Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 45
33FIMMTUDAGUR 22. apríl 2004 Gravesen og Radzinski sáttir: Framlengja við Everton KNATTSPYRNA Tveir af lykilmönn- um enska úrvalsdeildarliðsins Everton hafa samþykkt að fram- lengja samning sinn við félagið. Þeir eru Daninn Thomas Gravesen og Kanadamaðurinn Tomasz Radzinski. Báðir leikmenn eiga fjórtán mánuði eftir af núverandi samn- ingi við félagið og hafa þeir hand- salað nýjan samning við Davbid Moyes, stjóra félagsins, en skrif- að verður undir samningana í sumar. Þeir verða báðir til tveggja ára. ■ Puma ver umdeilda búninga: Eru ekki ólöglegir KNATTSPYRNA Íþróttavöruframleið- andinn Puma hélt uppi vörnum í gær fyrir hinn umdeilda búning sem landslið Kamerún notaði í Afríkukeppninni á dögunum. Bún- ingurinn er heilgalli en ekki treyja og stuttbuxur eins og hefur tíðkast hingað til. Alþjóðaknatt- spyrnusambandið, FIFA, sektaði knattspyrnusamband Kamerún fyrir stuttu vegna búningsins og dró jafnframt sex stig af þjóðinni í undankeppni HM. „Við sýndum FIFA þennan bún- ing og þeir kvörtuðu ekki yfir neinu,“ sagði Horst Widmann, stjórnarmaður hjá Puma. „Það var tekin lokaákvörðun um að nota þennan búning eftir blaða- mannafund með Sepp Blatter, for- manni FIFA. Þess vegna er þetta óskiljanleg ákvörðun hjá FIFA.“ Forráðamenn Puma halda því einnig fram að búningurinn sé ekki einu sinni ólöglegur eins og forráðamenn FIFA vilja meina. Reglur FIFA kveða á um að keppninsbúningur skuli vera treyja, stuttbuxur, sokkar, legg- hlífar og skór. „Það er hvergi minnst á það í reglunum að stuttbuxurnar og treyjan skuli vera aðskilin. Treyj- an og stuttbuxurnar gegna sínu hlutverki eins og venjulega en eini munurinn er að þau eru saum- uð saman. Það hefði vel verið hægt að klippa bara í sundur ef þetta hefði verið eitthvað vanda- mál,“ sagði Widmann. Puma hefur sett málið inn á borð hjá lögfræðingum sínum og málaferli eru ekki útilokuð. ■ Liverpool mun opna veskið Forráðamenn Liverpool ætla að eyða 30 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar KNATTSPYRNA Fréttir frá Liver- pool þessa dagana herma að for- ráðamenn félagsins séu tilbúnir að opna veskið almennilega í þeirri von að það muni koma fé- laginu á ný í fremstu röð. Fjöl- margir leikmenn eru á óskalista Gerards Houllier, stjóra liðsins, sem einnig þarf að losa sig við nokkra leikmenn sem hafa ekki staðið undir væntingum. 14 milljónir punda hafa þegar verið teknar frá fyrir framherj- ann Djibril Cisse sem leikur með Auxerre. Félagi Cisse hjá Auxerre, varnarmaðurinn Phillippe Mexes, er einnig á óskalista Liverpool sem og Tún- isbúinn Hatem Trabelsi sem leikur með Ajax. Liverpool er einnig talið hafa augastað á hin- um efnilega leikmanni Nott- hingham Forest, Michael Daw- son. Þeir sem líklegast fá að fjúka í sumar eru El-Hadji Diouf, Salif Diao og Djimi Tra- ore. Yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, Rick Parry, segir að það verði sífellt erfiðara að standa uppi í hárinu á liðum á borð við Chelsea, sem virðist hafa endalausa peninga, en þrátt fyrir það muni þeir ekki gefa eftir í baráttunni. „Að sjálfsögðu hafa pundin hjá Chelsea sett strik í reikning- inn en við munum gera allt sem við getum til þess að komast á toppinn á ný. Það mun verða mikið átak að komast þangað á ný en ég lofa því að hjá þessu fé- lagi vinna allir að því af heilum hug,“ sagði Parry. Spekingar telja forráðamenn Liverpool kalda að ætla að eyða miklum peningum í sumar þar sem félagið hefur tapað umtals- verðum fjárhæðum á síðustu tveimur árum. Ef þeir komast síðan ekki inn í meistaradeild- inni í ár eru þeir án vafa að tefla mjög djarft. Það mun þó ekki slá forráðamenn félagsins út af lag- inu því Parry hefur sett starfs- fólk sitt í að leita annarra leiða til að afla frekara fjármagns. Það er líka ljóst að ef Liver- pool vill halda stórstjörnum sín- um, eins og Michael Owen og Steven Gerrard, þá verða þeir að sanna að þeir hafi metnað til þess að fara alla leið. Sá metnað- ur er oftar en ekki metinn af því hversu góða leikmenn félög kaupa. ■ ERU BÚNINGARNIR LÖGLEGIR EFTIR ALLT SAMAN? Samuel Etoo og félagar hans í Kamerún spiluðu í ólöglegum búningum að mati FIFA. STEVEN GERRARD Liverpool vill halda stórstjörnum sínum, eins og Steven Gerrard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.