Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 18
Það er ekki á döfinni að haldaneitt sérstaklega upp á áfang- ann þótt hann sé stór,“ segir Björn Malmquist, fréttamaður- inn góðkunni að austan, sem er fertugur í dag. „Þannig er mál með vexti að konan mín er að fara á öldungamót í blaki á Akra- nesi um helgina og því verð ég grasekkill með tvö börn á afmæl- isdaginn,“ segir Björn og hlær: „Ætli það verði þó ekki slett í svo sem eina tertu þó ekki væri nema fyrir krakkana. Vonandi gerist síðan ekkert fréttnæmt í dag þannig að maður geti tekið það rólega. Það verður að segj- ast eins og er að ég legg frekar lítið upp úr afmælinu mínu hin seinni ár. Hins vegar á að taka þetta með trompi í maí en þá má segja að ég og konan sameinum afmælishaldið en hún varð fer- tug í mars. Við fengum sameig- inlega afmælisgjöf frá fjöl- skyldunni sem er helgarferð til London og við lítum á ferðina sem hina eiginlegu afmælis- veislu og hlökkum mikið til.“ En hefur Björn verið dugleg- ur að halda upp á afmælið sitt í gegnum tíðina? „Ég hélt ágætis partí þegar ég varð þrítugur og þá var tekið alveg þokkalega á því en hef aldrei haldið neinar stórafmælisveislur. Hins vegar eru afmælin í kringum sex ára aldurinn alltaf sterk í minning- unni en þá bjó ég á Akranesi og auðvitað mætti allt hverfið í veisluna. Mamma bakaði alltaf svo flotta köku, skúffuköku með svona sykurkremi sem var formað eins og skip og það var alltaf sérlega vinsælt. Pabbi var í siglingum á þessum árum og var oft lengi í burtu en einn af- mælisdaginn á þessum árum gaf hann mér rosa flott leikfanga- skip og það var eiginlega tvö- föld ánægja: gjöfin og að hafa pabba heima á afmælisdaginn,“ segir Björn Malmquist hinn fer- tugi að lokum. ■ Áöðrum degi páska árið 1916hóf Hið írska bræðralag lýð- veldisins, sem var leynileg samtök írskra þjóðernissinna undir stjórn Patrick Pearse, Páskauppreisnina sem var vopnuð uppreisn gegn bresku yfirvaldi Írlands. Pearse og lýðveldissinnaðir félagar hans réðust gegn Bretum víða um Dyflinni og með aðstoð herskárra írskra sósíalista náðu þeir yfirráðum á aðalpósthúsi borgarinnar. Þegar því takmarki var náð lýstu þeir yfir sjálfstæði Írlands og næsta morgun höfðu þeir stjórn á mestallri borginni. Seinna þann dag snerust Bretar til varnar og þann 29. apríl hafði upp- reisnin verið brotin á bak aftur. Pearse, ásamt 14 öðrum þjóð- ernissinnum, var tekinn af lífi fyrir þátt þeirra í Páskauppreisn- inni. Margir Írar litu hins vegar á þá sem píslarvotta. Vopnuð átök héldu áfram eftir Páskauppreisn- ina og fögnuðu Írar sjálfstæði 1922 með yfirlýsingu um stofnun lýðveldis. Sex sýslur í norðurhluta lands- ins héldust undir stjórn Bret- lands og sumir þjóðernissinnar endurskipulögðu sig innan Írska lýðveldishersins til að halda bar- áttunni áfram fyrir fullu sjálf- stæði Írlands. ■ ■ Þetta gerðist 1704 The Boston News Letter, fyrsta bandaríska blaðið sem gefið er út reglulega, er stofnað. 1898 Spánn lýsir yfir stríði gegn Banda- ríkjunum og hefur þannig spænsk-bandaríska stríðið. 1953 Elísabet II Breta- drottning slær Winston Churchill til riddara. 1968 Mauritíus verður að- ili að Sameinuðu þjóðun- um. 1970 Kínverjar skjóta upp fyrsta gervi- hnetti sínum. 1980 Björgun 52 bandarískra gísla í Teheran mistekst. Þess í stað láta átta bandarískir hermenn lífið og engum gíslum var bjargað. 1986 Wallis Warfield, hertogaynja af Windsor, deyr í París, 89 ára. PÓSTHÚSIÐ Í DYFLINNI 1916 Eftir hálfrar viku baráttu við breskt stór- skotalið var lítið eftir af pósthúsinu nema grindin ein. Páskauppreisn á Írlandi 18 24. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát Arndís Þorbjarnardóttir, áður til heimil- is á Víðivöllum 10, Selfossi, lést föstudaginn 16. apríl. Eyfríður Guðjónsdóttir frá Nefsholti, áður til heimilis í Austurbrún 6, lést þriðjudaginn 20. apríl. Hrefna Ormsdóttir, Safamýri 43, lést fimmtudaginn 22. apríl. Jóhannes Helgason bifreiðarstjóri, Álf- hóli 3, Húsavík, lést fimmtudag- inn 8. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jón Kristinn Hafstein tannlæknir lést föstudaginn 16. apríl. Oddur Thorarensen, fv. sóknarprestur, lést þriðjudaginn 20. apríl. Sigurður Elís Sigurjónsson, Vegamót- um, Þórshöfn, lést þriðjudaginn 20. apríl. Snjólaug G. Stefánsdóttir, verkefnis- stjóri hjá Reykjavíkurborg, lést miðvikudaginn 21. apríl. Svanhildur Þórarinsdóttir frá Djúpalæk, Krummahólum 2, Reykjavík, lést fimmtudaginn 8. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. ■ Jarðarfarir 13.30 Geir Gissurarson frá Byggðar- horni, Grænumörk 5, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju. 13.30 Már Haraldsson, bóndi og odd- viti, verður jarðsunginn frá Skál- holtsdómkirkju. 14.00 Aron Rafn Jóhannesson, Eyja- hrauni 6, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju. 14.00 Guðbjörg Eiríksdóttir, Heiðdals- húsi, Eyrarbakka, verður jarðsung- in frá Eyrarbakkakirkju. 14.00 Ísak Árni Árnason húsasmíða- meistari, áður Hólavegi 12, Sauð- árkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju. SHIRLEY MACLAINE Óskarsverðlaunaleikkonan, sálnaflakkarinn og stóra systir hjartaknúsarans Warren Beatty er 70 ára í dag. Jón Ísberg, fv. sýslumaður, er 80 ára. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn er 52 ára. Róbert Trausti Árnason, fv. sendi- herra, er 53 ára. Friðrik Karlsson gítarleikari er 44 ára. 24. apríl 1916 PÁSKAUPPREISNIN HEFST ■ Barist fyrir sjálfstæði Írlands. Afmæli BJÖRN MALMQUIST ER 40 ÁRA. ■ Slettir í eina tertu. BARBARA STREISAND Leikkonan, söngkonan og gay-íkonið er 62 ára í dag. 24. apríl Félag íslenskra bókaútgef-enda heldur alþjóðlegan dag bókarinnar, 23. apríl, hátíðlegan ár hvert og undanfarin ár hefur heil vika verið notuð til að vekja athygli á bókum og bóklestri. Í ár var þess einnig minnst að Halldór Laxness hefði orðið 102 ára á degi bókarinnar. Sigurður Svavarsson, útgáfu- stjóri Eddu útgáfu, hefur í mörg horn litið síðustu daga og segir undanfarna viku hafa verið eril- sama með eindæmum. „Þessir dagar eru enda vorhátíð okkar bókafólksins og gaman fyrir okkur, sem störfum að bókaút- gáfu allt árið, að sjá hversu marga vini bókin á. Þessir dagar fóru mikið í að undirbúa ýmsa viðburði, spjalla við fjölmiðla og ota tota bókarinnar ansi víða. Vinnudagarnir voru langir nú í vikunni, en heildaráhrifin sitja svolítið í manni þegar yfir er lit- ið.“ Vikan náði hámarki á sjálf- um degi bókarinnar, þann 23. apríl, með bókarþingi í Iðnó og svo ýmsum öðrum uppákomum. Ég heimsótti sjálfur nokkrar bókaverslanir í vikunni, þar sem glatt var á hjalla, enda verslanir stútfullar af girnilegum tilboð- um.“ Íslensk bókaútgáfa blómstrar nú sem endranær og segir Sig- urður veg íslensku bókarinnar hafa vaxið undanfarin ár, eins og glögglega hafi sýnt sig á ný- yfirstaðinni viku bókarinnar. „Margir komu að undirbúningi þessarar merku viku og áttum við þannig mjög gott samstarf við Rithöfundasamtökin. Helsta hrósið í ár hlýtur þó starfsfólk bókasafna, sem vinnur hrífandi starf og er ávallt reiðubúið að gera gestum sínum dagamun.“ ■ Vikan sem var SIGURÐUR SVAVARSSON ■ Heimsótti margar bókaverslanir í vikunni. Bókin á marga vini Grasekkill með tvö börn á afmælisdaginn BJÖRN MALMQUIST Man sérstaklega eftir afmælum á Skaganum í kringum sex ára aldurinn, þegar hann fékk leikfangaskip og skúffuköku í laginu eins og skip. SIGURÐUR SVAVARSSON Útgáfustjóri Eddu hélt vorhátíð útgáfufólks í viku íslensku bókarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.