Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 2
2 23. apríl 2004 FÖSTUDAGUR „Miðað við aldur minn getur hann verið mjög langur.“ Valtýr Sigurðsson var sendur úr héraðsdómi í fangelsi. Þó gerði hann ekkert af sér heldur er hann nýtekinn við sem fangelsismálastjóri. Spurningdagsins Valtýr, er þetta langur dómur sem þú fékkst? ■ Evrópa ■ Bandaríkin Deilan um Sellafield leyst Bretar ætla að hætta nær allri losun geislavirks efnis frá Sellafield- kjarnorkuendurvinnslustöðinni. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir þetta mikinn sigur fyrir íslenskan sjávarútveg. UMHVERFISMÁL Bretar tilkynntu í gær að hætt yrði nær allri losun geislavirks efnis í hafið frá kjarn- orkuendurvinnslustöðinni í Sellafield. Geislavirka efnið, teknesíum 99, hefur greinst í skel- fiski meðal annars við strendur Íslands og Noregs og hafa þjóð- irnar ásamt Írum barist lengi fyr- ir því að losun efnisins yrði hætt. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra segir þessa ákvörðun mikinn sigur og segja megi að deilan milli Ís- lendinga og Breta um Sellafield sé þá úr sögunni. „Við höfum haft í forgangi í okkar vinnu í um- hverfisráðuneyt- inu að verja hreinleika hafsins því það eru miklir hagsmunir í því í sjávarútvegi að halda þessari góðu ímynd og halda því á lofti að norður- Atlantshafið er með hreinustu höf- um í heimi,“ segir Siv. Siv segir jafnframt að það skili sér greinilega að halda uppi fag- legum málflutningi og sé hún him- inlifandi yfir því að nú hafi Bretar tekið þetta mikilvæga skref. „Teknesíum 99 er það efni sem við höfum haft hvað mestar áhyggjur af. Bretar hafa reyndar dregið úr losun nú þegar. Árið 2000 minnkuðu þeir losun um rúman helming, úr tvöhundruð Tbq í níu- tíu og nú niður í tíu. Ríki hafa jafn- framt skuldbundið sig til þess að árið 2020 verði engin geislameng- andi efni losuð í hafið,“ segir Siv. Í breskum fjölmiðlum kemur fram að breska kjarnorkumála- stofnunin varði einum og hálfum milljarði króna í útbúnað sem ger- ir það kleift að minnka losun efnisins um níu tíundu. Að sögn Sivjar verður geislavirka efninu breytt í fast form, steypt í gler- hólka og geymt djúpt í jörðu í stað þess að vera losað í hafið eins og hingað til hefur verið gert. Teknesíum 99 er geislavirkt efni og er helmingunartími þess um 213 þúsund ár. Efnið berst með hafstraumum frá Sellafield á sjö til tíu árum upp með vesturströnd Noregs að Svalbarða, en þar sveigja haf- straumar niður með austurströnd Grænlands í átt að Íslandsmiðum. Þynning efnisins er mikil á leið- inni, eða þúsundföld, og hafa ekki mælst skaðleg gildi við Íslands- strendur. Að sögn Sivjar getum við þó hugsanlega farið að mæla hækkuð gildi um þessar mundir en Norð- menn gera ráð fyrir því að eftir nokkur ár fari gildin hjá þeim að lækka í kjölfar þessarar ákvörð- unar Breta. sda@frettabladid.is Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands veitt í fyrsta sinn: Þrír verðlaunaðir fyrir framúrskarandi umfjöllun VERÐLAUN „Ég lít á þetta sem viður- kenningu kollega minna á því sem við höfum verið að gera á Frétta- blaðinu og DV,“ segir Reynir Traustason, blaðamaður á DV, en hann hlaut ein af þremur blaða- mannaverðlaunum sem Blaða- mannafélag Íslands veitti á Hótel Borg í fyrrakvöld. Hlaut hann viður- kenninguna fyrir umfjöllun um rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna. „Þetta er sigur fyrir Fréttablaðið og DV, sem alla tíð hafa sætt ofsókn- um yfirvalda hér á landi og því fagna ég þessum verðlaunum. Ef eitthvað er út á að setja þá hefði ég talið að umfjöllun mín um stóra Bolludags- málið, þar sem upplýst var að for- sætisráðherra olli skelfingu í stór- fyrirtæki og innan síns eigin flokks, ætti verðskuldað að hljóta þessa við- urkenningu. Það einstaka mál hefur orðið tilefni þess að sótt hefur verið hvað harðast að Fréttablaðinu og DV og því haldið fram að við séum hand- bendi eigenda okkar. Af því máli er ég stoltastur en auðvitað er það ekki á mínu færi að ákveða hvað verð- launað er fyrir.“ Aðrir sem viðurkenningar hlutu voru þau Agnes Bragadóttir hjá Morgunblaðinu fyrir umfjöllun sína um Íslandsbanka og skattamál Jóns Ólafssonar og Brynhildur Ólafsdótt- ir hjá Stöð 2 fyrir bestu rannsóknar- blaðamennskuna. ■ Landspítali: Þrjár millj- ónir til þyrlulækna LÆKNISÞJÓNUSTA Sáttatilboð dóms- málaráðuneytis og heilbrigðismála- ráðuneytis verður lagt fyrir þyrlu- lækna hjá Landhelgisgæslunni í dag, að sögn Magnúsar Péturssonar, for- stjóra Landspítala - háskólasjúkra- húss. Tilboðið hljóðar upp á þriggja milljóna króna aukafjárveitingu sem á að tryggja kostnað við rekstur læknavaktarinnar fram að áramót- um. Þangað til vill ráðuneytið endur- skoða samninginn við læknana og komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. ■ KINDIN DOLLÝ Vísindamenn sem klónuðu kindina vilja nú fá leyfi til að klóna mennsk fóstur til að rannsaka taugasjúkdóma. Vísindamenn sem klónuðu Dollý: Vilja klóna mennsk fóstur VÍSINDI Vísindamennirnir sem klónuðu kindina Dollý hafa sótt um leyfi til að klóna mennsk fóst- ur. Prófessor Ian Wilmut vill nota þau til að rannsaka hreyfitauga- sjúkdóma. Wilmut lagði mikla áherslu á að hans lið hefði ekki í huga að klóna börn og myndi eyði- leggja fóstrin strax eftir rann- sóknirnar. Hann vill alls ekki missa af þessu tækifæri til að rannsaka sjúkdóma þar sem fóstrin hafa enn ekki þann eigin- leika að vera meðvituð um hlutina í kringum sig. ■ BARNAKLÁM HJÁ DÓMARA Fimmtugur danskur dómari mun koma fyrir sinn eigin rétt innan tíðar eftir að lögregla fann þús- undir barnaklámsmynda í tölvu dómarans. Búist er við þungum dómi yfir manninum vegna for- dæmisgildis hans. HÚÐ OG HÁR Á SÝNINGU Hol- lensk listakona hefur opnað sýn- ingu þar í landi á munum gerðum úr húð hennar sjálfrar. Er þar meðal annars að finna eftirlík- ingu af skammbyssu en listakon- an nýtur aðstoðar skurðlæknis við að fjarlægja nógu stóra bita úr húð hennar til að útbúa hin margvíslegustu listaverk. RUGLAÐIST Í RÍMINU Fullvaxinn nashyrningur varð í miðjum ást- arleik með vinkonu heltekinn af bílgirnd. Bílkynhneigður nashyrningur: Æstur í bifreið BRETLAND Safaríferð í breskum garði tók óvænta stefnu þegar nashyrningur sem gestir hugðust mynda varð yfirkominn af girnd til Renault-bifreiðar ferðalang- anna. Nashyrningurinn var í miðj- um forleik við vinkonu sína þegar hann uppgötvaði hjá sér nýjar og heitar kenndir til bifreiðarinnar. Skipti engum togum að hinn tólf ára gamli nashyrningur lagðist á bílinn og hóf við hann innileg at- lot. „Þetta var svaka flykki og greinilega mjög æstur,“ er haft eftir einum safarífaranna. ■ FÆRRI ERLENDIR FERÐAMENN Háttsettir bandarískir embætt- ismenn segja að erlendum ferðamönnum hafi fækkað verulega eftir að stjórnvöld hertu öryggisreglur og settu ýmsar hömlur á heimsóknir út- lendinga í kjölfar hryðjuverka- árásanna 11. september. Colin Powell utanríkisráðherra segir að grípa verði til aðgerða til að snúa þessari þróun við. VERÐLAUNAHAFAR Reynir Traustason, DV, Brynhildur Ólafs- dóttir, Stöð 2, og Agnes Bragadóttir, Morg- unblaðinu, hlutu verðlaun Blaðamanna- félags Íslands fyrir framúrskarandi blaða- mennsku. Agnes var fjarstödd og tóku börn hennar Sunna og Sindri Viðarsbörn við verðlaunum fyrir hennar hönd. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KJARNORKUENDURVINNSLUSTÖÐIN Í SELLAFIELD Bretar tilkynntu í gær að hætt yrði nær allri losun geislavirks efnis í hafið frá kjarnorku- endurvinnslustöðinni í Sellafield. Umhverfisráðherra segir þetta mikinn sigur fyrir íslensk- an sjávarútveg. SIV FRIÐLEIFS- DÓTTIR „Við höfum haft í forgangi í okkar vinnu í umhverfis- ráðuneytinu að verja hreinleika hafsins.“ Umdeild myndbirting á CBS: Sýndu myndir af Díönu á slysstað LUNDÚNIR, AP Fjölskylda Díönu prinsessu af Wales er ævareið yfir ákvörðun bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar CBS að birta ljósmyndir sem teknar voru á slysstað í París skömmu eftir að bíll Díönu ók á stöpul í undirgöng- um. Myndirnar sýna Díönu þar sem hún lá deyjandi í bílnum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í gær undir gagn- rýni aðstandenda Díönu og sagði myndbirtinguna vera ósmekk- lega. Á miðvikudag voru ljós- myndir af vettvangi slyssins sýndar í fréttaskýringaþættinum „48 Hours“ en þar var ítarlega fjallað um dauða prinsessunnar. Myndirnar sem sýndar voru sýna lækni stumra yfir Díönu á slysstað. Forsvarsmenn CBS-sjón- varpsstöðvarinnar vörðu ákvörðun- ina og sögði að myndin hefði verið sýnd í samhengi við efni þáttarins, sem innihélt viðtal við lækninn sem fyrstur kom á slysstað. Mohammed al Fayed, faðir Dodis, ástmanns Díönu sem einnig fórst í slysinu, sagði að sýning myndanna væri ónærgæt- in og óskammfeilin. Í breskum dagblöðum var sýn- ing myndanna fordæmd. ■ FLAK BÍLSINS Bíllinn sem Díana prinsessa, Dodi al Fayed og bílstjóri þeirra voru í þegar slysið átti sér stað 31. ágúst árið 1997. Hér sjást lögreglumenn undirbúa að flytja flak bílsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.