Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 34
Myndi syngja með betlurum í Prag Anna Kristine Magnúsdóttir, ritstjóri Skýs, veit upp á hár hvernig draumahelgin hennar yrði. „Ég færi að sjálfsögðu til Prag, sem er borgin mín,“ segir Anna Kristine. „Ég er hálfur Tékki og finnst Prag yndislegasta borg í heimi. Föstudagskvöld: Þá myndi ég fara á veitingastaðinn Pravek og fá mér villibráð og jurtalíkjör, sem er allra meina bót. Síðan færi ég í Látbragðsleikhúsið Laterna Magika og þegar því væri lokið færi ég á gamla kaffihúsið við hliðina, þar sem kommúnistarnir héldu sig. Þar fengi ég mér glas af Staropramen-bjór sem er fram- leiddur í Tékklandi, ein af 490 bjórtegundum. Svo myndi ég rölta niður eftir göt- unni á Kaffi Slavia, þar sem tékkneskir rithöfundar og blaðamenn hafa komið sam- an síðustu áratugina. Ákaflega inspírerandi staður. Áður en ég færi heim myndi ég svo labba út á Karlsbrú. Það er brúin sem móðir mín ætlar að deyja á, en þar iðar reyndar allt af lífi. Ég myndi setjast á miðja brúna og syngja með götuspilurunum og spjalla við betlara og daprar sendiherradætur. Laugardagur: Ég myndi mæta á gamla torgið klukkan átta og fá mér morgunkaffi á útiveitingahúsi og horfa á móravíska tónlistarmenn í þjóðbúningum. Svo myndi ég labba aftur út á Karlsbrú og þaðan á Mala Straná, sem er listamannahverfi, og rölta milli gallería. Þaðan færi ég upp í Tónlistarháskólann í Prag en þar eru alltaf tónleikar sem kosta nánast ekki neitt. Svo færi ég í Kastalahverfið, á Gullnu götuna þar sem Frans Kafka bjó. Laugardagskvöld: Þá færi ég á leynikrá í miðborg Prag þar sem kvikmyndagerðar- menn og leikarar koma gjarnan saman. Þetta er sko engin túristakrá og lágmark að vera hálfur Tékki til að fá inngöngu. Þarna fengi ég mér tékkneska þjóðarrétti, nautakjöt í rjómasósu og soðkökur með. Svo fengi ég mér hugsanlega siglingu eftir Moldá og færi svo aftur upp á Karlsbrú þar sem stuðið er. Sunnudagur: Ég byrjaði á að fara gyðingakirkjugarðinn og svo aftur upp á gamla torg þar sem hjartað slær í Prag. Ég kæmi væntanlega við á Restaurant Reykjavík til að fá mér kaffi með Íu og Þóri Gunnarssyni og myndi svo enda á kvöldmat hjá tékkneskum vinum mínum áður en ég færi aftur heim. Raunveruleikinn: Ég er að leggja lokahönd á tímaritið Ský sem er að fara í prent- un í næstu viku, þannig að þetta verður vinnuhelgi. Svo er ég í hlutastarfi sem læknaritari á Heilsugæslustöð Seltjarnarness og þar er verið að taka í notkun nýtt tölvukerfi. Helgina mun ég líka nota til að læra bæklinginn um tölvukerfið utanað. ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR 23. apríl 2004 Föstudagur12 VISSIR ÞÚ ... H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 03 . 2 00 4 Vandið valið og verslið í sérverslun Þríhjól Vönduð, létt, og endingargóð. CE öryggisstaðall. Verð frá kr.5.200 Apollo 26” 21 gíra demparahjól. Tilboð kr. 19.990 Verð áður kr. 24.900 QUAKE 26” Ál stell og diskabremsur. 24. gíra Shimano Alivio. Tilboð kr. 39.900 Verð áður kr. 49.900 FREESTYLE Sterk hjól með pinnum og rotor. Verð frá kr. 21.000, 19.950 stgr. Mikið úrval af barna og fullorðins- hjálmum. Einföld stilling. CE merktir Barnastólar Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Aðeins vönduð hjól með ábyrgð. Frí upphersla fylgir innan tveggja mánaða. Barnahjól Fyrir 3-6 ára. Létt, sterk og meðfærileg barnahjól með hjálpardekkjum og fótbremsu. CE öryggisstaðall. 12,5” verð frá kr. 9.700, stgr. 9.215 14” verð frá kr. 10.900, stgr. 10.355 16” verð frá kr. 10.900, stgr. 10.355 Afsláttinn strax við staðgreiðslu 5% Rocket 20” og 24” 20” 6 gírar, verð kr. 21.000, stgr. 19.950 24” 21 gír, verð kr. 23.900, stgr. 22.705 Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Fram þjáðir menn Menntaskólanemar dimittera af miklum móð þessa dagana – áður en stúdentsprófin skella á með tilheyrandi lestri. Þessir settu sig í spor byltingarsinna og sveifluðu rauðum fána. SJÓNARHORN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ... að Katrín II í Rússlandi geymdi hárkollumeistarann sinn í járnbúri í svefnherberginu sínu í þrjú ár ... að Napóleon Bónaparte var alltaf með hendina innan á jakkan- um sínum af því hann var með kláðasjúkdóm og þurfti sífellt að klóra sér á maganum ... að mengunin í bænum Cubato í Brasilíu er svo svakaleg að hvorki skordýr eða fuglar sjást þar lengur og bæjarstjórinn sjálfur neitar að búa þar ... að 63.000 tré fara í sunnudags- útgáfu The New York Times ... að tónleikahaldari á Havaí seldi þúsund miða á tónleika Spice Girls sem aldrei stóð til að halda. Mað- urinn var handtekinn og sagðist hafa þurft peninga fyrir nef- og kynskiptaaðgerð ... að til eru fleiri tegundir af skor- dýrum en öllum öðrum dýra- tegundum í heimi samanlagt ... að „Hann á afmæli í dag“ var fyrsta lagið sem var sungið úti í geimnum, en það var áhöfnin á Apollo XI sem söng það í mars 1968 DRAUMA HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.