Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 24.04.2004, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 LAUGARDAGUR MÁLÞING UM FAGURFRÆÐI Heimspekistofnun Háskóla Íslands heldur í dag málþing um fagurfræði. Dagskráin hefst klukkan tíu í stofu 101 í Odda og stendur til klukkan fjögur í dag. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA RIGNING EÐA SKÚRIR einkum sunnan og austan til en síst fyrir norðan. Strekkingur í borginni en hægur vindur á Norðausturlandi. Áfram milt í veðri. Sjá síðu 6. 24. apríl 2004 – 111. tölublað – 4. árgangur ● 40 ára í dag Björn Malmquist: ▲ SÍÐA 18 Slettir í eina tertu ● vonast til að sýna á íslandi í haust Ingibjörg Stefánsdóttir: ▲ SÍÐA 50 Laugardags- kvöld EIGNARHALD Á FJÖLMIÐLA- MARKAÐI Össur Skarphéðinsson krafðist viðveru forsætisráðherra á þingi í gær svo hægt væri að ræða skýrslu um eignarhald á fjölmiðlum. Forsætisráð- herra segir Samfylkinguna standa vörð um Baug. Sjá síðu 10 LÆKNAR ÓÁNÆGÐIR MEÐ LYFJATILLÖGUR Hugmyndir heilbrigð- isráðherra um að draga úr lyfjakostnaði meðal sjúklinga hér á landi valda óánægju hjá læknum. Sjá síðu 2 HUNDRUÐ FÓRUST Í SPRENG- INGU Óttast er að hundruð hafi farist þegar öflug sprenging varð við lestarstöð í Norður-Kóreu. Sjá síðu 6 HÆTTULEGT AÐ ÁLYKTA UM AT- BURÐARÁS Ingimundur Einarsson, að- stoðarlögreglustjóri í Reykjavík, segir hættulegt að álykta á frumstigi rann- sóknar með hvaða hætti atburðir hafi átt sér stað. Sjá síðu 4 ● bílar Viktor Urbancic: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Bylting á bílamarkaðinum QUEEN MARY 2 KEMUR TIL NEW YORK Queen Mary 2, stærsta og dýrasta skemmtiferðaskip í heimi, er komið til hafnar í New York eftir jómfrúarsiglingu yfir Atlantshafið. Skipið er 150.000 tonn að þyngd, tekur 2.620 farþega og er á stærð við 21 hæðar hús. Smíði þess kostaði sem svarar tæpum 62 milljörðum króna. Queen Mary 2 snýr aftur til Englands á sunnudag. FJÖLMIÐLALÖG Frumvarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um lög að eignarhaldi fjölmiðla er aðeins tvær greinar. Annars vegar er lagt bann við því að fyrirtæki í óskyld- um rekstri eigi hluti í fjölmiðlum. Hins vegar er bannað að sama fyrirtæki eigi bæði prentmiðla og ljós- vakamiðla. S a m k v æ m t heimildum Frétta- blaðsins hafa aðrir r á ð h e r r a r Framsóknar falið Halldóri Ásgrímssyni að vinna að málinu. Hann vilji setja lög á fjölmiðla en innan flokksins er ekki vilji til að samþykkja frumvarpsdrög Davíðs óbreytt, samkvæmt heimildum. Samkvæmt frumvarpsdrögunum sem kynnt voru í ríkisstjórn á þriðjudaginn fá fyrirtæki tveggja ára aðlögunartíma. Verði þessi ákvæði leidd í lög mun það hafa veruleg áhrif á rekstrarumhverfi allra einkarekinna fjölmiðla. Haraldur Sveinsson, formaður stjórnar Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið, telur að lög sem banni aðilum að eiga í fjölmiðlum ef þeir eiga fyrirtæki í óskyldum rekstri séu ekki til bóta. Hann segir að í tilfelli Morgunblaðsins hafi lengi tíðkast að aðilar úr óskyldum rekstri komi að félaginu. „Eigendur hafa komið með fjár- magn í Árvakur í 85 ár og það hafa verið menn sem hafa verið í öðrum rekstri. Mér líst ekkert á þetta frumvarp. Það er varasamt fyrir framtíð fjölmiðlunar á Íslandi,“ seg- ir Haraldur. „Ég held að það sé einhver skrýt- inn hugsunarháttur á bak við þetta. Menn verða að standast samkeppni. Morgunblaðið hefur prédikað það í níutíu ár og það verður bara að sjá hvernig menn standa sig,“ segir Haraldur Sveinsson. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, seg- ir að ef lögin verða að veruleika þýði það að skipta þurfi Norðurljós- um upp og mikil óvissa skapist um hvernig eignarhaldi á félaginu geti orðið háttað. Hvorki Davíð Oddsson né Halldór Ásgrímsson svöruðu ítrekuðum óskum Fréttablaðsins um viðtal í gær. thkjart@frettabladid.is Framsókn ekki sátt við frumvarpið Stjórnarformaður Árvakurs segir að sér lítist ekkert á frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. Hann segir að „skrýtinn hugsunarháttur“ búi þar að baki. Algjör óvissa er um framtíð Norðurljósa. Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 48 Sjónvarp 48 Lostinn í Íslendingum Íslendingar eru kinkí í kynlífinu, segir einn stofnandi BDSM-samtakanna, sem nú sofa þyrnirósarsvefni. Sadómasó lifir þó áfram góðu lífi sem og annar muna- losti af ýmsu tagi. Kynlíf: Linda Pétursdóttir: Linda Pétursdóttir fagnar tíu ára afmæli Baðhússins. Hún er komin í vinnu hjá Miss World og ætlar í sam- keppni við Donald Trump. Fréttablaðið ræddi við Lindu á hárgreiðslustofunni. Í vinnu hjá Miss World SÍÐA 22 ▲SÍÐUR 28 & 29 ▲ Forsætisráðherra Ísraels: Arafat nýtur ekki friðhelgi ÍSRAEL, AP Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, segist ekki lengur vera bundinn af loforði sem hann gaf George W. Bush Bandaríkjaforseta um að ráðast ekki á Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Sharon segist hafa tilkynnt Bush um þessa breyttu stöðu þegar hann fór í opinbera heimsókn til Was- hington í síðustu viku. Í sjónvarpsviðtali sagðist Sharon hafa lofað Bandaríkja- forseta að skerða ekki hár á höfði Arafats en hann líti svo á að hann sé ekki lengur bundinn af þessu loforði. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins segir að bandarísk stjórnvöld séu eftir sem áður mótfallin því að reynt verði að ráða Arafat af dögum. ■ Ómatvandur hundur: Gleypti 28 golfkúlur DÝR Enskir dýralæknar urðu held- ur betur undrandi á dögunum er þeir fundu 28 golfkúlur í maga þýsks fjárhunds. Hin átján mán- aða gamla Libby hafði hóstað blóði í margar vikur áður en und- arlegheitin komust upp. Á sama tíma hafði hún haft það fyrir sið að þefa uppi golfkúlur á Dids- bury-golfvellinum í Manchester. „Þegar ég fer með hana í göngutúra er hún vön að finna golfkúlur,“ sagði eigandi hunds- ins. „Hún getur komið fimm kúlum fyrir í kjaftinum.“ Libby er um þessar mundir að jafna sig aðgerðina en alls þurfti að sauma 30 spor þvert yfir maga hennar. „Ég neyddist til að kaupa handa henni tvo fótbolta,“ sagði Mike Wardrop, eigandi hundsins. „Hún getur ekki gleypt þá.“ ■ Fulltrúadeild Bandaríkja- þings: Dómsdags- frumvarp samþykkt HRYÐJUVERK Fulltrúadeild Banda- ríkjaþings hefur samþykkt „dómsdagsfrumvarp“ sem felur í sér að kosningar verði haldnar í flýti ef hryðjuverkamenn ráðast á þinghúsið í Washington. Kosningarnar má halda innan 45 daga fari svo að yfir eitt hund- rað þingmenn farist í árásinni. Grunur leikur á um að 11. septem- ber 2001 hafi hryðjuverkamenn ætlað að fljúga einni af flugvélun- um fjórum, sem þeir rændu, á þinghúsið. ■ Ætlar að leika sér á Íslandi Pink: ● miðasala hefst í dag SÍÐA 46 ▲ „Frumvarp ið er vara- samt fyrir framtíð fjöl- miðlunar á Íslandi. YASSER ARAFAT Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hef- ur á undanförnum vikum ítrekað gefið í skyn að til greina komi að ráða leiðtoga Palestínumanna af dögum. M YN D /A P
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.