Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 24
■ Maður að mínu skapi 24 24. apríl 2004 LAUGARDAGUR ÓLAFUR THORS Var léttur í lund og með góðan húmor að mati Hlyns. Duglegur hugsjóna- maður Ólafur Thors var maður að mínuskapi. Hann var léttur í lund og með góðan húmor,“ segir Hlynur Sigurðsson, fréttamaður á Sjón- varpinu. Ólafur var fimm sinn- um forsætisráðherra og sat samtals í 3.650 daga í þeim stóli. Aðeins Hermann Jónasson og Davíð Oddsson hafa setið lengur. Met Hermanns var 3.732 dagar, í þremur ríkisstjórnum, en Dav- íð sló það met í júlí árið 2001. „Ólafur var dugleg- ur og mikill hugsjóna- maður en þó þannig að hann bar virðingu fyrir þeim sem minna máttu sín. Hann gat unnið með öllum, samanber Nýsköpunarstjórn- ina,“ segir Hlynur. Ólafur lét af emb- ætti sem forsætisráð- herra 14. nóvember árið 1963 en hann hafði verið heilsuveill um alllanga hríð. Ólafur lést á gamlársdag sama ár. ■ Þeir skipta þúsundum sem farameð mannaforráð í samfélaginu, eru stjórnendur, leiðtogar. Því fer hins vegar fjarri að öllum sé gefið að stjórna og jafnvel má segja að sumir kunni það alls ekki. Leiðtoga- hlutverkið er flókið og krefst tals- verðra hæfileika sem fólk getur á margan hátt ræktað með sér. En geta allir orðið leiðtogar? „Nei. En fólk getur lært að þekkja hvort það er leiðtogaefni eða ekki,“ segir Tryggvi Sigurbjarnarson ráðgjafa- verkfræðingur, sem ásamt dr. Helga Þór Ingasyni verkfræðingi og Hauki Inga Jónassyni guðfræð- ingi og sálgreini kennir námið Verk- efnastjórnun - leiðtogaþjálfun við Endurmenntun Háskóla Íslands. Og Tryggvi heldur áfram: „Það hefur einmitt gerst á námskeiðinu hjá okkur að fólk hefur uppgötvað að leiðtogahlutverkið hentar því ekki. Það eigi ekki við skapgerð þess, að styrkur þess liggi annars staðar.“ Fyrsti hópurinn sem fór í gegnum námið útskrifaðist í janúar síðastliðnum og nú er annar hópur rétt við að ljúka því, en námið er tveggja missera og samtals 240 stundir. Það er hugsað fyrir fólk sem vill öðlast þekkingu og þjálfun á sviðið verkefnastjórnunar og efla leiðtogahæfileika sína. Þremenning- arnir segja fólk af mörgum sviðum þjóðfélagsins hafa farið í gegnum námið og undirstrika með því að verkefnastjórnun og leiðtogahæfi- leikar og allt sem því tengist geti nýst alls staðar. Hross geta orðið ljúf sem lömb Haukur Ingi samsinnir því þegar Tryggvi segir leiðtogahlutverkið ekki henta öllum en bendir hins vegar á að hægt sé að læra ýmislegt sem gagnast í þessum efnum: „Það er hægt að kenna fólki mjög margt um það sjálft. Hvernig það getur viðhaldið sjálfu sér og gert sér grein fyrir hver viðhorf þess eru og hvað því gengur til. Með þessu styrkjum við þau innri burðarvirki sem þurfa að standast álag í krefj- andi verkefnum. Nemendur fá líka tækifæri til að slípast í þéttum nún- ingi við samstarfsfólk sitt og læra þannig á styrk sinn og veikleika í samstarfi. Við miðlum miklu um að- ferðafræði og tækni í samskiptum við annað fólk, til dæmis varðandi hópdýnamík, samræðulist, samn- inga og deilustjórnun. Við bendum líka á hvernig fólk getur tileinkað sér að hugsa siðferðislega, gagnrýn- ið og með skapandi hætti og nýtt sér lýðræðislega ákvarðanatöku,“ segir Haukur Ingi. Hann segir líka mikilvægt að efla og þjálfa næmi leiðtoga og verkefna- stjóra gagnvart öðru fólki. „Við get- um haft mann sem hefur alla burði til að taka að sér leiðtoga- eða verk- efnastjórahlutverk en það eina sem vantar upp á er næmi fyrir þörfum annarra. Þetta er hægt að kenna, menn sem eru algjör hross geta orð- ið ljúfir sem lömb, og í kjölfarið ná þeir miklu meiri árangri í starfi.“ Lélegir yfirmenn óttast undirmenn sína Eins og það er mikilvægt að hafa góða og sterka leiðtoga í hóp- um er mikilvægt að menn standi klárir á að ekki þurfa allir að vera leiðtogar. „Við náum ekki árangri ef allir eru leiðtogar,“ segir Helgi Þór. „Hins vegar er mikilvægt að allir standi klárir á sínum hlut- verkum og læri að virka sem tannhjól í vélinni. Til að hópur nái árangri þurfa allir að þekkja sinn stað og vinna saman. Fimm manna hópur með fimm leiðtoga mun standa í stað og hvorki kom- ast lönd né strönd.“ Helgi segir þetta kennt í náminu: „Við kenn- um fólki að vinna og ná árangri með samstilltu átaki.“ Í þessu ljósi er vert að spyrja hvort það sé ekki í raun martröð stjórnandans að hafa of sterka menn undir sér, menn sem sann- anlega eru leiðtogar í eðli sínu. „Nei. Þvert á móti eiga stjórnend- ur að vera vakandi fyrir slíku fólki og virkja það til góðra verka,“ segir Haukur Ingi. Og Tryggvi bætir við: „Þetta er hins vegar vandamál margra stjórn- enda. Minnimáttarkennd þeirra gerir það að verkum að þeir slá niður fólk sem vænlegt er til góðra starfa. Þeir óttast að undir- mennirnir vaxi of mikið og nálgist þá. Einkenni góðra stjórnenda er hins vegar að lyfta undir svona menn, vitandi að þeir vaxa sjálfir með sínu góða undirfólki.“ Stjórnmálaleiðtogar hefðu gott af náminu Leiðtogar, góðir jafnt sem slæmir, eru víða í samfélaginu og hafa komist í sínar stöður með mismunandi hætti. Í at- vinnulífinu hafa þeir verið ráðn- ir en í stjórnmálunum ræður lýð- ræðisleg kosning. Pólitískir leið- togar eru sjálfsagt jafn misjafn- ir en leggja má mat á frammi- stöðu þeirra með ýmsum hætti. „Ein af mörgum mælistikum sem leggja má á leiðtoga, ekki síst pólitíska, er framsögn. Við létum nemendur okkar hlusta á kafla úr ræðum stjórnmála- manna við eldhúsdagsumræður á Alþingi og svo fóru fram um- ræður um frammistöðu þeirra. Það var mjög lærdómsríkt að hlusta á það,“ segir Tryggvi sposkur á svip. Og Haukur Ingi heldur áfram með stjórnmálamennina: „Það má orða það þannig að það er feikimikið af góðum leiðtogum í pólitísku lífi á Íslandi en við höf- um þó ekki enn rekist á neinn á þeim vettvangi sem hefði ekki gagn af því að koma í námið til okkar!“ En þá að atvinnulífinu, hafa góðir leiðtogar almennt ráðist til stjórnunarstarfa í helstu fyrir- tækjum landsins? „Ég held að marga góða leiðtoga sé þar að finna,“ segir Haukur Ingi. „Mér finnst hins vegar athyglisvert að núna sé rætt mikið um ábyrgð stjórna í fyrirtækjum. Það kem- ur mér beinlínis á óvart að um- ræða um jafn mikilvægt stjórn- unartæki og stjórn fyrirtækis skuli dúkka upp núna. Mörg þessara fyrirtækja hafa verið til í ár og áratugi og allt í einu virð- ast menn átta sig á þarna hafi eitthvað gleymst.“ Tryggvi bendir á nauðsyn skilgreininga á hlutverkum Guðfræðingur, verkfræðingur og ráðgjafi hafa tekið höndum saman og bjóða upp á námskeið í Endurmennt- un Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina Verkefnastjórnun - leiðtogaþjálfun. Námið stendur í eitt ár, einn hóp- ur hefur útskrifast og skráning er að hefjast í það næsta. Kenna fólki að verða leiðtogarHjónavandræði: Viagra-skiln- uðum fjölgar Fyrsta viagra-skilnaðarmálið erkomið upp í Bretlandi. Ónefnd húsmóðir á sextugsaldri segir mann sinn hafa orðið óseðjandi á kynlífs- sviðinu eftir að hafa tekið viagra reglulega. Eiginmaðurinn vildi lífga upp á heldur deyfðarlegt kynlíf hjónanna og viagra var hjálparlyfið. Hann fékk sannarlega bót meina sinna en eiginkonan segir hann hafa gjörbreyst. Hún vildi ekki fylgja honum eftir í kröfum hans um öfl- ugra kynlíf og hefur sótt um skiln- að. Þetta er fyrsta viagra-skilnaðar- málið í Bretlandi. Í Bandaríkjunum eru viagra-skilnaðir að verða æ algengari en um 7 milljónir Banda- ríkjamanna taka inn lyfið. Phillip Hodson, höfundur bókarinn- ar, How to Make Great Love to a Woman, segir að vi- agra geti reynst ör- lagaríkt í hjónabönd- um. Það sé reyndar draumalyf fyrir karl- menn en samfarir fimm sinnum á dag séu nú kannski ekki fremst á forgangslista flestra eig- inkvenna. Hodson bendir á að Vi- agra geri 55 ára karla að 25 ára folum meðan 53 ára eiginkonur hegði sér eins og þær séu 53 ára. Vísindin kunna að eiga ráð við þessu því nú stendur til að setja á markað bleika töflu en hún mun eiga að vera svar kvenkynsins við viagra. ■ VIAGRA Aukin kynþörf eiginmanna getur endar með hjóna- skilnaði. HLYNUR SIGURÐSSON Fréttamaðurinn knái er hrifinn af Ólafi Thors. Fimm manna hópur með fimm leiðtoga mun standa í stað og hvorki komast lönd né strönd. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.