma. Tókum bátinn upp Parramatta-ána og skoðuðum ólympíusvæðið, sem er gríðar- stórt og þar eru mörg merk mannvirki. Stærsta mannvirkið á svæðinu er Telstra Stadium sem er með stærstu leikvöng- um í heiminum, en hann rúmar allt að 110.000 manns í sæti. Til samanburðar rúmar Laug- ardalsvöllur- inn eitthvað um 7000 í sæti. Við fór- um einnig í siglingu um höfnina í Sydney, sem var mjög áhugavert. Í siglingunni sáum við óp- eruhúsið frá öðru sjónar- horni sem og annað áhugavert við ströndina. Við erum líka búnir að fara upp á North Head, þaðan er hægt að sjá Sydney skarta sínu fegursta í síðdegissólinni. Þaðan fórum við niður til Manly-strandarinn- ar sem er ein vinsælasta brim- brettaströnd borgarinnar. Þess má geta að nafngiftin er dregin af karlmannlegum frumbyggj- um Ástralíu. Myndir frá Sydn- ey eru á heimsfari.com. Með kveðju frá Ástralíu, Þórir og Gunnar Frá Sydney Þórir og Gunnar eru nú komnir til Ástralíu. Gunnar Guðbjörnsson óperu- söngvari hefur í tengslum við starf sitt ferðast mikið og búið víða, meðal annars í stórborgum eins og London, Berlín og Wies- baden. „En borgin sem stendur upp úr er Lyon í Frakklandi, þar sem við bjuggum í þrjú ár. Það er margt sem kemur til, borginni svipar um margt til Parísar sem er önnur uppáhaldsborg, nema hvað allt er minna og hlýlegra. Gamli bærinn er einstaklega fallegur, þar eru yndislegir markaðir og á kvöldin myndast skemmtileg stemning á aðalgötunni þar sem litlu veitinga- staðirnir eru. Fyrir matgæðing eins og mig er þetta gósenland,“ segir Gunnar. Gunnari leist þó ekki sérstak- lega vel á Lyon þegar hann kom þangaði fyrst, en þá fór hann þangað með eiginkonu sinni í dagsferð frá Genf. „Við komum inn í borgina í gegnum Alsírhlut- ann og leist ekki of vel á. En þeg- ar við fundum miðbæinn urðum við alveg heilluð. Það var svo ári seinna að það vantaði lýrískan tenór við óperuna í Lyon. Ég lagði í ferð frá Munchen til að prufusyngja en ferðin gekk af- leitlega, það var töf á vellinum í Munchen og svo aftur í Lyon þannig að ég var orðinn alltof seinn í prufuna.“ Gunnar tók leigubíl frá flug- vellinum og söng hástöfum alla leiðina fyrir leigubílstjórnn til að hita sig upp. „Ég kom svo móður og másandi í prufuna, en þetta gekk allt upp og ég var ráðinn til tveggja ára.“ Nú er Gunnar kominn heim og segist hættur flakkinu. „Þetta er búið að vera skemmtilegt, en það er líka voða gott að koma heim. Við eum með þrjú börn þannig að nú er kominn tími til að þau hafi fast land undir fótum. Það er svo alltaf gaman að skreppa á gamlar slóðir og heilsa upp á vini og kunningja í útlandinu.“ Halldór Lárusson Segir glæsisiglingar um heimsins höf aðaláherslu ferðaskrifstofunnar Príma. Nýjar áherslur nýrra eigenda Ferðaskrifstofan Príma hefur skipt um eigendur, og er flutt í nýtt húsnæði í Stangarhyl 1 í Reykjavík. Nýr eigandi, Halldór N. Lárusson, segir nafnið lýsa vel því sem fyrirtækið stendur fyrir, það er hágæða vöru og þjónustu. Hann segir þó að með nýjum eig- endum komi nýjar áherslur, en skrif- stofan muni eftir sem áður byggja á þeim grunni sem lagður hefur verið af Ingólfi Guðbrandssyni. „Við munum áfram leggja okkur fram um að „klæðskerasauma“ ferðir fyrir viðskiptavini okkar og bjóðum þjón- ustu þjálfaðs starfsfólks. Aðaláherslan er á glæsisiglingar um öll heimsins höf, en við höfum á síðastliðnum mánuðum fengið umboð fyrir nokkur af helstu skipafélögum heims á sviði skemmtisiglinga og óhætt að segja aldrei hafi nokkur ferðaskrifstofa hér á landi boðið slíkt úrval af glæsi- siglingum.“ Halldór segir að Heimsklúbburinn Príma verði starfræktur sem ferða- klúbbur innan fyrirtækisins og muni standa fyrir sérvöldum ferðum. „Við höldum svo auðvitað áfram að bjóða skemmtilegar og spennandi ferðir til allra heimshluta.“ Fimmtudagur 22. apríl 2004 FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, sími 511 1515 netfang: outgoing@gjtravel.is heimasíða: www.gjtravel.is GÓÐAR FERÐIR BERLÍN-DRESDEN-PRAG 01.-07.08. Flogið til Berlínar og gist þar 2 nætur, þaðan er svo haldið til Dresden og gist eina nótt og svo áfram til Prag þar sem gist er 3 nætur. VERÐ: 81.900,- Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergi, morgunverður, akstur Berlín-Dresden-Prag, skoðunarferð um Berlín, skoðunarferð um Dresden, skoðunarferð um Prag, skoðunarferð um Terezín með hádegisverði og íslensk fararstjórn. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson NORÐURLANDAFERÐ 17.-24.06. Flogið til Kaupmannahafnar, ekið um Svíþjóð og Noreg til Bergen. Þaðan er siglt með Norrænu þann 22. júní um Hjaltland og Færeyjar og komið til Seyðisfjarðar 24. júní. Ekið til Reykjavíkur. VERÐ: 83.700,- Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, gisting í tveggjamanna herbergjum (í fjögurra manna klefum í Norrænu) og allur akstur. Einnig er áætluð ferð í september með siglingu til Danmerkur, akstri um Danmörku og Þýskaland og flugi heim frá Frankfurt. Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is Veldu ö›ruvísi útskriftarfer› me› Encounter, Dragoman, Contiki, Intrepid, Imaginative Traveller, Tucan o.fl. Allar nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu okkar eða á www.exit.is. Færð þú MasterCard Ferðaávísun? Komnir úr frumskóginum Uppáhaldsborgin: Lyon hlýleg og sjarmerandi Gunnar Guðbjörnsson Hefur búið víða um heim í tengslum við starf sitt en heldur mest upp á Lyon í Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.