Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 28
„Tækni með stíl“ eru einkunn- arorð Smeg-samsteypunnar og endurspeglast í þessum orðum aðferðir í hönnun og heimspeki fyrirtækisins. Fyrirtækið er fylgið sér í hönnuninni, sam- spilið er hárfínt á milli efnis og tækni, fyllstu varúðar er gætt í öryggisþáttunum og gæðastað- allinn er mjög hár. Smeg er ítalskt fyrirtæki og samkvæmt umboðsaðila þess hér á landi var það stofnað fyr- ir um það bil 50 árum. Höfuð- stöðvar þess eru í litlum bæ norðarlega á Ítalíu sem heitir Guastalla. Smeg-fyrirtækið sérhæfir sig í eldhústækjum ýmiss konar: eldavélum, upp- þvottavélum, ísskápum, háfum og vöskum. Síðan 1988 hefur Smeg verið að færa út kvíarnar í Evrópu og nú eru sex dóttur- fyrirtæki starfandi í Englandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Belgíu og Hollandi. Smeg-vörurnar eru svo seld- ar um heim allan og hér á Ís- landi er það verslunin Eirvík sem hefur umboðið og selur þessi hágæðaeldhústæki. ■ Ómissandi Gúmmíhanskar falla í flokk smáhluta sem eru ómissandi inni á heim- ilinu, að minnsta kosti fyrir þá sem vilja einstaka sinnum taka til hendinni. Þau efni sem notuð eru við þrif eru yfirleitt afar slæm fyrir húðina og sum geta beinlínis verið hættuleg. En gúmmíhanskana er einnig hægt að nota við garðverkin og þar sem þeir eru oft mjög litríkir geta þeir lífgað upp á vinnugallann. Nú bjóðum við viðskiptavinum okkar að vera með tryggingar* og bankaþjónustu á sama stað. Kynntu þér kosti Vildar í síma 440 4000, í næsta útibúi Íslandsbanka eða á isb.is. * Vátryggjandi er Sjóvá-Almennar. Ég er með mynd eftir systur mína, Ólöfu Sigríði, fyr- ir ofan sófann,“ segir Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leik- kona. „Hún málaði myndina þegar hún var 16 ára og mótífíð var útsýnið út um gluggann á fjölskyldusetr- inu okkar á Arnarnesinu, þar sem Ólöf býr reyndar enn. Myndin er langt í frá realísk, miklu frekar naív og draumkennd og ofboðslega falleg. Það er þarna hvítur svanur á bláum grunni með Keili í baksýn. Mér þykir sérlega vænt um þessa mynd sem Ólöf gaf mér í fermingargjöf.“ Arnbjörg segir Ólöfu systur sína hafa lagt mynd- listina að nokkru leyti til hliðar, en Ólöf er söngkona. „Ég á svo aðra systur sem er myndlistarkona og á líka nokkur málverk eftir hana. Ég er bara nýflutt inn til kærastans míns og íbúðin er svo lítil að ég kem þeim ekki fyrir.“ Sófinn hennar Arnbjargar á sér líka merkilega sögu, en hann er tæplega níræður og sannkallað fjöl- skyldudjásn. „Amma og afi áttu sófann og mamma svaf á honum í mörg ár. Ég fékk hann svo þegar ég byrjaði að búa. Sófinn var yfirdekktur fyrir nokkrum árum, var rauður en er núna steingrár. Þetta er mikil og flott mubla og þeir sem hafa lent í að flytja hana hafa aldrei lent í öðru eins,“ segir Arn- björg hlæjandi. Arnbjörg hefur verið að leika í Þjóðleikhúsinu í allan vetur og er núna í Sorgin klæðir Elektru, sem hún segir mikið átakaverk. „Þá er gott að koma heim eftir allt dramað og hreiðra um sig í fjölskyldusófan- um, en ég fer nú reyndar ekkert síður inn í svefnher- bergi, sem er pínulítið og sérlega kósý. Þar er líka gott að slaka á eftir átökin.“ ■ Málverkið fyrir ofan sófann: Draumkenndur svanur á veggnum Smeg: Tækni með stíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.