Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Hvar er feg- ursta fljóðið? SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Spegill spegill herm þú mér Hver fegurst er á landi hér? VONDA STJÚPAN drottningin vildi fá svar þess efnis að það væri hún sem bæri af öllum öðrum í feg- urð, en töfraspegillinn sem átti svar við öllu svaraði því til að góða stúlk- an sem hafði verið plötuð, væri feg- urst. ÞAÐ ER varla að maður trúi því árið 2004 að sú lágkúra, sem fegurð- arsamkeppni er, sé nú enn einu sinni að hellast yfir fólk. Með sandpapp- írsmeðferð á hrufóttar kinnar og maraþonhlaupi á bráðnauðsynlegu gúmmífæribandi kviknar fegurð að innan og persónuleiki sem þeytist fram úr enni stúlku sem bíður krýn- ingar í konungsríki kjánanna, sem eru sérfræðingar í innri fegurð. ÞAÐ ER náttúrulega ekki von á góðu þegar heil sjónvarpsstöð gerir út á þennan menningarauka í mati á helmingi mannkyns. Það voru nokk- ur ár sem þessi vitleysisgangur lá niðri. Svo spruttu þessir fegurðar- sérfræðingar allt í einu upp úr fjós- haugnum eins og gorkúlur og þetta varð að skemmtidagskrá. En hverj- um er skemmt? Hvað er eiginlega skemmtilegt við það að sjá unglings- stúlkur hökta um á háum hælum á kjólum með bert niður á rass og snúa sér nokkra hringi? JÚ, ÞAÐ er rosalega skemmtilegt að sjá hvað þær hafa mikinn persónu- leika og hvað það eru mikil tækifæri þessu samfara. Tækifæri til þess að koma sér áfram í aurskriðu skemmt- anaiðnaðarins. Þær geta orðið stiga- verðir í spurningarkeppnum þar sem strákar keppa við stráka um þekkingu á ýmsum málefnum. Þær geta unnið sér inn krem og smyrsl fyrir þúsundir króna og þær geta fengið að auglýsa bíla ef vel gengur. NÚ SVO er þetta víst svo óskap- lega þroskandi. Að ég minnist nú ekki á hvað það er frábært að fá þarna tækifæri til þess að læra hvernig hirða á neglurnar einkum og sér í lagi ef þær eru úr gerviefni. Samkeppni er af hinu góða segja postular frelsisins sem predika án afláts og strá fræjum oní sandkass- ana. Á hvaða slóð er hægt að finna hið eðla fljóð? ■ Bakþankar ELÍSABETAR BREKKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.