Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 29
Laugardagur 24. apríl 2004 3 Flestir eiga sér draum um flottan sportbíl með blæju, en færri hafa látið drauminn rætast, ekki síst af því að „Ísland-sama-sem-blæju- bíll“ er ekki alveg að virka. Það gæti samt hugsanlega verið mis- skilningur, því þeir sem hafa tekið skrefið og keypt sér slíkan bíl hér heima eru alsælir. Elín Vigfúsdóttir gjaldkeri er ein af þeim. Hún festi kaup á GT Audi tveggja sæta sportbíl með blæju og segir fátt æðislegra á fallegum sumardegi en taka niður blæjuna og þeysa austur fyrir fjall. „Það blæs ekki svo mikið á mann því maður situr svo neðar- lega í bílnum og svo er hiti í sætun- um þannig að manni verður ekkert kalt,“ segir Elín. Elín var að leita sér að flottum bíl þegar hún rakst á þennan í Heklu og stóðst ekki mátið. „Ég átti áður Audi S4 og er hrifin af tegundinni. Ég var reyndar að leita mér að sjálfskiptum bíl, en þessi er sex gíra og ótrúlega kraftmikill.“ Hún hlær þegar hún er spurð hversu hratt hún komist á bíllnum og vill ekki svara því. „En hann er óskaplega ljúfur og manni finnst maður vera á 60 þegar maður er kominn upp í 120. Það er jafn gott að vera meðvitaður um það,“ segir hún og brosir. Elín er með bíladellu, í þeim skilningi að hún vill flotta bíla. „Ég hef minni áhuga á tæknihliðinni, hún heyrir undir eiginmanninn og synina, sem eru líka með ólækn- andi bíladellu. Þennan bíl nota ég svolítið spari, hann er í bílskúrnum á veturna því maður tímir auðvitað ekki svona flottum bíl í saltið og aurinn. En þetta er sannarlega draumabílinn,“ segir Elín, sem skiljanlega vekur hvarvetna at- hygli þegar hún og Audiinn eru saman á ferð. edda@frettabladid.is Happdrætti DAS verður hálfrar aldar gamalt þann 3. júlí og hygg- ur happdrættið því á veglegar af- mælisgjafir í ár. Fyrsti útdráttur Happdrættis DAS féll í skaut vinningshafa þann 3. júlí 1954, en fyrsti vinningshafinn hlaut að gjöf Chevrolet Bel Air-bifreið, sérinn- flutta eðalkerru frá Bandaríkjun- um. Chevrolet-bifreiðin var fyrst í hópi þriggja bifreiðavinninga það árið. Hálfrar aldar afmælisgjöf happdrættisins, sem dregin verð- ur út sem aukavinningur 8. júlí nk., er nákvæm eftirlíking fyrsta bifreiðarvinnings DAS og kemur frá Californiu. Bifreiðin er af ár- gerðinni 1954, en allar innrétting- ar sem og vélarrými bifreiðarinn- ar hafa verið endurnýjaðar hátt sem lágt. Bifreiðinni, sem var keypt í Californiu fyrr á þessu ári af fyrrgreindu tilefni, var ekið alla leið til New York og þaðan um borð í flugvél Flugleiða, sem reyndist hagkvæmasta flutnings- leiðin. Til Íslands kom svo Chevr- olet-bifreiðin um síðustu helgi. Getraun fylgir afmælisgjöf DAS í ár, því Chevrolet-bifreiðin verður fyllt af þúsund króna seðlum. Sá sem kemst næst upphæðinni á svarseðli vinnur ferð til Evrópu, en vinningshafinn sjálfur fær fjárhæðina dularfullu og bifreið- ina. Komi afmælisvinningurinn upp á tvöföldum miða að þessu sinni fylgja að auki tvær milljónir með eðalvagninum. Ekki amaleg afmælisgjöf það. ■ Góð ráð Ýtið horni bílsins niður og í ljós kemur hvort demparar eru í lagi, segir Jón Heiðar Ólafsson. Demparar bíls hafa hvað mest með aksturseiginleika bílsins að gera og því er mikilvægt að hafa þá í góðu ástandi. Demparar geta misst eiginleika sína á löng- um tíma. Þannig getur fólk van- ist lélegum aksturseiginleikum bíls, sem aftur skapar hættu þegar á reynir. Bílar með lélega eða ónýta dempara missa meðal annars veggripið og meiri líkur eru á að ökumaður missi stjórn á bílnum. Stundum sést greinilega á dempurum þegar þeir eru ónýtir, þeir byrja þá að leka og verða útataðir í olíu. Besta leið- in til að athuga hvort dempar- arnir séu í lagi er að ýta horni bílsins niður. Ef bílinn kemur upp aftur og stoppar eru dempararnir í lagi, en ef bílinn fer að dúa upp og niður eru dempararnir ónýtir. Ef það kem- ur í ljós að annar afturdempar- inn er skemmdur er æskileg að skipta um báða afturdemparana og það sama á við ef einungis annar framdemparinn er ónýt- ur. ■ Vantar þig góð ráð? Sendu póst á bilar@frettabladid.is Lélegir demparar hættulegir Hálfrar aldar afmæli Happdrættis DAS: Fyrsti útdráttur gengur í endurnýjun lífdaga Chevrolet Bel Air árgerð 1954 er afmælisgjöf DAS á hálfrar aldar afmæli happdrættisins. Bíllinn minn: Geggjaður sportbíll með blæju Elín Vigfúsdóttir féll kylliflöt fyrir sportbíl með blæju þegar hún var að leita sér að flottum bíl. Farsímar: Hringja eftir hættu Getur þú ekki hugsað þér að vera án farsímans? Hann er sannarlega orðinn mikilvægur þáttur í daglega lífinu, en notkun farsíma í akstri fjórfaldar líkur á slysum. Á meðan þú ert að leita að rétta númerinu, hringja og tala ert þú ekki að fylgjast með veginum eins og þú ættir að gera. Handfrjáls búnaður er til bóta en kemur ekki í veg fyrir að athygli þín dvíni á meðan þú beinir henni að samtalinu. Bandarísk könnun á 837 ökumönnum sem notuðu far- síma á meðan þeir óku bíl leiddi í ljós að næstum helmingur þeirra sveigði inn á ranga akrein án þess að veita því athygli, 23% óku of nálægt næsta bíl á undan, 21% óku í veg fyrir annan bíl og 18% höfðu nærri því lent í árekstri. Líklega er þessu svipað farið með ís- lenska ökumenn. En hvað getur þú þá gert? Hvernig getur þú tryggt öruggan akstur þrátt fyrir að nota farsíma? Nokkur góð ráð símaframleiðenda: ■ finndu góðan stað og leggðu bílnum áður en þú ferð að nota símann ■ leyfðu símanum að hringja. Það er betra að vísa á talhólf, hringja seinna eða jafnvel missa af símtali en að stof- na sjálfum þér, farþegum þínum eða öðrum í hættu ■ lærðu vel á símann áður en þú held- ur af stað út í umferðina ■ skrifaðu aldrei niður minnispunkta eða símanúmer á meðan þú ert á ferð Mundu: Öryggi í umferðinni er alltaf mikilvægara en að nota símann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.