Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 6
6 24. apríl 2004 LAUGARDAGUR ■ Þýskaland GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.45 -0.41% Sterlingspund 130.56 0.13% Dönsk króna 11.74 0.22% Evra 87.38 0.24% Gengisvísitala krónu 123,04 0,08% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 313 Velta 4.934 milljónir ICEX-15 2.722 1,64% Mestu viðskiptin Samherji hf. 727.100 Bakkavör Group hf. 323.909 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 277.546 Mesta hækkun Bakkavör Group hf. 4,00% Marel hf. 3,65% Straumur Fjárfestingarbanki hf 3,15% Mesta lækkun Tryggingamiðstöðin hf. -1,32% Össur hf. -0,93% Jarðboranir hf. -0,56% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.440,6 -0,2% NAsdaq * 2.039,8 0,3% FTSE 4.570,0 -0,0% DAX 4.103,6 1,1% NK50 1.523,0 0,0% S&P * 1.135,9 -0,3% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Samningar hafa náðst um aðkjarnorkuendurvinnslustöð í Bretlandi hætti að dæla geislavirkum efnum í sjó. Hvar er endurvinnslustöðin? 2Hver er stjórnarformaður flugfélagsinsAtlanta? 3Evrópska knattspyrnusambandið hef-ur valið besta knattspyrnumann Evr- ópu á síðustu hálfu öld. Hver var valinn? Svörin eru á bls. 50 BRASILÍA, AP Að minnsta kosti fjórtán manns létu lífið í fanga- uppþoti í yfirfullu ríkisfangelsi í Rodonia-héraði í Brasilíu. Fang- arnir gáfust upp eftir fimm daga án matar, vatns eða rafmagns en þeir höfðu lagt sér ketti til munns til að seðja sárasta hungrið. Þegar yfirvöld höfðu sam- þykkt að ráða nýjan fangelsis- stjóra, leyfa föngunum að fá börnin sín í heimsókn og bæta að- búnað og þjónustu í fangelsinu ákváðu fangarnir að sleppa 170 ættingjum sem teknir höfðu ver- ið í gíslingu í heimsóknartíma á sunnudag. Lögreglumenn sem fóru inn í fangelsið fundu sund- urskorin og limlest lík fjórtán manna sem höfðu verið myrtir af samföngum sínum en líkams- pörtum hafði einnig verið kastað út úr fangelsinu á meðan á upp- þotinu stóð. ■ KÍNA, AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja að hundruð manna hafi lát- ist og þúsundir slasast í öflugri sprengingu við lestarstöð skammt frá landamærum Kína á fimmtu- dag. Fregnir herma að þúsundir íbúðarhúsa og annarra bygginga hafi eyðilagst í sprengingunni og er óttast að fjöldi manna sé fastur í húsarústum. Norður-Kóreumenn hafa óskað eftir aðstoð alþjóða- samfélagsins vegna slyssins og verður fulltrúum Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og ann- arra hjálparstofnana fylgt á slys- stað í dag til að meta ástandið. Slysið átti sér stað um klukkan eitt eftir hádegi á fimmtudag. Að sögn yfirvalda varð sprenging þegar tveir lestarvagnar hlaðnir dínamíti lentu á rafmagnslínum við lestarstöð í Ryongchon. Sprengingin var svo öflug að allar byggingar í innan við 500 metra fjarlægð frá lestarstöðinni jöfnuðust við jörðu. Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, hafði farið um lestarstöðina aðeins fáeinum klukkustundum áður en slysið varð en hann var á heimleið eftir þriggja daga opinbera heimsókn til Kína. Stjórnvöld í Norður-Kóreu lýstu yfir neyðarástandi og sjúkrahús handan landamæranna í Kína bjuggu sig undir að taka á móti slösuðum. Rauði krossins dreifði tjöldum og ábreiðum til yfir 4000 fjölskyldna sem misstu heimili sín í sprengingunni. Norður-Kóreumenn reyndu til að byrja með að koma í veg fyrir að erlendir fjölmiðlar fréttu af slysinu, meðal annars með því að loka fyrir símasamband, en fljót- lega varð þeim ljóst að þeir kæmust ekki af án alþjóðlegrar aðstoðar. Þá var send formleg beiðni um aðstoð til mannúðar- skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf. Breska ríkissjónvarpið, BBC, sýndi gervitunglamyndir af slys- staðnum sem teknar voru hálfum öðrum sólarhring eftir slysið. Á myndunum sést reykjarmökkur stíga hátt til himins yfir slys- staðnum. brynhildur@frettabladid.is Hjartaþegi lést: Fékk vitlaust líffæri SVISS, AP Svissnesk kona lést eftir að læknar græddu í hana hjarta úr einstaklingi sem var í röngum blóð- flokki. Saksóknarar hafa hafið rannsókn á því hvort grundvöllur sé fyrir því að gefa út ákærur fyrir manndráp af gáleysi. Rosmarie Voser hafði lengi verið á biðlista eftir hjarta þegar hún fór í hjartaígræðslu á Háskólasjúkra- húsinu í Zürich fyrr í vikunni. Þeg- ar líkami hennar hafnaði nýja hjart- anu uppgötvuðu læknar að það hafði tilheyrt manneskju sem var í blóðflokki A en ekki O eins og Vos- er. Hún lést áður en læknum tókst að tengja hana við gervihjarta. ■ Leikfélag Akureyrar: Fjárframlög tryggð í þrjú ár AKUREYRI Akureyrarbær veitir ár- lega 80 milljónum króna til rekst- urs Leikfélags Akureyrar sam- kvæmt samningi sem undirritaður var á sumardaginn fyrsta. Samn- ingurinn gildir til þriggja ára en hann byggir á samningi bæjar- ins við mennta- málaráðuneytið um stuðning rík- isins við menn- ingarmál á Akur- eyri. Gert er ráð fyrir að við fram- lagið bætist fimm milljónir á næsta ári og 10 milljónir árið 2006, að því tilskildu að áætl- anir félagsins um verkefni og hallalausan rekstur gangi eftir. Leikfélag Akureyrar mun svið- setja að lágmarki fjögur leikverk á ári og eru ákvæði um að sérstök áhersla skuli lögð á lifandi sam- starf við börn og grunnskólana á Akureyri. ■ www.plusferdir.is Portúgal 34.165 kr. N E T á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi í 7 nætur á Elimar. Innifalið er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. Ef 2 fullorðnir ferðast saman 48.455 kr. á mann. NETplus er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 18. og 25. maí Verð frá MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON LEIKHÚSSTJÓRI Akureyrarbær veitir áttatíu milljónir til Leik- félags Akureyrar. FANGAUPPÞOT Fangarnir sem stóðu á þaki Urso Branco ríkisfangelsisins fögnuðu ákaft þegar samkomulag náðist við yfirvöld. Fangauppþot í Brasilíu: Fangarnir fengu sitt fram GASSPRENGING Að minnsta kosti þrír slösuðust í sprengingu í gasbirgðastöð Gasag í Vestur- Berlín í gær. Sprengingin varð þegar verið var að dæla gasi á tankbíl. Bíllinn sprakk í loft upp og þrír starfsmenn slösuðust lítil- lega. Flytja þurfti 500 íbúa nær- liggjandi húsa á brott. ■ Lögreglufréttir NEITAÐI BLÓÐSÝNATÖKU Maður var tekinn á Kirkjubæjarklaustri grunaður um ölvun við akstur. Taka þurfti blóðsýni úr honum en hann vildi það ekki. Farið var með hann á Selfoss þar sem hann gisti fangageymslur til morguns. FLAGGAÐ OF LENGI Nokkuð hef- ur borið á því að starfsmenn fyrir- tækja og einstaklingar gleymi að draga þjóðfánann niður á tilsettum tíma á kvöldin. Í fánalögum segir að fána skuli eigi draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og að jafnaði skuli hann eigi upp vera lengur en til sólarlags, og aldrei lengur en til miðnættis. Hundruð fórust í sprengingu Óttast er að hundruð manna hafi farist þegar öflug sprenging varð við lestarstöð í Norður-Kóreu. Allar byggingar í innan við 500 metra fjarlægð frá lestarstöðinni jöfnuðust við jörðu. BRÚ MILLI KÍNA OG NORÐUR-KÓREU Sjúkrahús handan landamæranna í Kína bjuggu sig undir að taka á móti fólki sem slasaðist þegar sprenging varð við lestarstöð í Norður-Kóreu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.