Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 18
18 23. apríl 2004 FÖSTUDAGUR VIÐBRÖGÐIN ÆFÐ Sérsveitir grísku lögreglunnar búa sig nú af kappi undir Ólympíuleikana sem hefjast í Aþenu í ágúst. Hér æfa sérsveitarmenn aðgerðir við gíslatöku. Kjarnorkuáætlun Ísraela: Framleiða enn kjarnorkuvopn ÍSRAEL Ísraelar eru enn að fram- leiða kjarnorkuvopn og hafa þegar komið sér upp hátt í 300 kjarnaoddum, segja sérfræðing- ar. Mordechai Vanunu, sem lak upplýsingum um kjarnorku- vopnaáætlun Ísraela í vestræna fjölmiðla um miðjan níunda ára- tuginn, var sleppt úr fangelsi í Ísrael í fyrradag. Ísrael er ekki aðili að samn- ingnum um takmörkun á út- breiðslu kjarnorkuvopna og því getur Alþjóðakjarnorku- málastofnunin ekki haft eftirlit með kjarnorkuáætlun landsins. Stofnunin hefur þó ítrekað óskað eftir viðræðum við ísra- elsk stjórnvöld. Ísraelar hafa ekki viljað tjá sig um það hvort þeir hafi yfir kjarnorkuvopnum að ráða. ■ Byrlun nauðgunarlyfs er tilraun til nauðgunar Ef kona telur sér hafa verið byrlað nauðgunarlyf þarf hún að tilkynna tilraun til nauðgunar. Aðeins þá getur hún fengið úr því skorið með blóðprufu hvort grunur hennar sé réttur. Lög- regla hvetur konur til að kæra því aðeins þannig fái lögreglan upplýsingar um þessi mál. Ég skil ekki alveg ef fyrirstaða erfyrir því að láta mæla nauðgun- arlyf í blóðsýnum kvenna sem telja sér hafa verið byrlað það. Það hefur enginn hag af því að það sé ekki mælt nema brotamennirnir sjálfir,“ segir Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir þegar hann er spurð- ur um ástæðu þess hvers vegna konum sé neitað um að lyfjaleit í sýnum telji þær að sér hafi verið byrlað nauðgunarlyf. Nýlega ræddi Fréttablaðið við konur sem töldu að sér hefði verið byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað í borginni. Þær misstu meðvitund án þess að hafa neytt mikils áfengis og höfðu ekki neytt neinna fíkni- efna. Við komu á bráðavakt næsta dag var þeim neitað um að gerð yrði lyfjaleit í blóði þeirra. Ástæðan var sögð kostnaður vegna rannsóknar- innar, en hann er nálægt fjörutíu þúsund krónum. Stúlkurnar kærðu málið ekki til lögreglu því þær höfðu engar sann- anir í höndunum um að þeim hefði verið byrlað lyf. Sigríður J. Friðjónsdóttir hjá Ríkissaksóknara staðfesti að síð- ustu ár hefðu engin nauðgunarmál farið fyrir dómstóla þar sem um lyfjagjöf væri að ræða. Hún sagði ástæðuna vera hversu erfitt væri að sanna að nauðgunarlyfjum hefði verið beitt. Tilgangurinn þarf að vera læknisfræðilegur Jón Baldursson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi, segir lyfja- leit í sýnum einungis gerða í læknis- fræðilegum tilgangi. „Við gerum þessi próf bara ef það hefur einhverja þýðingu vegna ástands viðkomandi. Ef sjúklingur- inn er meðvitundarlaus er þörf á prófum vegna sjúkdómsgreining- ar,“ segir Jón. Hann segir að ekki séu gerð próf á konum sem telji sér hafa verið byrlað lyf og komi á bráðamóttöku einkennalausar næsta dag því það hafi enga læknis- fræðilega þýðingu. „Það verður að vera eitthvað í ástandi viðkomandi sem gefur læknisfræðilegt tilefni til þess að leitað sé að lyfjum í blóðinu. Við getum ekki opnað gáttir okkar fyrir öllum sem halda kannski að það hafi verið sett lyf í drykkinn hjá þeim daginn áður og viðkomandi er ein- kennalaus. Við höfum meira en nóg á okkar könnu.“ segir Jón. Hann segir að ef gera ætti réttarefnafræðilega rannsókn vegna lögreglurannsóknar væri það önnur saga. Það sé þá lögreglan sem biðji um rannsóknina, sem yrði þá gerð í hreinum réttarefnafræðileg- um tilgangi. Hann segir að sjúkrahús taki stundum blóðsýni úr fólki vegna lögreglurannsóknar en þá sé það gert samkvæmt formlegri beiðni. „Við tökum til að mynda ekki sjálfkrafa blóðsýni vegna gruns um ölvunarakstur nema þegar fólk kemur hingað vegna áverka,“ segir hann. Spurning um hver borgar Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að heilbrigðis- kerfið eigi ekki að bera kostnaðinn sem hlýst af þessum rannsóknum. „Þetta er spurning um refsivert athæfi og þá er það væntanlega einhver annar sem borgar,“ segir hann. Hann bendir á að það væri þá á ábyrgð lögreglu að óska eftir lyfja- leit í sýnum. „Ég held að það væri þó mjög til bóta að auðvelda þeim sem þess óska að láta mæla þessi lyf í kjölfar aukinnar umræðu um nauðgunar- lyf. Það verður þá að semja um hver það er sem borgar. Það er náttúrlega alltaf verið að spara á spítulunum og hugsanlegt að verið sé að draga eitthvað í land með þetta, mér er ekki kunnugt um það,“ segir Matthías. „Það verður einhver að óska eft- ir því að leitað sé að þessum lyfjum því það hefur ekkert með meðferð sjúklingsins að gera. Vafalaust er hægt að óska eftir því að það verði gert, væntanlega þarf lögreglan að gera það,“ segir Matthías. Hann segir að fremur lítil um- ræða hafi verið um notkun svokall- aðra nauðgunarlyfja. Þekktustu nauðgunarlyfin eru tvö, annars vegar svefnlyfið Rohypnol, sem er lyfseðilsskylt svefnlyf. Hitt er ólöglega efnið smjörsýra. Matthías bendir á að Rohypnol sé undir sérstöku eftirliti hér á landi. „Við getum séð nákvæmlega hverjir fá það útskrifað og af hvaða læknum. Eins og stendur er eftirlit- ið hjá lyfjaeftirlitinu en frá fyrsta janúar verðum við með gagnabank- ann um lyfin og verður þá auðveld- ara fyrir okkur að fylgjast með hverjir hafa fengið lyfin í hverjum mánuði,“ segir Matthías. Aðspurður segir hann þetta vandamál hafa verið þekkt í nokkur ár. Það hafi fyrst heyrst af notkun Danmörk: Sýkt kjöt á markaði DANMÖRK Danskir neytendur eru ósáttir við að komast að því að kjöt það sem flutt er út til hinna Norðurlandanna og skilað vegna gruns um salmonellusýkingu er síðan selt í dönskum kjötbúðum. Svíar, Norðmenn og Finnar hafa ekki áhuga á að leggja sér kjötið til munns en danskir neytendur fá engu ráðið. Flestir sem sýkjast af salmonellu fá uppköst, háan hita og talverðan niðurgang næstu daga eftir og í einstaka tilfellum getur fólk fengið blóðeitrun. Dauðsföll vegna salmonellu eru afar fátíð en börn og eldra fólk eiga það þó á hættu. ■ ÍTALIR VERÐA ÁFRAM Í ÍRAK Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, segir að ítalskar her- sveitir verði áfram í Írak eftir að völdin hafa verið framseld í hendur heimamönnum í sumar. Um 3.000 ítalskir hermenn eru í Írak og sinna þeir uppbyggingar- starfi í borginni Nasiriyah. DÓMINÍKAR OG HONDÚRAR HALDA HEIM Stjórnvöld í Dóminíska lýðveldinu og Hondúras hafa tilkynnt að þau ætli að kalla her- lið sín heim frá Írak. Dóminísku og hondúrsku hermennirnir hafa starfað við hlið Spánverja í Írak en yfirvöld á Spáni lýstu því yfir síðustu helgi að þau hygðust kalla herlið sitt heim á næstu vikum. ELDFLAUGUM SKOTIÐ Á ÍBÚÐAR- HÚS Einn Íraki lést og fjórir særðust þegar tveimur eldflaug- um var skotið á íbúðarhús og bíl í Bagdad í fyrradag. Íraskar ör- yggissveitir skutu til bana fjóra vígamenn í olíuborginni Kirkuk og lögðu hald á þrjár bifreiðar hlaðnar sprengiefni. KÚBVERSKIR FLUGRÆNINGJAR DÆMDIR Dómstólar á Miami hafa dæmt sex Kúbverja í 20 til 24 ára fangelsi fyrir að hafa rænt kúb- verskri farþegaþotu í innanlands- flugi í mars 2003. Flugræningj- arnir neyddu flugmanninn til að fljúga til Flórída. DAUÐADÓMI HNEKKT Áfrýjunar- dómur í Texas hefur hnekkt dómi yfir tveimur mönnum sem dæmdir voru til dauða fyrir morð. Annar mannanna er þroskaheftur og var refsingu hans breytt í lífstíðarfangelsi. Hinn var að mati dómara fundinn sekur á grundvelli ófullnægjandi sannana og verður réttað yfir honum að nýju. LAUS ÚR FANGELSI Mordechai Vanunu, sem lak upplýsingum um kjarnorkuvopnaáætlun Ísraela í vestræna fjölmiðla um miðjan níunda áratuginn, er nú frjáls ferða sinna. ■ Írak ■ Bandaríkin FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.