Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 26
26 24. apríl 2004 LAUGARDAGUR Það fór fyrir brjóstið á mörgumá Gay Pride göngunni í fyrra þegar grímuklæddur maður stóð á Bankastræti, til móts við Skóla- vörðustíg, með skilti í hönd sem á var letrað „Hommar brenna í hel- víti“. Göngumenn sjálfir tóku uppátækinu ágætlega en þeir sem safnast höfðu saman til að fylgj- ast með göngunni veittust að manninum og helltu sér yfir hann. „Þeir samkynhneigðu tóku þessu mun betur en hinir. Þeir höfðu allavega meiri húmor fyrir þessu,“ segir grímuklæddi mað- urinn, sem heitir í raun Frosti Jón Runólfsson. Það sem fáir vissu var að félagi Frosta tók uppátæk- ið upp á myndband. „Þetta var allt gert í þágu listarinnar ef svo má að orði komast. Þetta var eitthvað sem ég varð að gera og táknar eig- inlega þögla meirihlutann – eitt- hvað sem allir eru að hugsa um en enginn þorir að segja,“ segir Frosti, sem er þó síður en svo á móti samkynhneigðum. „Ég kann betur við samkynhneigða en hina,“ segir hann. Hinn eini sanni raunveru- leiki Frosti hefur síðustu ár verið að reyna fyrir sér í kvikmyndagerð. „Ég hef hallast meira að því að blanda saman performance art og vídeói. Það er að taka upp fólk í aðstæðum sem það veit ekki að verið er að taka upp. Þetta er svona ultimate raunveruleika- formið,“ útskýrir Frosti. Hann segist ekki hafa verið hræddur á meðan áhorfendur veittust að honum en bjóst alveg eins við að einhver myndi leggja hendur á hann. „En það var verið að taka þetta upp og þá hefði bara orðið skemmtilegra að horfa ef eitthvað hefði komið upp á,“ segir Frosti, sem lét engan vita af uppátækinu nema sínu nánustu vini. Frosti segist hafa borið grímu- na á Gay Pride fyrir útlitið á myndbandinu og til þess að fólk sæi ekki hvað hann væri að hugsa. „Fólk sá bara þetta kalda andlit sem lítur alltaf eins út,“ segir Frosti, en gríman er sú sama og morðinginn í kvikmyndinni Hall- oween bar. „Svo er Halloween hel- víti góð mynd og Michael Myers góður morðingi.“ Frelsaðist fyrir listina Fyrir þremur árum vann Frosti stuttmyndasamkeppni Skjás eins og Hins hússins. Sigurmyndin var raunveruleikamynd um ógæfu- mann sem braust inn í verslun á Hverfisgötunni. „Maðurinn sat þar í makindum sínum og ég tók allt upp, líka þegar lögreglan kom,“ segir Frosti. „Það má eigin- lega segja að þar hafi þessi lista- stefna byrjað að mótast.“ Fyrir nokkru fór Frosti einnig á trúarsamkomu og lét frelsast – allt í þágu listarinnar. „Það voru samkomur í Bíóborginni þar sem nígerískur prestur var að frelsa fólk. Ég og vinir mínir áttum leið hjá og okkur var boðið inn. Sam- koman var einnig daginn eftir og við ákváðum að gera eitthvað og taka það upp á videó,“ segir Frosti, sem lét nígeríska prestinn frelsa sig. „Ég stóð heillengi upp á sviði syngjandi og biðjandi. Svo var ég loksins frelsaður,“ segir Frosti, sem fann þó fyrir litlum breytingum eftir aðfarir prests- ins. „Ég var frelsaður gegn áfengi en það gekk ekki betur en svo að ég var strax kominn á barinn eftir samkomuna.“ Hrá mynd raunveruleikans Frosti segist reyna að ná fólki á myndband í undarlegum að- stæðum án þess að það viti af því. Aðspurður hvort honum finnist hann ekki vera að blekkja fólk með uppátækjunum sagði hann: „Ef fólk getur ekki verið satt sjálfu sér, eins og til dæmis á samkomunni, þá er það hálf- gerðir hræsnarar.“ Frosti segist vonast til að geta notað raunveruleikaefnið þegar þar að kemur. „Mig langar til að gera markvissari myndir og ég daðra við að skrifa handrit. En það er erfitt á Íslandi á þessum tímum fyrir mann sem hefur litla sem enga reynslu en mikið af hugmyndum. Það verður bara að bíða betri tíma og á meðan reyni ég að gera eitthvað auð- velt, þar sem allt er ókeypis,“ segir Frosti, sem finnst þó raun- veruleikasjónvarpið í sinni hrá- ustu mynd vissulega skemmti- legt. „Leikið efni er skopmynd af raunveruleikanum svo það er best að ná honum í sinni réttustu mynd.“ Heimildarmynd um Mínus Frosti hefur undanfarið verið að vinna heimildarmynd um rokkhljómsveitina Mínus ásamt Haraldi Sigurðssyni. „Ég hef verið meira og minna að taka upp í tvö ár. Ég kann hins vegar ekkert að klippa svo Halli var fenginn inn í þetta verkefni með mér. Við höfum unnið mikið og vel saman,“ segir Frosti. Hann segir raunveruleika Mínus- manna vera mjög skemmtilegan. „Hann er frábær. Þetta eru fimm skemmtilegustu menn sem ég veit um. Það er gaman að vera með þeim og mikill heiður,“ seg- ir Frosti, sem er ánægður með að fá tækifæri til að gera mynd um sveitina. „Það er sérstaklega skemmtilegt á þessum tíma- punkti hjá sveitinni. Þetta er líka mjög gott tækifæri fyrir mig sem óreyndan kvikmyndagerð- armann.“ Mínus hefur ekki verið í náð- inni hjá æskulýðsforkólfum eftir yfirlýsingar um eiturlyfjaneyslu í erlendum tímaritum. Frosti segir að raunveruleiki hljóm- sveitarmeðlima muni koma í ljós í heimildarmyndinni. „Það verð- ur allt sýnt,“ segir Frosti, en myndin verður að öllum líkind- um frumsýnd í sumar. Með kameruna á lofti Síðustu mánuði hefur Frosti eingöngu starfað við kvik- myndagerð. „Ég ákvað að vera góður við sjálfan mig, hætta að vinna og snúa mér algjörlega að því sem ég hef áhuga á. Það er erfitt að lifa af því en mín heit- elskaða mamma stendur alltaf við bakið á mér, sama hvað bját- ar á, sem og mínir vinir. Þau taka eiginlega fallið en ekki ég,“ segir Frosti, sem hefur sett stefnuna á að læra kvikmynda- gerð. En mega Íslendingar þá búast við því að vera gómaðir á mynd við undarlegar aðstæður í komandi framtíð. „Já, eflaust. Ég er alltaf með kameruna á lofti,“ segir Frosti Jón Runólfs- son að lokum. kristjan@frettabladid.is Frosti Jón Runólfsson hefur farið öðruvísi leiðir í kvikmyndagerð. Hann myndar fólk í undarlegum að- stæðum án þeirrar vitundar. Lét „frelsa“ sig frá áfeng- isneyslu en án árangurs. Stuðar fólk í mótmæla- göngum og gerir núna heimildarmynd um Mínus. Allt í þágu listarinnar Ég ákvað að vera góður við sjálfan mig, hætta að vinna og snúa mér algjörlega að því sem ég hef áhuga á. Það er erfitt að lifa af því en mín heitelskaða mamma stend- ur alltaf við bakið á mér. ,, FROSTI JÓN RUNÓLFSSON Fer ótroðnar slóðir í kvikmyndagerðinni. Hann hefur meðal annars látið frelsa sig í þágu listarinnar. MÍNUS Frosti vinnur nú að heimildarmynd um rokkhljómsveitina Mínus. Hann segir Mínus vera þá fimm skemmtilegustu menn sem hann veit um. Á GAY PRIDE Uppátæki Frosta á Gay Pride fór misvel í fólk. Áhorfendur veittust að honum en göngumenn hlógu. Sjálfur segist Frosti kunna vel við samkynhneigða. FRELSAÐUR Frosti lét „frelsa“ sig af drykkjuskap hjá nígerískum presti. Það gekk ekki betur en svo að hann fór beint á barinn á eftir. Allt var tekið upp á kameru. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.