Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 47
35FÖSTUDAGUR 23. apríl 2004 Dulkóðun Islandia Vertu öruggur á internetinu www.dulkodun.is Deildabikar karla: Átta liða úrslit klár FÓTBOLTI Nú er ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum deildabikars karla í knattspyrnu en riðlakeppninni lauk í gær eins og sjá má á síðunni til vinstri. KA, KR, Fylkir og Víkingur tryggðu sér í sæti í átta liða úrslitum úr A-riðli en Keflavík, ÍA, Valur og FH úr B-riðli. KA, efsta lið A-riðils, mætir FH, sem hafnaði í fjórða sæti B- riðils. KR, sem endaði í öðru sæti A-riðils etur kappi við Valsmenn, sem voru í þriðja sæti B-riðils, Fylkir, sem tryggði sér þriðja sætið í A-riðli í gær með stórsigri á Þór, leikur gegn ÍA, liðinu í öðru sæti B-riðils, og Víkingur, sem náði fjórða sætinu í A-riðli, og Keflavík, sem vann B-riðilinn, leiða saman hesta sína. Átta liða úrslitin hefjast miðvikudaginn 28. apríl með tveimur leikjum, einum á Leiknisvelli og einum í Boganum á Akureyri. Daginn eftir fara síðan einnig fram tveir leikir. ■ Sænski boltinn: Jafnt hjá Örgryte FÓTBOLTI Íslendingaliðið Örgryte gerði 1-1 jafntefli við AIK á heimavelli í fyrsta leik fjórðu um- ferðar í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Mats Rubarth kom AIK yfir á 21. mínútu en Örgyte jafnaði metin undir lok fyrri hálf- leiks eftir sjálfsmark AIK. Tryggvi Guðmundsson og Jó- hann B. Guðmundsson voru í byrj- unarliði Örgryte en var báðum skipt út af í síðari hálfleik. Ör- gryte er í þriðja sæti deildarinnar eftir jafnteflið en AIK er í sjö- unda sæti. ■ Undanúrslit Remax-deildar kvenna: Sætur Valssigur eftir framlengdan leik HANDBOLTI Valsstúlkur eru komnar í úrslit Remax-deildar kvenna í fyrsta sinn í fimm tilraunum eftir 27-29 sigur á Stjörnunni í Garða- bæ eftir æsispennandi fram- lengdan leik. Valur hafði frumkvæðið fram- an af en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Valur komst yfir 18-20 þeg- ar seinni hálfleikur var hálfnaður en þá átti Stjarnan góðan kafla. Skoruðu þær sex mörk gegn tveimur mörkum Vals og komust yfir 24-22. Valsstúlkur tóku þá við sér og skoruðu tvö síðustu mörkin í venjulegum leiktíma og jöfnuðu metin. Í framlengingunni skoruðu Valsstúlkur þrjú fyrstu mörkin. Á þessum góða kafla Vals skoraði Stjarnan ekkert mark í níu mínút- ur og eftir það var á brattann að sækja. Hafrún Kristjánsdóttir var markahæst í liði Vals ásamt Gerði Betu Jóhannsdóttur með sex mörk. Hafrún skoraði þrjú af mörkunum í framlengingunni en mörk Gerðar komu öll úr lang- skotum. Berglind Hansdóttir varði 19 skoti í marki Vals. Lind Hannesdóttir var marka- hæst hjá Stjörnunni með sex mörk og Jóhanna Margrét Ragn- arsdóttir skoraði fimm. Jelena var sterk í markinu og varði 24 skot. Fögnuður Valsstúlkna var mikill í leikslok enda liðið komið í úrslit í fyrsta sinn þar sem and- stæðingurinn verður annað hvort ÍBV eða FH. ■ Eitt lið er þegar búið að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta vetri: Norwich aftur meðal þeirra bestu FÓTBOLTI Norwich er komið á nýjan leik í hóp bestu knattspyrnufélaga Englands því nú er ljóst að liðið verður annaðhvort í 1. eða 2. sæti ensku 1. deildarinnar. Þetta varð ljóst þegar Sunderland tapaði stigum gegn Crystal Palace í vikunni og á þannig ekki lengur möguleika á að komast upp fyrir Norwich. Norwich hefur ekki verið í hópi bestu liða í heil níu ár en liðið féll vorið 1995, að- eins tveimur árum eftir að það hafði slegið lið Bayern München út úr Evrópukeppni félagsliða. Norwich hefur nú tveggja stiga forskot á WBA og 14 stiga forskot á Sunder- land þegar aðeins fjórir leikir eru eftir. WBA-liðið vantar aðeins eitt stig til viðbótar til að endurheimta úrvalsdeildarsætið. Norwich átti lið í efstu deild 1986 til 1995 og náði sín- um besta árangri á fyrsta tímabili úrvalsdeildarinnar, þegar liðið end- aði í þriðja sæti á eftir Man. Utd. og Aston Villa Það gekk lítið hjá Norwich fyrstu árin eftir fallið í 1. deildina en eftir að núverandi stjóri liðsins, Nigel Worthington, tók við 2000 hefur gengi liðsins tekið stakka- skiptum. Worthington byrjaði á því að bjarga liðinu frá falli, kom því síð- an í úrslitaleik úrslitakeppninnar tveimur árum síðar og svo upp í úr- valsdeildina á nýjan leik í vetur. ■ GULIR OG GLAÐIR Á NÝ Leikmenn Norwich fögnuðu því vel að vera komnir upp í ensku úrvalsdeldina eftir níu ára fjarveru. Undanúrslit Evrópukeppni félagsliða: Markalaust á báð- um vígstöðvum FÓTBOLTI Newcastle og Marseille gerðu markalaust jafntefli á St. James’ Park í undanúrslitum Evr- ópukeppni félagsliða í gærkvöldi. Heimamenn, sem léku án þeirra Craig Bellamy, Kieron Dyer, Jermaine Jenas og Lee Bowyer, voru betri aðilinn í leiknum en Marseille spilaði sterkan varnar- leik. Shola Ameobi, Alan Shearer og Gary Speed fengu allir góð færi en náðu ekki að skora. Færi Ameobis í fyrri hálfleik var sérlega gott en Fabien Barthez bjargaði glæsilega í markinu. Didier Drogba var hættu- legasti maður Marseille og átti með- al annars skot í stöng. Marseille stendur betur að vígi fyrir seinni leik liðanna, sem verður háður á franskri grund. Sir Bobby Robson vonast þó til að ná mönnum aftur inn í liðið eftir meiðsli og þá aukast möguleikar Newcastle til muna. „Þetta var mjög jafn leikur eins og við bjuggumst við,“ sagði Alan Shearer, fyrirliði Newcastle. „Meginmarkmið okkar var að fá ekki á okkur mark og það getur því allt gerst ennþá. Við stóðum okkur mjög vel og nýttum reynslu okkar í Evrópukeppninni.“ Spænsku liðin Villarreal og Val- encia gerðu einnig markalaust jafn- tefli á heimavelli Villarreal í heldur bragðdaufum leik. Stendur Valencia því betur að vígi fyrir síðari leik lið- anna, sem háður verður sjötta maí eins og hinn leikurinn í Frakklandi. ■ BARÁTTA Jonathan Woodgate og Didier Drogba berjast í leik Newcastle og Marseille. HAFRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR Hafrún Kristjánsdóttir var sterk í framlengingunni fyrir Val og skoraði þá þrjú mörk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI TRYGGVI GUÐMUNDSSON Tryggvi, til hægri, í leik gegn Pétri Mart- einssyni og félögum í Hammarby.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.