Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 10
10 24. apríl 2004 LAUGARDAGUR ELSTA KONA HEIMS Ramona Trinidad Iglesias, 114 ára, kælir sig með blævæng meðan hún situr fyrir hjá ljósmyndurum. Iglesias dvelur nú á Mi Casita hjúkrunarheimilinu í San Juan borg í Puerto Rico. Hún er talin fædd 31. ágúst eða 1. september 1889 og er í heims- metabók Guinness skráð elsta núlifandi kona heims. Skýrsla um stöðu á fjölmiðlamarkaði: Vel unnin skýrsla STJÓRNMÁL „Margir gleðjast yfir þeirri fjölbreytni sem er á fjöl- miðlamarkaði á Íslandi en á sama tíma er fólk almennt á því að sam- þjöppunin hefur orðið of mikil. Skýrslan er ágæt og vel unnin og gefur gott yfirlit yfir þetta við- fangsefni,“ segir Jónína Bjartmarz alþingismaður um skýrsluna um stöðuna á fjölmiðlamarkaði. Jónína segir að í mannréttinda- sáttmálanum sem hefur lagagildi hér á landi séu beinlínis lagðar þær skyldur á stjórnvöld að standa vörð um tjáningarfrelsi og í þágu þess er sú kvöð á stjórnvöldum að tryggja menningarlega fjölbreytni og opna og lýðræðislega umræðu eins og tjáningarfrelsisákvæði hefur verið túlkað með dómum mannréttinda- dómstólsins. Hún segir svo spurn- ingu vera hvernig hversu langt menn vilja ganga og hvaða skorður þeir vilja setja. Þá gangi ekki að horfa eingöngu til landanna, sem við viljum bera okkur saman við á annan hátt, af því að við hljótum að þurfa að taka mið af smæð íslensks samfélags og afleiðinganna á ís- lenskt viðskiptaumhverfi og það umhverfi sem fjölmiðlarnir starfa í. Samkeppnislögin gilda um fyrir- tæki á sviði fjölmiðlunar en sam- kvæmt framansögðu er ljóst að hluta til gilda um þau önnur sjónar- mið. ■ FJÖLMIÐLASKÝRSLAN Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarfor- maður Norðurljósa, er mjög ósáttur við skýrslu nefndar menntamálaráðherra um stöðu á fjölmiðlamarkaði. „Það háir þessari skýrslu að það eru rangar tölur í henni sem hefðu ekki verið þarna ef skýrsluhöf- undar hefðu haft fyrir því að kynna sér þau fyrirtæki sem þarna er fjallað um. Þar er far- ið rangt með tölur bæði um Norðurljós og Baug og nægir að nefna annars vegar markaðs- hlutdeild Baugs á matvöru- markaði sem er hvergi nálægt þeirri tölu sem þar er sett fram,“ segir hann. „Þar er um allt annan rekstur að ræða,“ segir hann. Hins vegar segir hann að nefndin fjalli um Norðurljós eins og fyrirtækið var fyrir samein- ingu við Frétt ehf. „Ef fleira í gagnaöflun nefndarinnar er með þeim hætti þá er ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Skarp- héðinn. Stjórn Norðurljósa óskaði eft- ir fundi með nefndinni en þeirri kröfu var ekki sinnt. Skarphéð- inn telur að leiðrétta hefði mátt margt í skýrslunni ef leitað hefði verið til fyrirtækja á markaðin- um. Skarphéðinn undrast að skýrsluhöfundar mæli með eflingu Ríkisútvarpsins en hann segir umfang þess vera stærsta vandamálið á fjölmiðlamarkaði. „Það er alveg ljóst að skýrslu- höfundar hafa aldrei komið ná- lægt rekstri fjölmiðla og hafa frekar lítið vit á honum,“ segir Skarphéðinn. ■ FJÖLMIÐLASKÝRSLAN „Framsóknar- flokkurinn hefur mótmælt þessu, en nú kemur í ljós á næstu dögum hvort að í leggjum Halldórs Ás- grímssonar eru forsætisráðherra- bein eða -brjósk. Ef hann lætur kúga sig í þessu máli þá gef ég nú lítið fyrir hann þegar Davíð fer að stjórna úr aftursætinu eftir 15. september,“ segir Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylking- arinnar. Össur segir það öldungis frá- leitt að skýrslan sem ríkisstjórnin lét vinna um eignarhald á fjöl- miðlum skuli vera komin í al- menna umræðu í gegnum fjöl- miðla án þess að alþingismenn, sem innan skamms kunna að eiga að fjalla um málið, fái hana í hendur. „Af fregnum fjölmiðla sýnist mér þær hugmyndir sem forsæt- isráðherra hefur uppi einmuna vitlausar. Þar er til dæmis lagt til að þeir sem að eigi fyrirtæki megi ekki eiga í fjölmiðlum,“ segir Öss- ur. Hann spyr hvort eigi þá að banna þeim mönnum og fyrir- tækjum sem hafa lagt fé í Skjá einn sem sannarlega hefur aukið samkeppni á sjónvarpsmarkaði, að halda áfram að reyna að halda því fyrirtæki gangandi. Hann bendir jafnframt á Morgunblaðið. „Hafa ekki í gegn um tíðina verið eigendur á Morgunblaðinu sem sömuleiðis hafa átt fyrirtæki, meira að segja mjög stór fyrir- tæki á íslenskan mælikvarða? Ég gæti tekið smærri dæmi, en þetta sýnir einfaldlega að það er ekki heil brú í rökstuðningi fyrir þess- um breytingum sem forsætisráð- herra leggur til,“ segir Össur. Á umræðum um skýrsluna á Alþingi í gær sagði forsætisráð- herra að Samfylkingin skipi sér- stakan verndarhring í kringum þrjú fyrirtæki, fyrirtæki, fyrir- tæki Jón Ólafssonar, Baug og Kaupþing. Aðspurður um þessi ummæli forsætisráðherra segir Össur að það séu tveir menn á Íslandi sem hafa harkalega tekist á við Baug. „Annar er forsætisráðherra og hinn er ég, eins og frægt er. Það er með ólíkindum að forsætisráð- herra skuli láta sér svona um munn fara og sýnir hversu gjör- sneyddur hann er rökum í mál- inu. Samfylkingin og Baugur eiga ekkert sameiginlegt. Það má koma skýrt fram að í síðustu kosningabaráttu þáði Samfylk- ingin ekki túskilding af Baugi vegna kosningabaráttunnar. Ég spyr, geta báðir stjórnarflokk- arnir sagt hið sama?“ segir Össur. Þegar Össur er spurður álits á vinnubrögðum forsætisráðherra vegna skýrslunnar og undirbún- ing frumvarpsdraga segir hann þau með ólíkindum. Hann segir það þó ekki koma sér á óvart að hann skuli ætla sér að knýja mál- ið með ofbeldi í gegnum þingið á örfáum dögum. Hann segir það einnig ótrúlegt að sjá hvernig forsætisráðherrann fer á bak við Sjálfstæðisflokkinn og Fram- sóknarflokkinn og láti með leynd vinna frumvarpið án þess að þeir viti af. sda@frettabladid.is Prestur dæmdur fyrir kynferðisbrot: Fórnarlömb fá 2,7 milljarða TEXAS, AP Fórnarlömb lútersks prests, sem fundinn var sekur um kynferðislega misnotkun á ungum drengjum, munu fá svarar hátt í 2,7 milljörðum íslenskra króna í miskabætur. Gerald Patrick Thomas jr. var prestur bandarískrar mótmæl- endakirkju í Texas 1997–2001. Hann var handtekinn eftir að ung- lingspiltur fann ljósmyndir af ungum drengjum á tölvunni hans og reyndi að kúga út úr honum fé og í kjölfarið var hann dæmdur í 397 ára fangelsi fyrir kynferðis- lega misnotkun á börnum. Níu fórnarlömb fóru í mál við kirkju- deildina á þeim forsendum að fyrrum biskup og aðstoðarmaður hans hefðu hunsað ábendingar um ósæmilega hegðun Thomas. ■ LÍFSTÍÐARFANGELSI FYRIR SAM- ÚRÆJAÁRÁS Þýskur karlmaður á þrítugsaldri sem hjó samstarfs- konu sína til bana með sam- úræjasverði og særði þrjár aðrar konur, hefur verið dæmdur í lífs- tíðarfangelsi. Árásin átti sér stað í bænum Pforzheim í september í fyrra. „Ég hata mannkynið og heiminn allan,“ sagði Stefan Aug- enstein þegar hann var spurður um tilefni árásarinnar. HANDTÖKUR Á SPÁNI Yfirvöld á Spáni hafa handtekið einn mann til viðbótar og gefið út sex nýjar handtökuskipanir í tengslum við rannsókn á sprengjuárásunum í Madríd 11. mars. Tveimur Ind- verjum, sem sakaðir voru um að hafa selt farsímana sem notaðir voru til að sprengja sprengjurn- ar, hefur verið sleppt úr haldi. SÍÐUSTU KOLANÁMU FRAKK- LANDS LOKAÐ Þriggja alda sögu kolavinnslu í Frakklandi er lokið. Síðustu kolanámu landsins, La Houve við bæinn Creutzwald, var lokað í gær. Um 400 námuverka- menn störfuðu í námunni og var gerður við þá sérstakur starfs- lokasamningur. ■ Evrópa ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON, FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR „Af fregnum fjölmiðla sýnist mér þær hugmyndir sem forsætisráðherra hefur uppi einmuna vitlausar. Þar er til dæmis lagt til að þeir sem að eigi fyrirtæki megi ekki eiga í fjölmiðlum.“ Brjósk eða bein í leggjum Halldórs Össur Skarphéðinsson segir að það muni koma í ljós á næstu dögum hvort Halldór Ásgrímsson láti Davíð Oddsson kúga sig í málinu um eignarhald á fjölmiðlum. Össur segir hugmyndir forsætisráðherra einmuna vitlausar og án rökstuðnings. Stjórnarformaður Norðurljósa: Rangfærslur í fjölmiðlaskýrslu JÓNÍNA BJARTMARZ Jónína segir að taka verði mið af smæð samfélagsins og afleiðinganna á íslenskt viðskiptaumhverfi og það umhverfi sem fjölmiðlarnir starfa í. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR Ó LA ■ Afganistan Dagbækur Hitlers: Fölsuð bók á uppboði BERLÍN, AP Fölsuð dagbók Adolfs Hitler var seld á uppboði í Berlín fyrir sem svarar um 570.000 ís- lenskum krónum. Bókin sem um ræðir er ein af sextíu dagbókum sem falsarinn Konrad Kujau skrifaði og seldi þýska tímaritinu Stern fyrir sem nemur hátt í 400 milljónum ís- lenskra króna árið 1983. Sérfræð- ingar komust að þeirri niðurstöðu að þær væru falsaðar og í kjölfarið var Kujau dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Í bókinni, sem er 56 blaðsíður, má meðal annars finna falsaða erfðaskrá Hitlers og Evu Braun. ■ ÍÞRÓTTAHETJA FÉLL Í AFGANIST- AN Ein skærasta von banda- rísku atvinnumannadeildarinn- ar í ruðningi, NFL-deildinni, féll í stríðsátökum í Afganistan í gær. Pat Tillman, hafði nýlega hafnað hundruð milljóna króna samningi við Cardinals til að ganga til liðs við Bandaríkjaher. Hann var skotinn til bana í átökum aðeins 27 ára að aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.