Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 38
26 23. apríl 2004 FÖSTUDAGUR BLAÐAÚTGÁFA „Þriggja ára afmæli Fréttablaðsins er ekki stórt í sam- anburði við að hin dagblöðin eru bæði komin á tíræðisaldur. En við ætlum samt að fá okkur köku í til- efni dagsins og taka upp þær gjaf- ir sem okkur berast – vonandi þar á meðal frumvarp Davíðs Odds- sonar um hvernig má beita ríkis- valdinu til að skaða útgáfu blaðs- ins,“ segir Gunnar Smári Egils- son, útgáfustjóri Fréttar og rit- stjóri Fréttablaðsins, en í dag eru þrjú ár liðin síðan Fréttablaðið hóf göngu sína þann 23. apríl 2001. Gunnar Smári segir að þótt al- menningur hafi tekið Fréttablað- inu vel frá fyrsta degi hafi aldrei ríkt sérstök gleði með blaðið hjá stjórnarherrum. „Þeir virðast hafa litið á Fréttablaðið sem boð- flennu á íslenskum fjölmiðla- markaði. Góður vinur minn sagði mér að þegar þingmenn skoðuðu fyrsta tölublaðið fyrir þremur árum hafi Davíð Oddsson látið þau ummæli falla að blaðið bæri dauðann með sér. Þetta fannst mér spekilega mælt. Öll verk okk- ar mannanna bera dauðann í sér eins og við sjálfir. Ekkert er eilíft í mannheimum. Það sést ágætlega í áhrifum Fréttablaðsins á fjöl- miðlamarkaðinn. Þar hafa hlutföll breyst; þeir sem áður voru óhagg- anlegir eiga nú í vök að verjast og þar sem áður ríkti stöðnun kraum- ar allt af spennandi tækifærum. Fjölmiðlar búa því ekki síður yfir lífskrafti en dauða,“ segir Gunnar Smári. Brösótt upphaf – Það útgáfufélag sem stofnaði til Fréttablaðsins fór á hausinn. Það hefur því ekki alltaf horft vel með framtíð blaðsins? „Nei. Frjáls fjölmiðlun stofnaði Fréttablaðið skömmu áður en hlutabréf féllu í verði víða um heim um páskana 2001. Tveimur mánuðum síðar féll gengi ís- lensku krónunnar. Þetta tvennt gerði í raun út um fjárhagsgrund- völl Frjálsrar fjölmiðlunar. Eig- endur þess fyrirtækis nutu ekki mikillar velvildar; hvorki í við- skiptalífinu né meðal stjórnmála- manna. Í kjölfar áfallanna um vorið stóðu ríkisbankarnir fyrir því að flytja skuldir Frjálsrar fjöl- miðlunar yfir í Útgáfufélag DV og koma því félagi í hendur manna sem forsvarsmenn bankanna ann- að hvort treystu betur til útgáf- unnar eða hugnuðust þeim betur af öðrum ástæðum. Ég held að sagan hafi sýnt að þetta var mis- ráðið – í það minnsta út frá öllum eðlilegum viðskiptalegum sjónar- miðum. Þeir DV-feðgar, Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson, bjuggu yfir mikilli reynslu en nýju eigendurnir ekki. Niðurstað- an varð sú að þeir ráku DV beint á hausinn; töpuðu gríðarlega á rekstrinum og náðu DV aldrei á flug. Undir það síðasta var blaðið í raun lifandi dautt; lesendur voru svo fáir að fréttir blaðsins spurð- ust varla út um samfélagið. Forsendur stofnenda Frétta- blaðsins brustu á fyrstu metrun- um. Til rekstrarins var hvorki lagt nægjanlegt stofnfé né hafði blaðið aðgang að lánsfé. Tilraunir DV-feðga til að fá nýja hluthafa að rekstrinum tókust ekki og útgáf- unni var hætt í lok júní 2002. Síð- asta blaðið var aðeins 16 síður og prentað í rúmlega 30 þúsund ein- tökum. Félagið átti ekki meiri pappír. Auk þess var hluti starfs- fólksins kominn í setuverkfall til að knýja á um launagreiðslur og aðrir búnir að yfirgefa skútuna.“ – Frétt hóf útgáfu Fréttablaðs- ins að nýju í júlí 2002. Hvað sáu nýir aðilar við Fréttablaðið eftir svona hraksmánarlegt upphaf? „Hugmyndir eru ekki annað hvort góðar eða slæmar heldur eru þær ýmist gerðar góðar eða slæmar. Rekstur Fréttablaðsins fram að þroti Frjálsrar fjölmiðl- unar var í raun aðeins skólabókar- dæmi um að ef til fyrirtækja er stofnað með of litlu stofnfé og engum aðgangi að lánsfé fara þau á hausinn. Þetta er lögmál í blaða- útgáfu sem öðrum viðskiptum. Þótt rekstur Fréttablaðsins hafi verið hryllilegur hafði útgáfa blaðsins sýnt að það mátti vel reka Fréttablaðið réttu megin við núllið. Lesendur höfðu tekið blað- inu vel og það hafði lífgað við staðnaðan auglýsingamarkað. Það er líka spurning hversu mikinn lærdóm má draga af rekstri sem er að kafna úr fjárskorti. Forsend- ur útgáfunnar voru líka veikar á fleiri sviðum. Blaðið var prentað á aflóga prentvél sem skilaði litlum gæðum og réð ekki við stærri blöð en 24 síður. Ef við starfsfólkið vorum í keppni við hin blöðin vor- um við eins og berfætt fótboltalið. Og ef við náðum að skora þá reið einhvert áfallið yfir; launagreiðsl- ur drógust eða önnur áföll settu okkur í vörn.“ Allt stefndi í fákeppni „Ástandið á fjölmiðlamarkaðn- um um vorið og snemmsumars 2002 var dálítið háskalegt. Annar ríkisbankinn hafði gert samkomu- lag við eigendur Skjás eins um að knýja Íslenska útvarpsfélagið í þrot og koma eignum þess til nýrra eigenda. Eins og ég sagði áðan höfðu ríkisbankarnir í raun skipt um eigendur að DV. Stjórn Ríkisútvarpsins var sífellt að verða flokkspólitískari. Og Fréttablaðið var komið í þrot. Fram undan virtist blasa við um- hverfi þar sem Ríkisútvarpið, Stöð 2/Skjár einn, DV og Morgun- blaðið yrðu ein á fjölmiðlamark- aði og allir þessir fjölmiðlar undir stjórn aðila sem væru stjórnvöld- um – og þá sérstaklega forsætis- ráðherra – sérstaklega að skapi. Þetta var staða sem var ótrúlegt að væri uppi snemma á 21. öldinni – og hvorki holl fyrir fjölmiðla né stjórnmálin. Ef við viljum stefna að opnu og lýðræðislegu samfé- lagi, svipuðu og best hefur lukk- ast í nágrenni við okkur, verðum við að aðskilja stjórnmál og fjöl- miðla. Stjórnmálamenn verða að hafa burði til þess að vinna málum sínum fylgis án þess að handstýra fjölmiðlum eða hafa sterk ítök í þeim. Og fjölmiðlar verða að byggja á almennu sjónarhorni en ekki vera aðeins framlenging hins pólitíska valds. Auðvitað var það ekki svo að þeir sem komu að stofnun Fréttar GUNNAR SMÁRI EGILSSON, RITSTJÓRI FRÉTTABLAÐSINS OG ÚTGÁFUSTJÓRI FRÉTTAR „Ef menn halda að ríkisfjölmiðlar veiti frjálsum miðlum aðhald ættu menn að skoða hvort þessu geti ekki einmitt verið öfugt farið. Hvernig væri dagskrá Ríkisútvarpsins ef einkaaðilar hefðu ekki veitt því aðhald með samkeppni? Mig syfjar af tilhugsuninni einni.“ Fréttablaðið kom fyrst út fyrir réttum þremur árum. Síðan hefur ýmislegt gengið á í útgáfunni; fyrst stefndi allt niður á við en síðan flest upp. Allan tímann hefur nokkur styr staðið um útgáf- una. Í viðtali við Gunnar Smára Egilsson ritstjóra er farið yfir þetta tímabil og átökin um blaðið. Var tekið sem boðflennu á dagblaðamarkaði Fréttablaðið: Tímamót á þremur árum 23. APRÍL 2001 Fréttablaðið hefur göngu sína. 24 síðna blaði dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu alla virka daga. OKTÓBER 2001 Um 87 þúsund manns lesa Fréttablaðið að meðaltali á hverjum degi. Um 143 þúsund manns lesa blaðið einhverju sinni vikunnar. MARS 2002 Um 92 þúsund manns lesa Fréttablaðið að meðaltali á hverjum degi. Um 130 þúsund manns lesa blaðið einhverju sinni vikunnar. 12. JÚLÍ 2002 Frétt ehf. endurvekur Frétta- blaðið eftir að fyrra útgáfufélag fór í þrot. 18. SEPTEMBER 2002 6.000 heimili á Akureyri bætast í dreifikerfi Fréttablaðsins. Blað- ið berst nú á meira en 70 pró- sent heimila á Íslandi. Frétta- blaðinu er auk þess dreift á sölustaði á leiðinni norður. OKTÓBER 2002 Um 120 þúsund manns lesa Fréttablaðið að meðaltali á hverjum degi. Um 175 þúsund manns lesa blaðið einhverju sinni vikunnar. 14. MARS 2003 Birta, vikulegt tímarit, kemur út. Fylgir Fréttablaðinu á föstudög- um. 27. MARS 2003 6.000 heimili á Suðurnesjum bætast við dreifikerfið. 75 pró- sent heimila á Íslandi fá nú Fréttablaðið á morgnana. MARS 2003 Um 143 þúsund manns lesa Fréttablaðið að meðaltali á hverjum degi. Um 189 þúsund manns lesa blaðið einhverju sinni vikunnar. 13. JÚLÍ 2003 Sunnudagsútgáfa Fréttablaðsins hefst. Fréttablaðið kemur út sjö daga vikunnar – 360 daga á ári. OKTÓBER 2004 Um 150 þúsund manns lesa Fréttablaðið að meðaltali á hverjum degi. Um 202 þúsund manns lesa blaðið einhverju sinni vikunnar. 14. NÓVEMBER 2003 Útgáfufélag Fréttablaðsins, Frétt ehf., tekur yfir útgáfu DV. FEBRÚAR 2004 Um 160 þúsund manns að meðaltali lesa Fréttablaðið á hverjum degi. Um 210 þúsund manns lesa blaðið einhverju sinni vikunnar. 2. APRÍL 2004 Daglegt fylgiblað Fréttablaðsins, Allt, hefur göngu sína. Frétta- blaðið er að meðaltali um 56 síður á dag – sjö daga vikunn- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.