Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 29
Föstudagur 23. apríl 2004 7 Skráðu þig í broste- klúbbinn á www.bergis.is og nældu þér í afsláttarkortið sem gildir hjá ofangreindum verslunum. ÚTSÖLUSTAÐIR Í BROSTE- KLÚBBNUM Reykjavík og nágrenni: Blómaval Blómagallerý Breiðholtsblóm Árbæjarblóm Blómaverkstæðið · Hfj. Landsbyggðin: Blómaval · Reykjanesi Model · Akranesi Blómalindin · Búðardal Blómaturninn · Ísafj. Blómaval · Akureyri Bláa Blómið · Höfn Blómaval · Selfoss Falleg hönnun með broste- cobenhagen FJARLÆGJUM STÍFLUR úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum. - Við notum ný og fullkomin tæki Ljósin í bænum: Prýddu Gyllta salinn Rétt við Laugardalinn er hæð í húsi frá árinu 1962 og þar má rekja innan- hússarkitektúrinn til Art Deco-tíma- bilsins sem stóð sem hæst á milli 1920-1940. Á veggnum í holinu hanga tvö falleg veggljós sem fara af- skaplega vel við flúraðar glerhurðirnar og undirstrika Art Deco-áhrifin í íbúð- inni. Ljósin voru keypt til landsins upp úr 1930 og voru sett upp á Hótel Borg fyrir opnun þess sama ár. Ljósin prýddu Gyllta salinn og matsalinn og héngu uppi næstu 50 árin. Þegar tími var kominn á endurbætur á hótelinu voru ljósin tekin niður ásamt ýmsum öðrum húsbúnaði og komið í geymslu, en síðan hafa þau dreifst hingað og þangað. Litlir skermar voru á ljósunum en þeir hafa ekki staðist tímans tönn. Það hefur verið vel farið með þessi ljós í Laugardalnum, gullhúðin púss- uð reglulega og nýlega var skipt um skrúfganginn og settar í nýstárlegar kertaperur. ■ Húsgagnaverslunum hefur fjölgað töluvert í Reykjavík undanfarin ár og úrvalið af nýjum húsgögnum er eftir því. Tískusveiflurnar sjást glögglega í húsgagnahönnun eins og annars staðar, mínimalisminn hefur ennþá vinninginn í vinsæld- um en við hann blandast núna lit- ríkir fylgihlutir, púðar, mottur, veggfóður og vasar. Nú er líka að verða æ vinsælla að fylla híbýlin af gömlum hús- gögnum með sál. Góði hirðirinn, nytjamarkaður Sorpu, flutti nýlega í stærra húsnæði við Fellsmúla til að anna allri eftirspurninni. Skeif- an Húsgagnamiðlun á Smiðjuveg- inum er önnur sambærileg verslun sem skartar ótrúlegu úrval af gömlum skemmtilegum munum á góðu verði. Þessi verslun hefur nú verið starfandi í sautján ár við góð- an orðstír. Mikil hreyfing er á vörunum og þær staldra oft stutt við. Því þarf að hafa augun opin og fylgjast vel með sé maður á höttunum eftir ein- hverju sérstöku. ■ Veggljós frá Hótel Borg Voru keypt til landsins upp úr 1930. Góði hirðirinn: Gömul húsgögn með sál Ítölsk hönnun Eitt af því nýrra af nálinni í Art Form á Skólavörðustíg er stóllinn Zanzibar sem ítalski iðnhönnuðurinn Raul Barbieri hannaði fyrir fyrirtækið Rexite. Zanzibar-stóllinn er vel hannaður og efniviðurinn í hæsta gæðaflokki. Stóllinn er úr krómuðu stáli og plastefni. Hann er hreyfanlegur frá þremur stöðum á sætinu og fáanlegur í flestum litum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.