Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 24. apríl 2004 Opið um helgar frá 10 -16 Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515 www.kraftvelar.is Er garðurinn í þínum höndum ? hið hefðbundna mynstur. Þeir eru ástfangnir af konunni en þora aldrei að segja henni frá BDSM- áhuganum, eru alltaf í felum með hann. Í félaginu eru margir karl- menn sem deila áhuganum með öðru fólki en geta ekki sagt mak- anum frá þessu.“ Og þarna komum við einmitt inn á eitt af hlutverkum félagsins: „Við viljum brjóta þetta upp svo fólk geti talað um þessi mál án þess að þurfa að óttast höfnun.“ En það er ekki bara óttinn við höfnun maka sem gerir það að verkum að fólk leynir þessum löngunum sínum. Fæstir vilja bera sín mál á torg af ótta við sjálft samfélagið. „Það er svosem skiljanlegt eins og málum er hátt- að. Sjáðu t.d ef upplýst væri að leikskólakennari væri sadisti, hvernig heldurðu að foreldrarnir myndu bregðast við?“ Þröngur stakkur Það er ekki leikur einn að stunda BDSM á Íslandi, opinber umræða um kynlíf er oftast á nei- kvæðu nótunum með áherslu á klámvæðingu, vændi og kynferð- isofbeldi og sjálf vopnalögin eru sumum fjötur um fót. „Öðrum en lögreglu er bannað að eiga hand- járn,“ en þau eru mikilvægur þáttur sumra í BDSM. „Þetta er einsdæmi í heiminum ef Viktor- íufylki í Ástralíu er undanskilið. Tollurinn leggur sig líka í líma að túlka lögin vítt, þannig hafa ólar, sem keyptar eru í kynlífsverslun- um í útlöndum, umsvifalaust ver- ið teknar af fólki á þeirri for- sendu að um handjárn sé að ræða. Og það þó að engir lásar séu á þessu og fólk geti losað sig sjálft.“ Og vændið kemur einnig við sögu. „Hér eru starfandi nokkrar konur sem veita drottnunar- þjónustu þar sem hefðbundin kyn- mök koma ekki við sögu. Yfirvöld myndu hinsvegar flokka þetta sem vændi því þarna er verið að greiða fyrir þjónustu sem felur það í sér að örva einhvern kyn- ferðislega. Í þessu dæmi er samt tómt mál að tala um að konan sé þvinguð til verksins því hún verð- ur virkilega að njóta þess að drottna yfir viðskiptavininum til þess að hann sé ánægður og slíka nautn er ekki hægt að þvinga fram. Nautnin verður að koma frá hjartanu.“ Þegar hvað lengst er gengið í BDSM fara kynlífsathafnirnar fram í sérstökum herbergum, svokölluðum dýflissum. Geir veit að einhverjar slíkar eru til og jafnvel til útleigu ef því er að skipta en auðvitað sé algengast að fólk stundi þetta í heimahúsum. Undirgefinn og fyrir latex- og regnfatnað Geir Guðmundsson segir að hann hafi fundið fyrir BDSM- löngunum sínum fljótlega eftir að hann náði kynþroska en erfitt hafi verið að eiga við þetta í byrj- un. „Ég hélt náttúrlega að ég væri einn um svona kenndir. Ég er undirgefinn og í fjötrum en ekki fyrir mikinn sársauka. Svo hef ég munalosta fyrir latex- og regnfatnaði og man eftir slíkri tilfinningu alveg frá því að ég var krakki.“ Hann segir að því hafi fylgt óþægindi að glíma við þetta í byrjun. „Vinir mínir áttu klámblöð með myndum af nökt- um konum en það kveikti ekki í mér. Ég var reyndar skotinn í stelpum en leit ekki á þær sem kynlífsverur.“ Það var svo fyrir tilstilli danskrar orðabókar sem hann fann viðurkenningu á kenndum sínum: „Ég blaðaði í bókinni og sá þar í fyrsta sinn að sadómasó var sett í kynferðislegt samhengi. Fljótlega eftir það opnaðist þetta betur fyrir mér,“ segir Geir, sem á sér þann draum að þjóðfélagið skilji að flóra mannlegrar kynhegðunar er mjög fjölbreytt og að í framtíð- inni geti fólk verið það sjálft kyn- ferðislega án ótta við fordóma annarra og þess sjálfs. bjorn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.