Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 24. apríl 2004 ■ Næsta stopp 25 Ég mundi fara beina leið tilBrussel og ná í Magdalenu dótt- ur mína, láta flugvélina bíða eftir okkur og fara svo beina leið til Kína því það er landið sem M a g d a l e n u langar mest til að sjá,“ segir Björn Jörundur Friðbjörnsson þegar hann er spurður um draumaáfanga- staðinn. „Sjálfur hef ég aldrei komið til Asíu, þannig að þetta væri upplagt tækifæri til að skoða þá heimsálfu og leyfa Magdalenu dóttur minni að koma til Kína. Hún hefur mikið rætt um Kína við mig, þar er margt fólk og vafalaust mik- ið að sjá. Kína verður maður að skoða að minnsta kosti einu sinni á ævinni, ef ekki oftar. Ég vildi gjarnan vera þar í tvær til þrjár vikur.“ Björn Jörundur hefur farið víða og þegar hann er spurður um eftir- lætisland sitt svarar hann: „Brasil- ía er meiriháttar land og þangað var gaman að koma. Það er líka gaman að koma til Íslands. Svo er Kaupmannahöfn alltaf falleg og in- dæl. Ég hef verið nokkuð mikið í Bretlandi og og finnst það ekkert sérstaklega spennandi, en það staf- ar sennilega af því að ég þekki landið of vel. Mér líður best í Evr- ópu, frá Kaupmannahöfn og suður úr, alveg niður að Möltu. Eitt sinn var ég á Möltu að gera plötu og það var ansi ljúf dvöl. Evrópa er mitt svæði frekar en Bandaríkin sem ég hef aldrei almennilega hrifist af, kannski bara vegna þess að ég hef ekki ferðast mikið um þar.“ ■ Frá Brussel til Kína manna, ljóst verði að vera hvert hlutverk stjórnar fyrirtækis eigi að vera og hvert hlutverk fram- kvæmdastjórans eða forstjórans svo ekki komi upp vandamál. Hann segir hins vegar margt hafa breyst í þeim efnum úti í heimi og segir sögu: „Norskur maður sagði mér að hér í eina tíð hefði verið voða gott að sitja í stjórnum fyrirtækja. Því fylgdu fáir fundir, lítil verkefni, ferða- lög og sæmileg laun. Nú væri annað uppi á teningnum. Ef eitt- hvað kemur fyrir er byrjað á að spyrja um ábyrgð stjórnar- manna. Sá norski sagði að það væri orðið tómt vesen að sitja í stjórnum,“ segir Tryggvi. Þremenningarnir segja líka að mikilvægt sé að stjórnendur þori að viðurkenna mistök. Það sé enda eitt af einkennum góðra leiðtoga að verja ekki rangar ákvarðanir. „Góður stjórnandi getur vissulega gert mistök en það eru viðbrögðin við mistök- unum sem skera úr um hvort viðkomandi getur eða getur ekki,“ segir Haukur Ingi. Hlutlægt/huglægt En hver er sérstaða námsins Verkefnastjórnun - leiðtoga- þjálfun? „Það er margt sem markar þetta nám út,“ segir Haukur Ingi, „en eitt af því mik- ilvægasta er að við spinnum saman þéttan vef tveggja þátta sem eru að okkar mati nauðsyn- legir til að tryggja færni hvers verkefnastjóra og leiðtoga. Þetta byggjum við á reynslu okkar af verkefnastjórnun og vinnu með fólki. Fyrri þátturinn er hin mik- ilvæga þekking á hinni hlutlægu aðferðafræði verkefnastjórnun- ar sem kennir hvernig á að vinna verkefni, fylgja þeim eftir og ljúka þeim með góðum árangri. Hinn þátturinn, sem er ekki síð- ur mikilvægur, er að kunna að vinna með hina huglægu þætti mannshugans sem geta haft úr- slitaáhrif á það hvernig til tekst með verkefni og annað það sem leiðtoginn vill hafa áhrif á. Að okkar mati er þetta mjög mikil- væg og sérstök sérstaða náms- ins“. bjorn@frettabladid.is FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN HAUKUR INGI, TRYGGVI OG HELGI ÞÓR Þeir kenna fólki að takast á við leiðtoga- hlutverkið á eins árs námskeiði í Endur- menntun Háskóla Íslands. Þeir segja að fólk af mörgum sviðum þjóðfélagsins hafi farið í gegnum námið. FRÁ KÍNA Það er landið sem Magdalenu dóttur Björns langar mest til að sjá. BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON Brasilía heillaði hann en helst vill hann komast til Kína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.