Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 12
12 23. apríl 2004 FÖSTUDAGUR ■ Lögreglufréttir FÖÐURLAUSA MÚSIN KAGUYA Japönskum vísindamönnum hefur tekist að skapa músarunga án aðkomu karlkyns músar. Kaguya á þess í stað tvær mæður. Þetta er í fyrsta sinn sem spendýr er rækt- að eingöngu úr kvenkyns kynfrumum. Sakfelldir fyrir verslun með líffæri úr dýrum: Seldu gallblöðrur úr skógarbjörnum VIRGINÍA, AP Dómstóll í Virginíuríki í Bandaríkjunum dæmdi þrjá inn- flytjendur í skilorðsbundð fang- elsi og til greiðslu sektar fyrir verslun með líffæri úr norður- amerískum skógarbjörnum. Rannsókn málsins hafði staðið yfir í þrjú ár og voru fjórir karl- menn, allt innflytjendur frá Suð- ur-Kóreu, ákærðir fyrir verslun með gallblöðrur og önnur líffæri úr norður-amerískum skógar- björnum. Gallblaðra bjarnanna er víða í Asíu talin hafa mikinn lækningamátt og er greitt hátt verð fyrir líffærið. Þrír mann- anna játuðu sök og þurfa þeir að greiða sem nemur 160 til 600 þús- und krónur í sekt hver um sig. Fjórði sakborningurinn hafnaði dómssátt og verður réttað yfir honum í sumar. Chris Miller, saksóknari í Virginíu, segir að verslun með líffæri úr dýrum hafi aukist til muna og að minnsta kosti 30 sam- bærileg mál komi fyrir dómstóla á næstu mánuðum. ■ Ekkert verra en Sharon Þrjú palestínsk ungmenni á vegum Rauða hálfmánans kynntu sér störf íslenskra sjúkraflutninga- manna. Þau eru óttaslegin vegna þróunar mála heima fyrir og telja að raunverulegt ástand mála komist illa til skila í gegnum fjölmiðla á Vesturlöndum. Þrjú ungmenni frá Rauða hálf-mánanum í Palestínu eru í heim- sókn hér á landi og á mánudag voru þau í kynningu hjá Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins og ferðuðust með sjúkra- og neyðarbílum um borgina. Þau Ziad Ismail, Mada Jeshi og Sonia Maayeh hafa öll reynslu af störfum við sjúkraflutninga á svæðum Palestínumanna á her- numdu svæðunum við Vesturbakka Jórdanár og í Gaza. Þau segja að stærsti munurinn á starfsaðstæð- um hér og þar sé að á Íslandi séu vegir greiðir og lítið mál að komast á milli staða með sjúklinga og slas- aða. Heima horfi málin töluvert öðruvísi við. Þar séu vegatálmar á nokkurra kílómetra fresti og al- gengt sé að sjúkrabílar komist ekki í gegnum þá og því þurfi að bera sjúklinga um nokkur hundruð metra leið til þess að koma þeim um borð í sjúkrabílana. „Þetta er eiginlega það sama og við gerum heima,“ segir Sonia um reynsluna í Reykjavík. Hún segir að sjúkrabílarnir hér séu betur búnir en í Palestínu en það sé með- al annars vegna þess að í Palestínu þurfi bílarnir að vera léttir og þar sé aðeins hægt að koma einföld- ustu tækjum fyrir í bílunum. Hlegið að sjúkraflutninga- mönnum Þau segja að þegar hermenn stöðvi sjúkraflutningabíla hlæi þeir gjarnan að sjálfboðaliðunum og láti sér fátt um finnast þótt verið sé að tefja flutning á lífshættulega veiku eða særðu fólki – og oft hafi fólk lát- ið lífið vegna tafanna. „Við hringjum í fulltrúa Rauða krossins þegar þetta gerist en ísra- elsku hermennirnir bera enga virð- ingu fyrir þeim eða öðrum hjálpar- stofnunum,“ segir Sonia. Hún bend- ir einnig á að sjúkrabílar hafi orðið fyrir árásum, svo sem eins og þegar árás var gerð á höfuðstöðvar Arafats í Ramallah. Kynna raunverulega stöðu í Palestínu Þrátt fyrir að aðstæðurnar séu ólíkar á Íslandi og í Palestínu töldu palestínsku ungmennin sig hafa lært þó nokkuð á heimsókninni og þau höfðu greinilega átt góð sam- skipti við íslensku sjúkraflutninga- mennina. Ferðin til Íslands er hluti af ungmennaskiptaáætlun Rauða krossins og Rauða hálfmánans og segir Sonia að þótt Rauði hálfmán- inn sé ekki pólitísk hreyfing þá noti þau tækifærið á ferðalögum sínum til þess að koma á framfæri upplýs- ingum um raunverulega stöðu mála í Ísrael og í Palestínu. Þau segja að ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs fari versnandi og ný- legar aftökur á tveimur leiðtogum Palestínumanna hafi einungis gert illt verra. „Ísraelar eru að reyna að drepa alla leiðtoga okkar. Við erum á móti hryðjuverkum og við reyn- um að vera róleg yfir þróuninni en við vitum að þessara aðgerða verð- ur hefnt,“ segir Sonia. Ísraelar stjórna fjölmiðlaumfjölluninni „Ísraelar hafa úr svo miklu fjár- magni að spila að þeir geta haft áhrif á hvernig fjölmiðlar á Vestur- löndum fjalla um það sem er að ger- ast. Þegar palestínskir unglingar kasta grjóti að hermönnum er það jafn mikil frétt í augum Vestur- landabúa og þegar hermenn með al- væpni ráðast á borgirnar okkar,“ segir Sonia. Mada segir að þegar hún hafi tekið ljósmyndir sem sýni illa með- ferð Ísraela á Palestínumönnum með sér í ferð hafi myndunum ver- ið stolið úr farangri hennar. Hún er viss um að tollgæslumenn í Ísrael eða Frakklandi hafi séð til þess að myndir sem ekki samræmdust áróðursstríði Ísraela kæmust ekki út úr landinu. Mada segir að Ísraelar leggi mikið á sig til þess að láta líta svo út að þeir séu fórnarlömbin í átökun- um milli Ísraela og Palestínumanna. „Það er látið eins og við séum skepnur. Það er eins og það skipti engu máli þegar Ísraelar drepa Palestínumann,“ segir hún. Sonia segir að ferlið sé alltaf eins. „Þegar ekkert hefur verið gert í einhvern tíma hefja Ísraelar að- gerðir gegn Palestínumönnum sem síðan kalla á svör.“ Ekkert verra en Sharon Ekki þarf að koma á óvart að palestínsku ungmennin séu lítt hrif- in af Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Aðspurð að því hvort þau telji ekki að mestur hluti Ísraela vilji frið segja þau að ef svo væri myndi fólk varla kjósa Sharon í embætti. „Það er ekkert eins og Sharon. Hann heldur að ef það er hægt að ná árangri með beitingu ofbeldis sé hægt að ná meiri árangri með því að beita enn meira ofbeldi en ekki með því að semja,“ segir Mada. Hryðjuverk eina vopnið Þau segja að Vesturlandabúar verði að gera sér grein fyrir því að sjálfsmorðsárásir séu eina vopn Palestínumanna í baráttu gegn vopnuðum her Ísraelsmanna. „Ég skil ekki hvernig Bandaríkjamenn og Evrópubúar hugsa þetta. Þegar enginn lögmætur her er til staðar – hvernig er hægt að berjast?“ spyr hún og bendir á að þær þjóðir sem hafi stutt við bakið á Palestínu- mönnum, svo sem Sýrland og Íran, verði fyrir refsiaðgerðum af hálfu alþjóðasamfélagsins. „Þegar fólki er meinað að berjast með her – hvað á fólk að gera? Ég er ekki að mæla sjálfsmorðsárásum bót en fólk verður að skoða þær í þessu sam- hengi,“ segir Mada. ■ Lokun Kísiliðjunnar: Stéttarfélög áhyggjufull ATVINNUMÁL Stéttar- og verkalýðs- samtök á Norðausturlandi hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála hjá Kísiliðjunni við Mývatn og hafa óskað eftir fundum með þingmönn- um kjördæmisins. Stjórn Kísiliðj- unnar tilkynnti fyrir skömmu að verksmiðjunni yrði lokað þann 1. desember næstkomandi og tæplega 50 starfsmenn hennar myndu missa vinnuna fram að þeim tíma. Þykir þetta reiðarslag fyrir sveitarfélagið enda fáir aðrir atvinnumöguleikar fyrir hendi á svæðinu. Vonir standa þó til að uppsetning kísilduftverk- smiðju gangi eftir en enn er reynt að fá fjármagn til þess verkefnis. ■ – hefur þú séð DV í dag? Hells Angels Íslandsvinur dæmdur í Noregi ÖLVAÐUR Í BAKARÍI Maður var færður í fangageymslur hjá lög- reglunni í Keflavík eftir að hafa verið með ölvunarlæti í bakaríi í Grindavík í hádeginu í gær. MISSIR PRÓFIÐ Ökumaður var tekinn á 127 kílómetra hraða á Reykjanesbraut við Vogaafleggj- ara þar sem leyfilegur hámarks- hraði er 70 kílómetrar á klukkus- tund. Fyrir hraðaksturinn missir ökumaðurinn ökuréttindi í mánuð og fær 50 þúsund króna sekt. TÓLF TEKNIR Tólf voru handtekn- ir í fyrrinótt og færðir til yfir- heyrslu á lögreglustöðina við Hverfisgötu vegna fíkniefna- brota. Um var að ræða fjögur mál og gistu fjórir fangageymsl- urnar til morguns vegna annar- legs ástands. Þeir voru yfir- heyrðir í gærmorgun. Að öðru leyti gekk skemmtanalífið nokk- uð vel fyrir sig í Reykjavík þótt nóttin hafi verið annasöm hjá lögreglu. Í KYNNINGU HJÁ SLÖKKVILIÐI HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Sonia Maayeh, Mada Jeshi og Ziad Ismael kynntu sér störf sjúkraflutningamanna á mánudag- inn. Aðstæður hér á landi eru ólíkar því sem þau eiga að venjast. Heimafyrir þurfa sjúkrabílar gjarnan að stoppa við fjölmarga vegatálma á leið sinni með sjúka eða særða á sjúkrahús. Fréttaviðtal ÞÓRLINDUR KJARTANSSON ■ ræðir við þrjú ungmenni frá Palestínu sem voru í heimsókn á Íslandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T NORÐUR-AMERÍSKUR SKÓGARBJÖRN Verlsun með líffæri úr dýrum hefur aukist til muna. Nýlega voru fjórir menn ákærðir fyrir viðskipti með gallblöðru úr norður- amerískum skógarbjörnum en blaðran er í Asíu talin hafa mikinn lækningamátt. HERMENN VIÐ VEGATÁLMA Hermenn miða byssu á barn við vegatálma í borginni Ramallah. Myndin er úr bæklingi Rauða hálfmánans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.