Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 67 stk. Keypt & selt 15 stk. Þjónusta 49 stk. Heilsa 4 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 8 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 22 stk. Atvinna 17 stk. Tilkynningar 5 stk. Hvítt og aftur hvítt BLS. 4 Góðan dag! Í dag er föstudagur 23. apríl, 114. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.26 13.26 21.28 Akureyri 5.02 13.11 21.22 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Ég á mér draum,“ segir Lína Rut Wilberg, snyrtifræðingur og myndlistarkona, en hún vísar þar í draumastellið, sem hún hefur ekki enn fest kaup á. „Hönnun Margrétar Jónsdóttur, listakonu frá Akureyri, á einkar fallegu matarstelli fangaði augu mín fyrst fyrir nokkrum árum síðan og birtist mér á ljósmynd í blaðaviðtali við Kristínu Gunn- laugsdóttur myndlistarkonu. Stellið hennar Stínu er fagurbleikt með gylltum röndum, en í sannleika hef ég hef aldrei snert á þessu stelli fyrr en nú og hingað til aðeins séð það af og til í tímaritum.“ Stellið sem Lína talar um er til í öllum regnbogans litum, en hún segir litavalið enn vefjast fyrir sér. „Margrét gerir stellið í mörgum litum og þrátt fyrir einfaldleik- ann sem ríkir yfir línunni hef ég ekki enn gert litinn upp við mig. Mér finnst ákvörð- unin bindandi, því hér er ég að taka ákvörð- un sem mun ganga með mér ævina á enda. Þeir litir sem toga mest í mig eru hvítur, kremaður eða jafnvel fallega bleikur tónn. Í sjálfu sér hef ég verið að litast um eftir hentugu matarstelli, en kaupin hafa ekki uppfyllt forgangskröfur fram að þessu,“ viðurkennir Lína Rut einnig fúslega, en hún festi nýverið kaup á húseign í Hafnarfirði og ætlar fjölskyldan að flytja inn nú í sumar. „Þegar ég geng inn um nýjar húsdyr í sumar fer ég að huga að innbúinu fyrir al- vöru. Ég hef lengi ætlað að heimsækja Mar- gréti til að skoða stellið góða og hef hér með opinberað þá hugmynd.“ ■ Dreymir um matarstell: Litavalið lífstíðarákvörðun matur@frettabladid.is Lífrænt ræktaðar baunir til- búnar til átu eru á meðal nýjunga í Heilsuhúsinu. Það vefst fyrir mörgum að útbúa baunarétti þar sem oft þarf sólarhrings fyrirvara á matseldinni þegar baunirnar þurfa að liggja í bleyti. Nú er hægt að fá dýrindis baunir í dósum, tilbúnar beint út í salatið eða á pönnuna, og frábærar í hummus-gerð. Baunirnar eru allar lífrænt rækt- aðar og í boði eru kjúklingabaun- ir, pintobaunir, linsubaunir og hvítar baunir. Freyðandi hollt ávaxtagos er nýtt í hillum Heilsuhúss- ins. Gosdrykkja- þamb Íslendinga er fyrir löngu orðið áhyggjuefni heilbrigðiskerfisins, en ekki eru allir gosdrykkir al- vondir. Í stað þess að hlaupa í sjoppuna eftir sykurhlöðnu kóki er nú hægt að fá ávaxtagos- drykki frá Aqua Libra. Gosið er selt í litlum flöskum og fæst með epla-, vínberja-, melónu- og ástaraldinsbragði. Súkkulaði- og matarfíkn er raunveruleg. Samkvæmt nið- urstöðum sem vísinda- menn birtu í aprílhefti tímaritsins NeuroImage er fólk sem telur sig fíkla á á mat og súkkulaði síður en svo eða ýkja. Rannsóknirnar sýndu að þegar venjulegir svangir einstaklingar fundu lykt eða sáu myndir af uppáhaldsmatnum sínum sýndu heilalínurit sumra þeirra sömu viðbrögð og heili kókaínfíkla þegar þeir eiga von á næsta „skoti“. Rannsóknin þykir einnig renna stoðum undir skoðanir þeirra sem telja að matar- auglýsingar eigi sök á offituvanda Bandaríkjamanna. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í MATNUM Nissan Almera GX árg. 1999 ek. 102 þús. ABS, álf., CD, sumar- og vetrar- dekk. Verð 650 þús. Lán 300 þús. Toyota RAV4 1,8 vvti 11/00. Ek. 49 þús. 5 gíra, álf., CD, spoiler ofl. Verð 1,320 þús. Nissan Micra GX árg. 1999. Ek. 116 þús. 5 gíra, sumar- og vetrardekk. Verð 490 þús. Subaru Legacy STW 8798 2,0 ssk., ek. 140 þús., álf., dr.kúla, CD, ABS. Verð 920 þús. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Gólfteppi eru alls ekki jafn óheilsusamleg og af hefur verið látið ef marka má grein eftir Árna Svavarsson í tímaritinu Húsið, sem nýkomið er út. Tilfellið mun vera að teppi á gólf- um bæta í raun loftið því rykagnir og önnur óhreinindi setj- ast þar í stað þess að vera á flugi um híbýlin eins og þar sem hörðu gólfin eru. Síðan þarf auðvitað að ryksuga teppið og jafnvel djúphreinsa það á 1 til 3 ára fresti. Í Húsinu er því haldið fram að upphaflega hafi kenningin um óheilnæmi teppanna komið frá framleiðanda gólfdúka í Svíþjóð. Gólfteppi Bæta þau loftið? Gólfteppi: Valda minni loftmengun en hörð gólfefni Lína Rut Wilberg myndlistarkona Stellið hennar Stínu er fagurbleikur draumur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.