Fréttablaðið - 23.04.2004, Page 1

Fréttablaðið - 23.04.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FÖSTUDAGUR DAGUR BÓKARINNAR Alþjóðadag- ur bókarinnar og höfundarréttar, 23. apríl, er haldinn hátíðlegur víða um heim að frumkvæði UNESCO, menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Dagurinn er helgað- ur bókinni og hefur Félag íslenskra bókaút- gefenda beitt sér fyrir hátíðahöldum og margvíslegri dagskrá af því tilefni. Meðal annars verður efnt til bókaþings í Iðnó í dag og hefst það klukkan 13. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FER AÐ RIGNA Í REYKJAVÍK síðdegis en eitthvað fyrr með suður- ströndinni. Skúrir austantil en bjartast norðvestantil. Hlýtt í veðri. Sjá síðu 6 23. apríl 2004 – 110. tölublað – 4. árgangur 2 3 . A P R Í L T I L 2 9 . A P R Í L 2 0 0 4birta vikulegt tímarit um fólkið í landinu N R . 1 6 . 2 0 0 4 Launþegar undir pressu Blóm launa ást og umhyggju Barnatískan Dansað í Danshöllinni Ótukt Önnu Pálínu Stjörnuspáin Lífið er eitt allsherjar brúðuleikhús Oddný Eir Ævarsdóttir: Lífið er eitt allsherjar brúðuleikhús birta Oddný Eir Ævarsdóttir: ▲Fylgir Fréttablaðinu dag SELLAFIELD-DEILAN LEYST Bretar ætla að hætta nær allri losun geislavirks efnis frá Sellafield-kjarnorkuendurvinnslustöðinni. Umhverfisráðherra segir þetta mikinn sigur fyrir íslenskan sjávarútveg. Sjá síðu 2 MINNA FER FYRIR DEILUM Eftir samning VR við SA er búið að semja við þorra stéttarfélaga í landinu. Fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur betri upplýsingar og góða reynslu fyrri samninga skýra minni átök á vinnumark- aði. Sjá síðu 4 70 MILLJARÐA TEKJUR Samgöngu- ráðherrar Íslands og Írlands vígðu nýtt flug- skýli Atlanta í Shannon á Írlandi. Þúsund manns starfa nú hjá sjö fyrirtækjum Atl- anta-samsteypunnar og verða tekjurnar um 70 milljarðar á árinu. Sjá síðu 6 RÖNG MYND Þrjú palestínsk ungmenni á vegum Rauða hálfmánans kynntu sér störf íslenskra sjúkraflutningamanna. Þau telja að raunverulegt ástanda mála komist illa til skila í gegnum fjölmiðla á Vesturlöndum. Sjá síðu 10 anna pálína og ótuktin ● barnatískan STJÓRNMÁL Gert er ráð fyrir tals- verðum breytingum á mögulegu eignarhaldi á fjölmiðlum sam- kvæmt niðurstöðu nefndar mennta- málaráðherra. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er ekki gert ráð fyrir að fyrirhugaðar lagabreytingar verði afturvirkar og því muni þær ekki hafa áhrif á núverandi eignarhald fjölmiðla. Við endurúthlutun út- varpsleyfa og sjónvarpsrása reyni fyrst á þau ákvæði laganna. Frumvarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra er sagt ganga lengra en tillögur nefndarinnar og gera ráð fyrir að þrýst verði á um breytingar á fjölmiðlamarkaði. Ástæða þess að forsætis- ráðherra, en ekki menntamála- ráðherra, leggur fram frumvarpið er sú að um svokallaðan bandorm er að ræða, en frumvarpið felur í sér breytingar á lögum sem heyra undir fleiri en einn ráðherra. Þetta ætti einungis við um Norðurljós, móðurfélag Frétta- blaðsins, DV og Stöðvar 2. Samkvæmt fréttum ríkis- útvarpsins í gærkvöld gerir nefnd- in ráð fyrir að öllum fyrirtækjum í dagblaðaútgáfu og hljóðvarps- og útvarpsrekstri verði gert að veita upplýsingar um eignarhald og að tilkynna verði breytingar á eignar- haldi. Þá muni Samkeppnisstofnun verða veittar heimildir til að koma í veg fyrir breytingar á eignar- haldi. Heimildir Fréttablaðsins segja að nefndin vilji breytingar á sam- keppnislögum svo mögulegt verði að koma í veg fyrir samráð og sam- þjöppun fjölmiðla. Útvarpið sagðist hafa heimildir fyrir því að nefndin leggi til að samkeppnisyfirvöld fái heimild til að banna fyrirtækjum sem eiga í öðrum rekstri að eignast hlut i fjölmiðlafyrirtæki. Fréttastofa útvarps sagðist einnig hafa heimildir fyrir því að bannað verði að fyrirtæki í dag- blaðaútgáfu eða fyrirtæki sem á í blaðaútgáfu fái leyfi til rekstrar ljósvakamiðla og að ekki verði leyft að sami aðili hafi leyfi til að reka bæði sjónvarp og útvarp. Þá mun nefndin vilja lög sem tryggi sjálfstæði frétta- og blaða- manna gagnvart eigendum fjöl- miðlanna. Margir þingmenn Framsóknar- flokksins sjá ekki ástæðu til að málinu verði hraðað gegnum Alþingi á síðustu starfsdögum þingsins og vilja að rýmri tími verði til þess að meta niðurstöðu nefndarinnar áður en ákvarðanir um lagabreytingar verða teknar. Menntamálaráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið á mið- vikudag að skýrslan yrði kynnt í dag, föstudag. thkjart@frettabladid.is Takmarkað eignarhald Nefnd um fjölmiðla leggur til að eignarhald á fjölmiðlum verði takmarkað. Nefndin gerir ekki ráð fyrir að slík lagasetning verði afturvirk. GARÐYRKJA „Ég hef mikinn áhuga á garðyrkju og blómarækt en hef því miður ekki aðstöðu á Bessastöðum til að sinna því sem skyldi. Mig langar til að eignast garð til rækt- unar. Sérstaklega vil ég rækta ís- lensk blóm og jurtir,“ sagði Dorrit Moussaieff en forsetahjónin voru viðstödd afhendingu Garðyrkju- verðlaunanna 2004 í Hveragerði í gær. Ólafur Ragnar segist ekki vera jafn mikill áhugamaður um garðrækt og Dorrit, enda sé hún „sérstaklega mikil garðræktar- kona“. „Ég fylgist þó náið með starfi Garðyrkjuskólans“ bætti hann við, „en breytingar í íslenskri garðyrkju undanfarin ár hafa verið alveg stórkostlegar“. Sjá nánar síðu 8 Dorrit Moussaieff: Langar í blómagarð á Bessastaði Kvikmyndir 38 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 30 Sjónvarp 40 ● tíska Misheppnuð fatakaup í London Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS SJÚKDÓMAR Rúmlega 600 milljónir manna, aðallega börn í Afríku, horfast daglega í augu við dauð- ann vegna þess að virk malaríulyf eru ófáanleg á mörgum stöðum. Þau ódýru lyf sem notuð hafa ver- ið um árabil með góðum árangri eru hætt að virka þar sem veiran sem veldur veikinni er orðin ónæm fyrir þeim flestum. „Ein milljón barna deyr ár hvert í Afríku vegna malaríu og nokkrar milljónir til viðbótar verða fársjúkar,“ segir Lee Jong Wook, framkvæmdastjóri Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. „Á mörgum stöðum er enn verið að gefa börnum lyf sem virka lít- ið eða alls ekki á sama tíma og nýjar og betri meðferðir eru til sem þeir sem eru í mestri nauð hafa ekki aðgang að.“ Á Vesturlöndum eru í boði svokölluð ACT-lyf sem virka mjög vel gegn malaríu en þó ódýr séu á vestrænan mæli- kvarða eru þau tíu sinnum dýrari en eldri lyf sem nú eru notuð í fá- tækari löndum heimsins. Utan- aðkomandi hjálp er nauðsynleg ef takast á að gefa 600 milljón börnum lífsvon í baráttu gegn sýki sem auðvelt er að verjast. ■ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vill hertan róður gegn malaríu: Þrjú þúsund börn deyja daglega MILLJÓNIR Í HÆTTU Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að rúm- lega 600 milljónir manna þurfi lífsnauð- synlega á virkum malaríulyfjum að halda. FORMENN STJÓRNARFLOKKANNA Það ræðst á ríkisstjórnarfundi í dag hvort frumvarp forsætisráðherra fær stuðning stjórnar- þingmanna til að koma til afgreiðslu Alþingis í vor. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.