Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 36
Nýlega mátti lesa í Morgunblað-inu að Bretar íhugi að taka upp kvótakerfi að íslenskri fyrirmynd. Vitnað var í breska skýrslu sem samin er af breska forsætisráðu- neytinu. Þessi frétt kom mér alger- lega í opna skjöldu og voru ástæð- urnar tvær. Sú fyrri er að reynslan af íslenska kvótakerfinu er langt frá því að vera góð. Þorskafli er mun minni nú en fyrir daga kerfis- ins. Kvótakerfið hvetur til brott- kasts og hefur valdið gífurlegri skuldaaukningu sjávarútvegsins. Það hefur komið fram að þingmenn í öllum íslenskum stjórnmálaflokk- um hafa lýst því yfir að kerfið valdi byggðaröskun. Hin ástæðan er sú að ég heim- sótti síðastliðið haust útgerðarbæi í Skotlandi, Norður Írlandi og Írlandi og ræddi við sjómenn og útgerðar- menn, m.a. um fiskveiðistjórn og reynslu þeirra af Evrópusambandinu. Það var ekki á þeim að heyra að þeim lit- ist neitt á framselj- anlega kvóta að ís- lenskri fyrirmynd, nema þá helst til að stjórna kolmunna- og makrílveiðum. Bretarnir litu hins vegar margir til færeyska sóknar- kerfisins, sem skynsamlegs kerfis til að stjórna blönduðum botnfisk- veiðum enda hefur það gefið góða raun við Færeyjar. Gaddafi veit betur Það varð því úr að ég útvegaði mér umrædda skýrslu til lestrar en hana má finna á netinu og slóðin er: strategy.gov.uk/files/pdf/net–bene- fits.pdf. Skýrslan felur í sér 33 til- lögur að breyttri skipan á fiskveiði- stjórn við Bretlandseyjar og eru til- lögurnar hugsaðar sem umræðu- grundvöllur að bættu kerfi til að stjórna fiskveiðum. Skýrslan er nokkuð löng eða vel á þriðja hundruð blaðsíður og er forvitnileg fyrir ýmsar sakir en alls ekki hafin yfir gagnrýni og t.d. lét breskur þingmaður hafa eftir sér að sig grunaði að Gaddafi í eyði- mörkinni í Líbíu væri betur að sér um skoskan sjávarútveg en skýrsluhöfundar. Helsti kostur skýrslunnar að mínu mati er að menn spyrja spurn- inga um hvað megi betur fara við stjórn fiskveiða og leggja upp með tillögur – misviturlegar að vísu – um hvernig hægt er að gera betur. Það er ólíkt og íslensk stjórnvöld aðhafast en hér á bæ reyna stjórn- völd að telja umheiminum trú um að við höfum fundið upp bestu stjórnun í heimi þrátt fyrir tveggja áratuga afleita reynslu. Helsta ritaða heimild sem skýrsluhöfundar vitna í er ritið „Overfishing, the Icelandic solu- tion“ (Ofveiði, íslenska lausnin) eft- ir ævisagnarithöfundinn Hannes Hólmstein Gissurarson. Í íslenska kaflanum er rakið að kvótakerfið hafi verið sett á í kjölfar þess að þorskstofninn hefði mælst í lág- marki en því var þó alveg sleppt að nefna að stofnarnir mælast enn neðar eftir 20 ára kvótakerfi. Tillögur skýrslunnar Tillögurnar eru 33 eins og áður segir og margar þeirra snúa ein- göngu að breskum sjávarútvegi og stjórnsýslu, s.s. að það skuli leggja til frambúðar 13 % af fiskiskipum sem veiða botnfisk og leggja 30 % af flotanum tímabundið. Ég mun reyna að draga út og fjalla um nokkrar þeirra tillagna sem eru áhugaverðar fyrir okkur Íslendinga. Svæðisbundin stjórnun Tillögur númer 13, 14, 18, 20, 21 og 23 fela í sér að snarauka svæðis- bundna fiskveiðistjórn innan sam- eiginlegrar fiskveiðistjórnar Evrópusambandsins. Það er greini- legur vilji meðal breskra stjórn- valda og sjávarútvegs að minnka miðstýrða fiskveiðistjórn og það verður fróðlegt og lærdómsríkt fyrir Íslendinga að fylgjast með hvernig Bretum tekst til að ná fram breytingum. Ef það verða meiri- háttar breytingar á fiskveiðistjórn Evrópusambandisins þá breytast allar forsendur umræðunnar um inngöngu í sambandið. Sóknarstýring Tillaga nr. 7 felur m.a. í sér að beitt verði sóknarstýringu á blönd- uðum botnfiskveiðum líkt og Fær- eyingar stjórna fiskveiðum. Skýrsluhöfundar viðurkenna að í kvótakerfum líkt og er notað á Ís- landi er hætt við að landaður afli endurspegli alls ekki þann afla sem í raun og veru er veiddur. Rakinn er hvatinn í kvótakerfum til að landa ekki verðminni smáfiski til þess að hann dragist ekki frá kvóta sem hægt væri nýta í að landa stærri og verðmeiri fiski. Farið er yfir þá vondu stöðu sem sjómenn eru sett- ir í að veiða tegundir sem þeir hafa ekki kvóta í og eru í raun settir í þá vondu stöðu að henda fiski. Niðurstaða skýrslunnar er að allar líkur eru á að sóknarkerfi muni án efa leysa mörg vandamál sem varða brottkast og að landaður afli muni án efa gefa raunsærri mynd af því sem er að gerast á mið- unum. Við ákvörðun stærðar fiski- stofna er að miklu leyti stuðst við aldursaflaaðferð en aðferðin bygg- ist á því að landaður afli endur- spegli veiddan afla. Ef smáfiski er hent í miklu mæli og ekki landað þá leiðir það til þess að með reikni- aðferðinni er ályktað að fáir smá- fiskar séu á veiðislóðinni og nýlið- un því algerlega vanmetin. Framseljanleg fiskveiðiréttindi Tillaga nr. 5 felur í sér að hægt sé að framselja veiðiréttindi til þess að koma á aukinni hagræð- ingu og samkeppni. Það ber að vekja sérstaka athygli á orðalag- inu í tillögunni en þar er ekki tal- að um framseljanlega kvóta held- ur fiskveiðiréttindi enda hafa höf- undar skýrslunnar komið auga á kosti sóknarstýringar og þá sóun sem fylgir því að stjórna fiskveið- um með kvótum. Í skýrslunni segir í einum kafl- anum frá kostum og göllum fram- seljanlegra kvótakerfa. Ekki verða kostir og gallar framseljan- legra fiskveiðikvóta raktir hér en þó ber að nefna að ein af grund- vallarforsendum slíks kerfis að mati skýrsluhöfunda er að fisk- veiðiauðlindin verði skilgreind sem þjóðareign, sem handahafi réttinda hafi einungis rétt til að nýta með vissum skilyrðum. Einnig er lagt til að það verði í upphafi skýrar leikreglur um hvernig beri að innkalla réttindin ef það er talið á annað borð nauð- synlegt, t.d. á 15 ára tímabili. Byggðakvótar Í upptalningu á ókostum þess að stjórna fiskveiðum með framseljanlegum kvótum eru leiddar líkur, með réttu, að því að slíkt kerfi valdi byggðarösk- un. Í tillögu nr. 26 er lagt til að komið verði á byggðakvóta sem ætlaður verði þeim byggðum sem eru hve háðastar fiskveið- um til þess að koma í veg fyrir byggðaröskun. Fréttin í Morgunblaðinu Í allri umfjöllun um sjávar- útvegsmál finnst mér einkenn- andi hve Morgunblaðið hefur dregið taum kvótakerfisins og gert almennt lítið úr þeim aug- ljósu göllum sem eru á kerfinu og hampað mögulegum kostum kerf- isins. Eftir að hafa kynnt mér efni skýrslu Tonys Blair um stjórn fiskveiða þá tel ég að það sé víðs fjarri að Bretar séu að íhuga kvótakerfi að íslenskri fyrir- mynd. Frétt Morgunblaðsins byggði á misvísandi frétt í bresku dagblaði og er greinilegt að blaðið hefur birt fréttina án þess að kynna sér í neinu efni skýrslunn- ar. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort Morgunblaðið geri skýrslunni betri skil með hlut- lausari hætti og reyni með því að öðlast trúverðugleika í umfjöllun um stjórn fiskveiða. ■ 22. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Umræðan SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ■ alþingismaður skrifar um breska skýrslu um fiskveiðistefnu. Skýrsla Tonys Blair Grill kebab me› kús kús og salati 600 g fituhreinsaður lambabógur, skorinn í u.þ.b. 2½–3 cm bita ½ dl ólífuolía safi úr einni sítrónu 1 msk. salvía, smátt söxuð ½ msk. óreganó (ferskt), saxað laukur, skorinn í báta 1 paprika, skorin í bita Setjið kjötið í skál ásamt ólífuolíu, sítrónusafa, salvíu og óreganó og látið standa í u.þ.b. 3 klst. Raðið upp á pinna og setjið lauk og papriku til skiptis á milli kjötbitanna. Grillið í u.þ.b. 8–12 mín. og snúið nokkrum sinnum á meðan. Berið fram með t.d. kús kús og salati. Þegar Villi Naglbítur er búinn að græja kryddlöginn og skera lambakjötið í hæfilega bita setur hann allt í skál og fer svo að gera eitthvað annað næstu 3 tímana. Síðan þræðir hann kjötið og tilheyrandi grænmeti upp á pinna og grillar á svipstundu. F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 5 7 Uppáhald íslensku þjóðarinnar Fjöldi uppskrifta á www.lambakjot.is Villa Lambakjöt fyrir og ekkert bull Naglbít Á TOGARA Greinarhöfundur telur reynsluna af íslenska kvótakerfinu langt frá því að vera góða. ■ Eftir að hafa kynnt mér efni skýrslu Tonys Blair um stjórn fiskveiða þá tel ég að það sé víðs fjarri að Bretar séu að íhuga kvóta- kerfi að ís- lenskri fyrir- mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.