Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 38
Ég stend fyrir heljarinnarpönnsubakstri á fyrsta degi sumars og ætla þannig að lokka til mín fólk úr nærliggjandi húsum,“ segir Ilmur Stefánsdóttir, myndlist- arkona og pönnukökuspekúlant, en hún hyggur á opið nágrannakaffi heima fyrir í dag og ætlar þannig, í félagi við annað framárfólk í Vest- urbæjarsamtökum Reykjavíkur, að bjóða árstíð sólar velkomna með heljarinnar stafla af gómsætum pönnukökum. Sumardagurinn fyrsti er einn af eldri hátíðardögum hér á Fróni og pönnsubakstur sumarsins á sér því langa hefð hérlendis. Sumarsætindi voru hér áður gjarnan borin fram á blámynstruðum postulínsdiskum, sem í tíð danskra ríkisherra, þótti með fallegra borðtaui hér á bæjum. Ilmur segir bláu viðbótina ómissandi á borðið. „Ég á engan mynstraðan disk,“ viðurkennir Ilmur, sem lumar þó á einum bláköflóttum disk í eldhús- skápnum, sem hún hyggst nota und- ir góðmetið. Uppátækið á rætur sín- ar að rekja til íslenskra sveita, en þá bakaði fólk og bauð í framhaldi, ná- grönnum í pönnsukaffi á þessum fallega degi. Vesturbæjarsamtökin vilja, með þessum hætti, endur- vekja gamla og góða tíma og kynn- ast þannig nágrönnum yfir góðgæti og glensi á sumardeginum fyrsta. „Með uppátækinu viljum við efla samskipti nágranna, auka skilning á væntingum og óskum hinna og auð- vitað hlæja og spjalla um heima og geima,“ segir Ilmur ennfremur, en það verður eflaust margt um mann- inn í eldhúsinu hjá henni í dag. „Auðvitað þykir þó sumum alltaf gaman að baka, en sem betur fer vilja aðrir frekar borða. Framtakið er frábær hvatning til allra borgar- búa og byrjar hér í Vesturbænum. Við ætlum síður en svo að einskorða leikinn við ákveðin póstnúmer og vonum að einlægur ásetningur okk- ar, að bjóða nágrannafólki upp á pönnukökur, berist út um víðan völl. Við fáum vonandi hlýtt og gott veð- ur. Ef sú verður raunin, legg ég til að listakokkar steiki pönnukökur út- undir vegg í þeim tilgangi að laða granna sína að með yndislegum ilmi pönnukökunnar.“ ■ Richard M. Nixon, fyrrverandiforseti Bandaríkjanna, lést af völdum heilablóðfalls á þessum degi árið 1994. Nixon var á áttug- asta og öðru aldursári þegar hann lést og var bitur til síðasta dags yfir meðferðinni sem hann fékk í kringum Watergate-hneykslið en þann 9. ágúst 1974 neyddist hann til þess að segja af sér embætti forseta til þess að komast hjá ákæru og málsókn vegna Wa- tergate-málsins. Þá lét hann þessi fleygu orð: „I am not a crook“, eða „ég er ekki skúrkur“ falla en hann sætti sig aldrei við að hafa verið bendlaður beint við málið eftir að látið var að því liggja að hann hefði sjálfur fyrirskipað innbrotið í skrifstofur Demókrataflokksins í Watergate-byggingunni. Nixon fæddist í Kaliforníu árið 1913. Hann lauk laganámi og geg- ndi herþjónustu í bandaríska flot- anum í seinni heimsstyrjöldinni. Hann sneri sér að stjórnmálunum að loknu stríðinu og var kosinn á þing árið 1946. Dwight D. Eisen- hower valdi hann sem varafor- setaefni sitt árið 1952 og gegndi hann því embætti árin 1953-1960. Hann tapaði síðan naumlega fyrir J.F. Kennedy í forsetakosningun- um 1960 en kom, sá og sigraði árið 1968. ■ ■ Þetta gerðist 1864 Bandaríska þingið krefst þess að öll bandarísk mynt beri yfirskrift- ina „In God we trust“. 1889 Landæðið í Oklahoma byrjar á hádegi, þegar þúsundir manna ryðjast áfram til að eigna sér ódýrt land. 1931 Egyptar undirrita friðarsáttmála við Írak. 1931 James G. Ray lendir þyrlu á gras- lendi Hvíta Hússins. 1945 Hitler lýsir yfir ósigri og viður- kennir að sjálfsmorð kunni að vera hans eina úrræði. 1952 Kjarnorkutilraun í Nevada er sjónvarpað um öll Bandaríkin og verður þannig fyrsta kjarnorku- sprenging sýnd í sjónvarpi. 1954 Rannsókn bandaríska þingsins á ástandinu innan hersins hefst að undirlagi Josephs McCarthy sem taldi herinn of linan gagnvart kommúnisma. 1970 Dagur Jarðar er haldinn opinber- lega í fyrsta sinn. RICHARD M. NIXON Sór embættiseið sinn þann 20. janúar 1920 og beitti sér fyrir brottkvaðningu bandaríska hersins frá Víetnam, slakaði á í samskiptunum við Sovétríkin og stefndi að endurnýjun stjórnmálasambands við Kína. 26 22. apríl 2004 FIMMTUDAGUR ■ Afmæli Matthías Hemstock trommuleikari er 37 ára. Úlfur Hjörvar, leikskáld og þýðandi, er 69 ára. Guðmundur Oddsson, skólastjóri og fv. bæjarfulltrúi í Kópavogi, er 61 árs. Friðrik Á. Brekkan blaðamaður er 53 ára. ■ Sumardagurinn fyrsti Grafarvogur Klukkan 11 hefst kynning á klifri og golfi í Gufunesbæ. Skólamót í glímu hefst einnig á sama tíma í íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum, og frítt verður inn á svellið í Egilshöll frá 11 til 12.30. Skátar fara síð- an í fararbroddi skrúðgöngu frá Rima- skóla klukkan 13. Gengið verður að íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum þar sem haldin verður fjölskylduskemmtun. Breiðholt Helgistund í Fella- og Hólakirkju hefst klukkan 14. Þaðan verður haldið í skrúð- göngu að Miðbergi þar sem hverfishátíð hefst kl. 14.15. Einnig verður farið í skrúðgöngu frá Þinni verslun, Seljabraut 45, klukkan 13. Gengið verður að Hólmaseli þar sem hverfishátíð hefst kl. 14. Austurbær Skrúðganga frá Grímsbæ kl. 12.30 að Bústaðakirkju. Fjölskylduskemmtun í Víkinni kl. 14. Sameiginleg fjölskylduhá- tíð Tónabæjar og Þróttheima hefst ein- nig kl. 14 í Tónabæ. Árbær Klukkan 10 hefst skrúðganga frá Selás- og Ártúnsskóla. Gengið verður að Ár- bæjarkirkju þar sem messa verður með tónlistar- og skemmtiatriðum. Klukkan 11.30 hefjast fjölskylduskemmtanir í Ár- seli, Fylkishöll og Skátaheimili Árbúa. Vesturbær Helgistund hefst í Neskirkju klukkan 13. Síðan verður skrúðganga frá Neskirkju að Frostaskjóli við KR-völl þar sem fjöl- skylduhátíð hefst klukkan 14. Kópavogur Skátamessa í Kópavogskirkju klukkan 11. Skrúðganga leggur af stað frá Digra- neskirkju klukkan 13.30. Gengið er að íþróttahúsinu í Smáranum þar sem skemmtidagskrá fer fram. Fánaborg skáta og Skólahljómsveit Kópavogs leiða skrúðgönguna og hljómsveitin spilar meðan fólk gengur í húsið. Garðabær Skátamessa í Vídalínskirkju kl. 13. Skrúð- ganga hefst eins og venja er klukkan 14 og verður gengið frá Vídalínskirkju, niður Hofsstaðabraut, eftir Bæjarbraut að Hofsstaðaskóla, þar sem skemmtidag- skrá verður þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hafnarfjörður Helgistund í kaþólsku kapellunni kl. 10.30. Skrúðgangan hefst kl. 11.15. Gengið er frá kaþólsku kapellunni að Hraunbyrgi, þar sem dagskrá Hraunbúa hefst á hádegi. 22. apríl 1994 RICHARD M. NIXON ■ Þessi fyrrverandi forseti Bandaríkjanna lést á þessum degi. Hann hafði verið áber- andi í umræðunni síðustu árin, var þó alla tíð umdeildur og dó bitur. Sumardagurinn PÖNNUKÖKUBAKSTUR ■ Vesturbæjarsamtökin baka pön- nukökur á fyrsta degi sumars. JACK NICHOLSON Stórleikarinn verður 67 ára í dag. „Honey, I’m home“ ku enn vera eftirminnilegasta lína leikarans, sem sló eftirminnilega í gegn í hryllingsmyndinni The Shining á áttunda áratugnum. 22. apríl Valtýr Sigurðsson héraðsdóm-ari er nýr forstjóri Fangelsis- málastofnunar ríkisins en hann var skipaður í embættið þann 16. apríl. „Þetta er þó ekki fyrsta að- koma mín að stofnuninni,“ segir Valtýr, „ég var settur forstjóri 1998 í eitt ár en þá var Þorsteinn A. Jónsson, fráfarandi forstjóri, í leyfi,“ en hann tók einmitt við sem skrifstofustjóri Hæstaréttar 1. apríl. Að sögn Valtýs gerðust hlutirn- ir hratt í sambandi við nýja starf- ið: „Þetta kom snöggt upp en ég ákvað að segja skilið við dómara- starfið sem ég er búinn að sinna lengi og hefur fundist mjög skemmtilegt og krefjandi og það var nokkuð mikil ákvörðun.“ En koma einhverjar breytingar til með að fylgja hinum 59 ára gamla Siglfirðingi? „Það fylgja alltaf breytingar nýjum mönnum en það er ekki tímabært að ræða um þær að svo stöddu, það er svo stutt síð- an ég var skipaður. Hins vegar eru fangelsismálin mjög stór og aðkallandi málaflokkur og það vantar ekki verkefnin; það hefur til dæmis staðið til að byggja nýtt fangelsi áratugum saman svo eitt- hvað sé nefnt.“ Um áhugamálin segir Valtýr að þau tengist aðallega útivist: „Ég hef mjög gaman af því að skella mér á skíði og þá er ég áhugamaður um gönguferðir á Hornströndum. Skútusiglingar heilla einnig en þær hef ég stund- að víða um heim og nú er ég kom- inn aftur á kajak eins og í bern- sku,“ sagði Valtýr Sigurðsson, léttur í bragði. ■ Tímamót VALTÝR SIGURÐSSON ■ Nýr forstjóri Fangelsismálastofnunar. Úr dómssalnum í fangelsin VALTÝR SIGURÐSSON Fangelsismálin eru mjög stór og aðkallandi málaflokkur. Nýr fangelsismálastjóri á von á einhverjum breytingum en telur ekki tímabært að ræða þær. ILMUR STEFÁNSDÓTTIR MYNDLISTARKONA Er mikill pönnukökuspekúlant sem laðar að nágranna með lokkandi ilmi. Brosandi Ilmur býður sumarið velkomið Nixon deyr ósáttur og bitur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.