Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 26
Kápa Sportmax 55.990 kr. Allt í stíl Farsímar eru orðnir að flottum fylgihlutum sem fylgja tískunni eins og hvert annað skart. Hægt er að fá framhliðar á símana í ótrúlegu úrvali og er vissara fyrir þá sem vilja vekja eftirtekt fyrir smekklegheit að huga að þessu líka. Tískulitirnir í vor eru mjög glaðlegir, til dæmis blár, gulur og túrkíslitur þannig að búast má við sömu litadýrðinni við eyru landsmanna. Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetic Augnháralitur og augnbrúnalitur sem fagaðilar nota. Auðveldur í notkun. Allt sem þarf í einum kassa - þægilegra getur það ekki verið. SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR Ný verslun: Kvenlegt og rómantískt Þann 15. apríl síðastliðinn var opnuð ný verslun í Kringlunni, Kult- ur. Kultur er enn ein skrautfjöðurinn í hatt NTC-samsteypunnar, sem er í eigu Svövu Johansen og Ásgeirs Bolla Kristinssonar. Kult- ur selur vandaðan fatnað á konur á besta aldri og helstu merki verslunarinnar eru By Malene Birger, sem er afar kvenlegt og rómantískt, Andy Warhol by Cultura, meira töff, svolítið pönkað merki og Munthe plus Simonsen sem er líka mikið á rómantísku nótunum. Verslunin hefur verið útfærð á minimalískan hátt í anda barokktímans sem hentar vel undir þessar kvenlegu glitrandi flíkur. Misheppnuð fatakaup: Vildi leyfa vinkonunni að nota stígvélin Ég er algjört fatafrík,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, fegurð- ardrottning Íslands. „Mér finnst gaman að gramsa í búðum og kaupa eitthvað öðruvísi. Oft klippi ég fötin eða breyti þeim einhvern veginn. Ég var einmitt að kaupa mér nýjan fataskáp um daginn til að koma öllum fötunum mínum fyrir.“ Ragnhildur Steinunn segist yfirleitt ekki gera misheppnuð kaup. „Ég sannfæri sjálfa mig þá bara um að það hafi verið sniðugt að kaupa flíkina. En ég á fullt af uppáhaldsfötum. Til dæmis Guess- gallabuxur sem ég keypti í búðinni Vokal sem var í Smáralindinni. Þær eru orðnar mjög tættar og rifnar og ég er búin að gera nokkrar heiðarlegar tilraunir við saumaskapinn til að halda þeim heilum. Þær eru alveg að fara að gefa sig en ég mun ganga áfram í þeim þar til þær syngja sitt síðasta. Þetta eru uppáhaldsbuxurnar mínar og ég get notað þær bæði hversdags og þegar ég fer eitthvað fínt. Þegar ég fór til London um daginn leitaði ég út um allt að eins buxum. En þær eru ekki lengur framleiddar. Í London fann ég hins vegar hvít leðurstígvél, sem gætu flokkast undir misheppnuð fatakaup. Ég var örugglega í þrjá tíma að velta fyrir mér hvaða númer ég ætti að kaupa og ákvað á endanum að vera góð og kaupa númer sem var frekar þröngt á mig svo vinkona mín gæti notað stígvélin líka. En þau eru of lítil og ég get ekki notað þau. Ég hef samt farið í þeim ef ég fer eitthvað stutt og er að reyna að sannfæra mig um að þau eigi eftir að víkka. Og vinkona mín er enn ekki búin að fá þau lánuð, hún fær þau þegar ég er búin að nota þau meira.“ ■ Bolur Sportmax 10.990 kr. Taska Burberry 47.990 kr. Skór Fluxá 17.990 kr. Herramussa Day 8.590 kr. Sumarföt úr GK: Hvítt og aftur hvítt Hvíti liturinn fer aldrei úr tísku og er gjaldgengur hvar og hvenær sem er í fötunum sem þú klæðist eða á hlutunum í kring um þig. En er hvít- ur litur? Þessari heimspekilegu spurningu er oft velt upp og sumir segja að svartur og hvítur séu ekki litir og aðrar kenningar eru um að hvítur sé litur en svartur sé and-lit- ur. Hvað sem því líður þá er hvítur tákn hreinleika, ljóss og hefur góð áhrif á umhverfi sitt og því er ekkert skrítið að hann sé alltaf svona vin- sæll. Um þessar mundir eru allar búðir að fyllast af hvítum fallegum mjúkum flíkum sem gott er að klæðast núna þegar loftið fer að hlýna og sólin að hækka. ■ Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir Uppáhaldsbuxurnar eru orðnar ansi snjáðar af mikilli notkun. Nýju hvítu stígvélin hafa hins vegar verið lítið notuð þar sem þau eru of lítil. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.