Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 20
Framsóknarmenn eru ekki sáttirvið Davíð Oddsson. Þeir eru ekki sammála um ágæti stjórnar- samstarfsins. Það að forsætisráð- herra skyldi kynna frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, fram- sóknarmönnum að óvörum, hleypti illu blóði í marga, ekki síst þar sem Halldór Ásgrímsson var ánægður með niðurstöðu nefndar mennta- málaráðherra um sama mál. Hann hafði einn ráðherra Framsóknar fengið að lesa skýrsluna. Aðrir höfðu ekki séð hana þegar Davíð lagði fram frumvarpið, sem gengur lengra en skýrslan. Þetta fyrir- komulag hefur ekki mælst vel fyrir í Framsóknarflokknum. Þingmenn Framsóknarflokks- ins hafa haft uppi stór orð um framgöngu forsætisráðherra. Á ríkisstjórnarfundi í dag verður skýrslan rædd og hún kynnt að loknum fundi stjórnarinnar. Ekki nóg með það, frumvarp forsætis- ráðherra verður einnig rætt þar. Hvað verður um þá miklu and- stöðu sem er innan Framsóknar- flokksins verður forvitnilegt að sjá. Þingmönnum sem Fréttablað- ið hefur rætt við þykir í hæsta máta einkennilegt að frumvarpið hafi verið lagt fram á sama tíma og flestir ráðherrar ríkisstjórnar- innar fengu að sjá skýrsluna fyrsta sinni. Auk þess eru fáir sem sjá að málið sé svo brýnt að Alþingi samþykki afbrigði til að afgreiða það áður en þingmenn halda í fimm mánaða sumarfrí. Enginn þeirra þingmanna sem rætt var við hefur viljað tala und- ir nafni. Allir eiga það sameigin- legt að vilja tjá sig, gegn því að ekki verði vitnað til þeirra. Af þeim samtölum er ljóst að það er ekki einungis hið óvænta frum- varp Davíðs sem veldur erfiðleik- um. Útlendingafrumvarp Björns Bjarnasonar hefur gert Fram- sóknarflokknum erfitt fyrir og ekki er almenn ánægja með það innan flokksins. Skipun dómara í Hæstarétt og eftirmál þess, eink- um og sér í lagi orð Björn Bjarna- sonar um ágæti jafnréttislaga, hafa fallið í grýttan jarðveg innan Framsóknarflokksins. Árna Magnússon félagsmálaráðherra, sem fer með jafnréttismál, og Björn Bjarnason greinir verulega á um jafnréttislögin. Endurteknar fullyrðingar Björns um lögin virka eins og ónot. Ef marka má það sem þing- menn segja áður en þeir þurfa að segja af eða á um frumvarp Davíðs er ekki að sjá að vilji sé til að samþykkja afbrigði svo málið komist á dagskrá þingsins fyrir sumarlokun þess. „Get ekki ímyndað mér að sátt verði í ríkisstjórninni ef frumvarpið gengur lengra en skýrslan,“ sagði einn þingmannanna og endurómar það nokkuð það sem aðrir sögðu. ■ Líflegar umræður voru umvæntanlegt fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar á spjallsíðum á netinu í gær, sumardaginn fyrsta. Nær allir sem létu í sér heyra gagnrýndu stefnu og vinnubrögð forsætisráðherra. Kváðu sumir mjög fast að orði. Þannig sagði Hector á spjallvefnum malefn- in.com: „Nú er DO orðinn algjör- lega galinn. Hann valtar yfir allt og alla í blindni. Persónuleg vandamál hans eru farin að trufla lýðræðið og eðlilega umræðu hér á landi. Það er kominn tími til að hann fari frá, og það stax“. Málverji sem kallar sig Lysandi taldi að Davíð hefði sitt fram: „Halldór er farinn að sjá for- sætisráðherrastól- inn í hyllingum og mun þóknast Davíð í öllu til þess að spilla ekki stjórn- a r s a m s t a r f i n u . „Annamaria var ekki sama sinnis og skrifaði: „Spáði því fyrir löngu og geri enn að það verða stjórnarslit áður en Halldór fær að setjast í stólinn“. Og hún bætir við: „Einhvern veginn finnst mér allt vera farið að snúast öfugt í höndunum á aumingja Davíð síðustu misser- in... Allt sem hann taldi sig trúa á og kom í framkvæmd verður hon- um sjálfum að fótakefli.... Frelsi fjármagnsins gegnir honum ekki baun svo þetta er örugglega að verða ein allsherjarmartröð fyrir karlangann“. Lög óumflýjanleg? Málverjinn Milton Friedman (sem mun alls ótengdur sam- nefndum hagfræðingi) sá málið öðrum augum: „Sjaldan er ég fylgjandi höftum en eftir mikla umhugsun held ég að þessi lög séu óumflýjanleg. Fjölmiðlar eru öðruvísi en annar rekstur, þeim fylgja of mikil völd til að hægt sé að sleppa þessari lagasetningu. Það gengur ekki upp að sama fyr- irtæki og er með markaðsráðandi stöðu í mat, lyfjum, bygginga- vörum, blómum og áreiðanlega margt fleira eigi líka alla fjölmiðla sem gætu mögu- lega veitt því að- hald. RÚV og Mogginn veita engum aðhald fyrr en dómur er fallinn. Þetta fyr- irtæki fær að hafa þessa stöðu sökum þess hver- su lítill markað- urinn er. Hvergi annars staðar fengi einn aðili að ráða 50–60% af matvælamark- aðnum. Þess vegna er það al- gjörlega lífs- nauðsynlegt að til staðar séu fjölmiðlar sem geta veitt því aðhald“. Og Milton Friedman heldur áfram: „Ef þetta sama fyrirtæki á líka fjölmiðlana þá erum við bara komin til Ítalíu. Ekkert aðhald og smám saman nær fyrirtækið und- irtökum alls staðar. Hefur nú þegar keypt næststærsta stjórn- málaflokk landsins. Framsókn virðist vera næst á dagskrá miðað við fréttameðhöndlun kvöldsins. Ef lýðræði á að ríkja þá þarf að aðskilja Baug frá fjölmiðla- markaðnum. Það eitt að þetta fyr- irtæki sæki inn í þennan bransa sem er alls óskyldur kjarnastarf- semi fyrirtækisins segir að þarna er eitthvað gruggugt í gangi. Ann- ars þarf maður svo sem ekki ann- að en að lesa milli línanna í FBL til að sjá það“. Málverjinn Zobi notar sams konar rök með öfugum formerkj- um og skrifar: „En það er í fínu lagi að sami maðurinn: 1. Sé dóms- málaráðherra = yfirmaður lög- gæslu, skaffar dómstólum fé og skipar dómara = framkvæmda- vald og dómsvald? 2. Sé þingmað- ur = löggjafarvald? 3. Sé borgar- fulltrúi í Reykjavík? 4. Sé stór hluthafi í stærsta dagblaði lands- ins?“ Vinni á lokaorðið í þessari syrpu: „Ég hef þegar bent á að ekki þótti ástæða til lagasetninga þegar ekki hallaði á forsætisráð- herra í íslenskri fjölmiðlun. Nú er lag segja menn. Þetta er ósann- færandi. Þetta er líka alvarlegt í ljósi þess hvernig frjálsum blöð- um hefur gengið að fóta sig fjár- hagslega. Stendur kannski til að þrengja að rekstri þeirra og vana þannig mátt þeirra til að miðla skoðunum?“ ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um skiptar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar. 20 23. apríl 2004 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Fjölmiðlaskýrsla nefndar mennta-málaráðherra og frumvarpsdrög Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um samþjöppun eignarhalds á fjöl- miðlum eru að verða einhver heit- ustu skjölin í íslenskri stjórnsýslu þessa dagana. Menntamálaráðherra er búinn að hafa þessa skýrslu hjá sér í rúman hálfan mánuð og kynnti síðan skýrsluna í ríkisstjórnina fyrr í vikunni, en þá ber svo við að Davíð Oddsson er tilbúinn með frumvarp um málið – að því er best verður séð án mikils samráðs við menntamála- ráðherra sinn, hvað þá aðra ráð- herra í ríkisstjórninni. Það er alveg sama hvaða mælistiku menn kjósa að bregða á þessi vinnubrögð og þessa málsmeðferð – þetta ber af- skaplega sérkennilega að. Ólíklegt verður þó að teljast að mikill ágrein- ingur verði um þetta mál nú, þar sem uppstokkun í ríkisstjórninni er framundan og menn ekki tilbúnir að rugga bátnum umfram það sem því fylgir Samfylkingarmenn hafa upp á síðkastið verið með háværar kröfur um að skýrsla nefndar menntamála- ráðherra verði birt, enda hefur flokkurinn kvatt sér hljóðs á Alþingi í málinu og lagt fram sína eigin til- lögu að þingsályktun um hvernig best sé að taka á hugsanlegum sam- þjöppunarvanda. Flest bendir hins vegar til að nú muni hið nýja frum- varp Davíðs Oddssonar verða keyrt í gegnum þingið fyrir þinglok, sem vissulega er tæknilega mögulegt. Hins vegar er ekki hægt annað en að deila áhyggjum með samfylkingar- mönnum, ef opinber umræða um skýrsluna og frumvarpið mun drag- ast mikið á langinn. Það eru aðeins um tvær vikur til þingloka og hér er á ferðinni mál sem heppilegt væri að fengi tals- verða umræðu – bæði í þinginu og úti í þjóðfélaginu. Slík flýtimeðferð er hins vegar ekki bara óæskileg heldur líka óþörf – því þegar allt kemur til alls þá er enginn að- kallandi dagstimpill á því að setja reglur um þetta eignarhald á þessu vorþingi. Fjölbreytni í fjölmiðlum Umræðan um samþjöppun eign- arhalds er ein birtingarmynd um- ræðunnar um nauðsyn þess að halda uppi fjölbreytni í fjölmiðlum. Fáir draga orðið mikilvægi þess í efa og eflaust styttist í að orðalagið „fjöl- breytni í fjölmiðlum“ verði að póli- tískum rétttrúnaði hér á landi eins og víðast annars staðar á Vestur- löndum. Það er ekkert að því í sjálfu sér. Í þessum anda eru meginsjónar- miðin að baki skipunarnefndar menntamálaráðherra og þetta eru meginsjónarmiðin sem Samfylking- in hefur sett fram og byggja m.a. á samþykktum og tilmælum Evrópu- ráðsins um einmitt þessa fjöl- breytni. En þó menn deili um leiðir eiga þeir það sameiginlegt að horfa nán- ast eingöngu til stóru fjölmiðlanna sem starfa á landsvísu. Áhyggjurn- ar snúast um að samþjöppun auðs og valds sé farin að gera fjölmiðlaflór- una einsleitnari. Átakafletirnir markast raunar verulega af þeim hjólförum sem skorin voru í svörð umræðunnar í vetur, í tengslum við átök forustu Sjálfstæðisflokks við fjölmiðla sem eru í eigu Baugs. Í samræmi við þetta virðast leynitil- lögur sem kynntar hafa verið í ríkis- stjórn miðast við hvernig beri að taka á þessum miðlum. Raunar hef- ur líka komið fram að fjölmiðla- nefndin telji brýnt að efla RÚV til að tryggja fjölbreytnina. Hágróður og lággróður Umræðan um fjölmiðlafjöl- breytni einskorðast með öðrum orð- um við fjölbreytni hins landsdekk- andi hágróðurs í íslenskri fjöl- miðlaflóru. Enginn virðist svo mikið sem hafa leitt hugann að því, að í landinu þrífst fjölbreyttur lággróð- ur ýmissa fjölmiðla, sem höfða til nærumhverfis síns en starfa ekki á landsmælikvarða. Vandamál þess- ara fjölmiðla er ekki hættulega mik- ið ríkidæmi – heldur miklu heldur hættulega lítið ríkidæmi. Rekstrargrundvöllur héraðs- frétta- og hverfablaða og annarra nærfjölmiðla er almennt séð erfiður þrátt fyrir að ný könnun sýni að veruleg eftirspurn sé eftir slíkum fjölmiðlum. Það liggur jafnframt fyrir að slíkir miðlar eru gríðarlega mikilvægir í uppbyggingu og sam- heldni nærsamfélaga og auka lífs- gæði og byggðafestu á þeim svæð- um sem þeir starfa. Þessir miðlar hafa hins vegar ekki staðið fyrir flugeldasýningum í deilum við ráð- herra eða forustumenn landsins þótt þeir veiti almenningi hljóðlega mik- ilvæga þjónustu. Sú þjónusta er þó takmarkaðri og minni en annars væri vegna þess að þessir miðlar starfa á óheppilega litlum markaði og rekstrargrundvöllurinn er erfið- ur. Þar skipta opinberar og hálfop- inberar álögur og íþyngjandi reglur oft miklu. Engu að síður eru þessir miðlar gríðarlega mikilvægur hluti af fjölbreytninni og lýðræði nær- samfélagsins. Þessi vídd fjöl- breytninnar er hins vegar ekkert rædd þegar keyra á í gegn nýjar reglur. Ef menn meina eitthvað með því að fjölbreytni í fjölmiðlum sé mikilvæg þarf að hugsa til flór- unnar í heild – ekki bara skoða há- gróðurinn. Þetta er lítið dæmi um hversu fráleitt það er að afgreiða þessa umræðu alla á tveimur vikum – ekki síst þegar haft er í huga að þrátt fyrir leyndar skýrslur og lærðar þingsályktan- ir hafa menn enn ekki áttað sig á hve fjölbreytt fjölbreytnin í raun þarf að vera. ■ Náttúruspjöll? Ég á gamla frænku sem hefur alltaf verið býsna hornótt. Fátt gerði hana reiðari en tilhugsunin um barrtrén á Þingvöllum – ég er eiginlega viss um að hún hafi aldrei viljað fara austur vegna þeirra. Þetta voru í huga hennar framandi verur í íslenskum þjóðar- líkama sem höfðu komist þangað inn með svikum [...]. Ég er alinn upp við að fussa og sveia þegar ekið er fram hjá furulundinum í þjóðgarðinum[...]. Því verð ég dá- lítið hissa þegar ég heyri menn kvarta yfir því að höggvin hafi verið barrtré og aspir á Þingvöllum og láta eins og það séu meiriháttar náttúruspjöll. DV tókst meira að segja að koma Birni Bjarnasyni enn einu sinni á forsíðu út af þessu. Ég hélt einmitt að hug- myndin væri að varðveita svæðið í sem upprunalegastri mynd og þá væntanlega losna við útlenda trjá- gróðurinn smátt og smátt; það væri í anda þess tíma sem vill sjá þjóðgarða upp um öll holt. EGILL HELGASON Á STRIK.IS Hvar er ábyrgð bankanna? Auðvitað á ekki að láta forsvars- menn bankakerfisins komast upp með að eyðileggja viðleitni sam- félagsins til að smíða lánakerfi sem auðveldar landsmönnum að eignast húsnæði á eins auðveldan og ódýran hátt og kostur er. [...] Nægir nýjum eigendum þeirra ekki tugmilljarða gróðinn, sem streymir í vasa þeirra? Og hvað segir hinn margrómaði markaður almennt um háttalag af þessu tagi? Telja menn sig þar á bæ ekki bera neina samfélagslega ábyrgð? ÖGMUNDUR JÓNASSON Á OGMUNDUR.IS Kristilegt ÍTR Í fjórum af sex hverfum borgarinn- ar eru guðþjónustur og helgistund- ir hluti af hátíðarhöldunum [á sumardaginn fyrsta], skrúðgöngur fara frá kirkjum eða að kirkjum. Hvernig stendur á því að ÍTR telur það vera hlutverk sitt að fylla bekkina í kirkjum borgarinnar? Sumardagurinn fyrsti er ekki kristilegur hátíðsdagur, hann er úr heiðnum sið... ÓLI GNEISTI Á VANTRU.NET ■ Af netinu Titringur í stjórnarsamstarfinu Um daginnog veginn BIRGIR GUÐ- MUNDSSON ■ skrifar um fjölbreytni í fjölmiðlum. Fábreytni í fjöl- miðlahugsun DAVÍÐ ODDSSON Væntanlegt frumvarp forsætisráðherra um fjölmiðla vekur heitar deilur. Hlerað á netinu ■ Fáir netverjar mæla fjölmiðla- frumvarpi Davíðs Oddssonar bót. Þrengt að fjölmiðlum og skoðanaskiptum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.